Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. mars 2019 06:00 Þjónusta hótela mun skerðast vegna verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Verkfall hótelþerna í Eflingu hefst klukkan tíu í dag og mun standa til miðnættis. Þetta varð ekki endanlega ljóst fyrr en dómur Félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunarinnar lá fyrir eftir hádegi í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist hlakka mikið til. „Mér finnst þetta vera mjög merkilegur dagur. Það er ótrúlega langt síðan verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu fór í verkfall.“ Sólveig Anna segir að félaginu hafi borist tilkynningar um hótel sem hyggist fremja verkfallsbrot. „Við munum taka smá verkfallsvörslurúnt og förum allavega á eitt hótel til að vera með aktíva verkfallsvörslu. Við höfum fengið ábendingu um að þar sé ætlunin að láta aðra starfsmenn ganga í störf þernanna sem við tökum mjög alvarlega.“ Efling mun standa fyrir dagskrá í Gamla bíói frá klukkan tíu í dag og farið verður í kröfugöngu klukkan 16. Ljóst er að verkfallið mun skerða þjónustu hótela að einhverju leyti. Aðilar í hótelgeiranum hafa miklar áhyggjur af stöðunni komi til víðtækari verkfallsaðgerða. „Við hefðum ekki notað þessa aðferð nema við værum mjög örugg um að þetta mætti. En það er frábært að fá það staðfest að við megum nota þessa aðferð. Við fögnum því mikið,“ segir Sólveig Anna um þá niðurstöðu Félagsdóms að boðað verkfall hótelþerna í félaginu væri í samræmi við lög.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir að dómur var kveðinn upp í Félagsdómi í gær.vísir/vilhelmVerkfallið sem hefst klukkan tíu í dag ber upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna. „Fyrsta verkfallið er á þessum merkisdegi. Það er bara eitthvað til að gleðjast yfir. Ég get varla verið eina konan í þessari borg sem gleðst og fagnar innilega,“ segir Sólveig Anna. Hún segist halda að félagsmenn sínir sem væru að fara að taka þátt í aðgerðunum gleddust líka. „Þær konur og þeir karlar sem raunverulega aðhyllast kvenfrelsi og styðja raunverulega kvenréttindabaráttu, sem í grunninn snýst ekki síst um efnahagslegt frelsi, hljóta að fagna gríðarlega.“ Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir stöðuna snúna. „Við þurfum ekki að loka hótelunum og við getum tekið við þeim gestum sem eru að koma en þeir gestir sem þegar eru hér fá skerta þjónustu.“ Hann segir tjónið nú þegar orðið gríðarlegt. „Við þolum ekki marga daga af verkföllum. Við erum nú þegar að upplifa kólnun í greininni. Staðan er mjög viðkvæm og við þurfum að gæta að orðsporinu.“ Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótels Sögu, tekur í svipaðan streng. „Þetta þýðir auðvitað skerta þjónustu fyrir okkar gesti. Við reynum okkar allra besta en auðvitað er þetta heilmikið áfall fyrir okkur.“ Ingibjörg segir að þeir örfáu starfsmenn sem megi ganga í störf þernanna verði lengur að þrífa herbergin. „Þetta er auðvitað löglega boðað verkfall og við pössum okkur að fara algjörlega að lögum og reglum í þessu. Það er réttur fólks að fara í verkfall.“ Hún segist líka hafa áhyggjur af framhaldinu. „Þetta hefur verið að segja til sín og bókunarstaðan fyrir næstu mánuði er bara miklu slakari en við höfum séð í mörg ár. Þetta gerir illt verra. Við höfum verið í átaki við að efla það en svo spyrst þetta út og það hægir enn þá meira á.“Grafalvarleg staða „Núna er í gangi stærsta ferðakauparáðstefna sem Ísland tekur þátt í, ITB í Berlín, og mér skilst að á básunum þar sé aðalumræðuefnið verkföllin á Íslandi. Þó við komumst í gegnum daginn þá er fólk að leika sér með þetta fjöregg þjóðarinnar sem ferðaþjónustan er. Það er grafalvarlegt,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Hann segir að á síðustu fimm árum hafi laun Eflingarfólks hækkað um 75 prósent í evrum talið. Ísland sé nú orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Tölum ekki af léttúð „Niðurstaðan er sú að verkfallið kemur til framkvæmda og það er mikilvægt að við tölum ekki um verkföll af léttúð. Þau valda miklu tjóni í hagkerfinu og samfélaginu og miklu álagi á þeim vinnustöðum sem þau taka til. Það getur enginn hlakkað til verkfalla,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Það sé mikilvægt fyrir alla aðila að leikreglur séu skýrar og dómur Félagsdóms skýri þær að einhverju leyti. „Við höfum brýnt það fyrir okkar atvinnurekendum að hlíta lögum um vinnulöggjöfina í hvívetna og ég árétta það hér með.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún fær nýtt hlutverk Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira
Verkfall hótelþerna í Eflingu hefst klukkan tíu í dag og mun standa til miðnættis. Þetta varð ekki endanlega ljóst fyrr en dómur Félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunarinnar lá fyrir eftir hádegi í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist hlakka mikið til. „Mér finnst þetta vera mjög merkilegur dagur. Það er ótrúlega langt síðan verka- og láglaunafólk á höfuðborgarsvæðinu fór í verkfall.“ Sólveig Anna segir að félaginu hafi borist tilkynningar um hótel sem hyggist fremja verkfallsbrot. „Við munum taka smá verkfallsvörslurúnt og förum allavega á eitt hótel til að vera með aktíva verkfallsvörslu. Við höfum fengið ábendingu um að þar sé ætlunin að láta aðra starfsmenn ganga í störf þernanna sem við tökum mjög alvarlega.“ Efling mun standa fyrir dagskrá í Gamla bíói frá klukkan tíu í dag og farið verður í kröfugöngu klukkan 16. Ljóst er að verkfallið mun skerða þjónustu hótela að einhverju leyti. Aðilar í hótelgeiranum hafa miklar áhyggjur af stöðunni komi til víðtækari verkfallsaðgerða. „Við hefðum ekki notað þessa aðferð nema við værum mjög örugg um að þetta mætti. En það er frábært að fá það staðfest að við megum nota þessa aðferð. Við fögnum því mikið,“ segir Sólveig Anna um þá niðurstöðu Félagsdóms að boðað verkfall hótelþerna í félaginu væri í samræmi við lög.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, eftir að dómur var kveðinn upp í Félagsdómi í gær.vísir/vilhelmVerkfallið sem hefst klukkan tíu í dag ber upp á Alþjóðlegan baráttudag kvenna. „Fyrsta verkfallið er á þessum merkisdegi. Það er bara eitthvað til að gleðjast yfir. Ég get varla verið eina konan í þessari borg sem gleðst og fagnar innilega,“ segir Sólveig Anna. Hún segist halda að félagsmenn sínir sem væru að fara að taka þátt í aðgerðunum gleddust líka. „Þær konur og þeir karlar sem raunverulega aðhyllast kvenfrelsi og styðja raunverulega kvenréttindabaráttu, sem í grunninn snýst ekki síst um efnahagslegt frelsi, hljóta að fagna gríðarlega.“ Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir stöðuna snúna. „Við þurfum ekki að loka hótelunum og við getum tekið við þeim gestum sem eru að koma en þeir gestir sem þegar eru hér fá skerta þjónustu.“ Hann segir tjónið nú þegar orðið gríðarlegt. „Við þolum ekki marga daga af verkföllum. Við erum nú þegar að upplifa kólnun í greininni. Staðan er mjög viðkvæm og við þurfum að gæta að orðsporinu.“ Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótels Sögu, tekur í svipaðan streng. „Þetta þýðir auðvitað skerta þjónustu fyrir okkar gesti. Við reynum okkar allra besta en auðvitað er þetta heilmikið áfall fyrir okkur.“ Ingibjörg segir að þeir örfáu starfsmenn sem megi ganga í störf þernanna verði lengur að þrífa herbergin. „Þetta er auðvitað löglega boðað verkfall og við pössum okkur að fara algjörlega að lögum og reglum í þessu. Það er réttur fólks að fara í verkfall.“ Hún segist líka hafa áhyggjur af framhaldinu. „Þetta hefur verið að segja til sín og bókunarstaðan fyrir næstu mánuði er bara miklu slakari en við höfum séð í mörg ár. Þetta gerir illt verra. Við höfum verið í átaki við að efla það en svo spyrst þetta út og það hægir enn þá meira á.“Grafalvarleg staða „Núna er í gangi stærsta ferðakauparáðstefna sem Ísland tekur þátt í, ITB í Berlín, og mér skilst að á básunum þar sé aðalumræðuefnið verkföllin á Íslandi. Þó við komumst í gegnum daginn þá er fólk að leika sér með þetta fjöregg þjóðarinnar sem ferðaþjónustan er. Það er grafalvarlegt,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. Hann segir að á síðustu fimm árum hafi laun Eflingarfólks hækkað um 75 prósent í evrum talið. Ísland sé nú orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Tölum ekki af léttúð „Niðurstaðan er sú að verkfallið kemur til framkvæmda og það er mikilvægt að við tölum ekki um verkföll af léttúð. Þau valda miklu tjóni í hagkerfinu og samfélaginu og miklu álagi á þeim vinnustöðum sem þau taka til. Það getur enginn hlakkað til verkfalla,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Það sé mikilvægt fyrir alla aðila að leikreglur séu skýrar og dómur Félagsdóms skýri þær að einhverju leyti. „Við höfum brýnt það fyrir okkar atvinnurekendum að hlíta lögum um vinnulöggjöfina í hvívetna og ég árétta það hér með.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún fær nýtt hlutverk Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira
Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02
Hótelstjórnendur búa sig undir morgundaginn: „Áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu“ Hótelstjórnendur eru nú í óða önn að undirbúa sig fyrir verkfall hótelstarfsfólks sem hefst klukkan 10 í fyrramálið og stendur til miðnættis. Félagsdómur dæmdi í dag Eflingu í hag og úrskurðaði að verkfallsaðgerðirnar teldust lögmætar og því ljóst að af verkfallinu verður. 7. mars 2019 17:21