Messi búinn að jafna sig eftir HM og gefur aftur kost á sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2019 08:30 Lionel Messi umkringdur íslenskum landsliðsmönnum í leik á móti Íslandi á HM í Rússlandi 2018. Emil Hallfreðsson, Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason reyna hér að stoppa hann. Getty/The Asahi Shimbun Lionel Messi hefur ekki spilað með argentínska landsliðið síðan að liðið datt út í sextán liða úrslitum á HM í Rússlandi. Það breytist seinna í þessum mánuði. Messi er í hóp argentínska landsliðsins fyrir vináttuleiki við Venesúela og Marokkó í mars. Angel di Maria hjá Paris Saint Germain kemur einnig aftur inn í landsliðið. Messi tók sér frí eftir HM 2018 og hefur misst af sex vináttulandsleikjum síðan þá. Hann þarf ekki að ferðast langt í þessa tvo landsleiki því leikurinn á móti Venesúela í Madrid 23. mars en leikurinn á móti Marokkó er spilaður í Tangier við Gíbraltarsund 26. mars.Leo Messi will return to the Argentina squad for the first time since they were eliminated from the World Cup (via @brfootball) pic.twitter.com/8LjdEOYUJl — Bleacher Report (@BleacherReport) March 7, 2019Síðasti landsleikur Messi var 4-3 tapleikurinn á móti verðandi heimsmeisturum Frakka í umræddum sextán liða úrslitum. Messi skoraði ekki í leiknum en gaf tvær stoðsendingar á félaga sína. Fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum hjá þjálfaranum Lionel Scaloni. Þeir eru Nicolas Otamendi miðvörður hjá Manchester City, Juan Foyth varnarmaður Tottenham, Roberto Pereyra miðjumaður Watford og Manuel Lanzini hjá West Ham. Erik Lamela kemst hins vegar ekki í liðið og þar eru heldur ekki þeir Sergio Aguero hjá Manchester City eða Gonzalo Higuain hjá Chelsea. Þeir hafa líkt og Messi ekki spilað fyrir landsliðið síðan á HM 2018. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk fyrir argentínska landsliðið en Lionel Messi sem er eð 65 mörk í 128 landsleikjum. Messi hefur verið í miklu stuði með Barcelona á þessu tímabili en hann er með 33 mörk og 18 stoðsendingar í 34 leikjum í öllum keppnum. Argentínumenn eru að undirbúa sig fyrir Suðurameríkukeppni landsliða, Copa America, sem verður haldin í Brasilíu í sumar frá 14. júní til 7. júlí. Argentína er þar í riðli með Kólumbíu, Paragvæ og Katar.#SelecciónMayor Ésta es la lista de futbolistas convocados por el entrenador Lionel Scaloni para los próximos amistosos de la @Argentina. pic.twitter.com/a16vUSMQSJ — Selección Argentina (@Argentina) March 7, 2019 Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira
Lionel Messi hefur ekki spilað með argentínska landsliðið síðan að liðið datt út í sextán liða úrslitum á HM í Rússlandi. Það breytist seinna í þessum mánuði. Messi er í hóp argentínska landsliðsins fyrir vináttuleiki við Venesúela og Marokkó í mars. Angel di Maria hjá Paris Saint Germain kemur einnig aftur inn í landsliðið. Messi tók sér frí eftir HM 2018 og hefur misst af sex vináttulandsleikjum síðan þá. Hann þarf ekki að ferðast langt í þessa tvo landsleiki því leikurinn á móti Venesúela í Madrid 23. mars en leikurinn á móti Marokkó er spilaður í Tangier við Gíbraltarsund 26. mars.Leo Messi will return to the Argentina squad for the first time since they were eliminated from the World Cup (via @brfootball) pic.twitter.com/8LjdEOYUJl — Bleacher Report (@BleacherReport) March 7, 2019Síðasti landsleikur Messi var 4-3 tapleikurinn á móti verðandi heimsmeisturum Frakka í umræddum sextán liða úrslitum. Messi skoraði ekki í leiknum en gaf tvær stoðsendingar á félaga sína. Fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni eru í hópnum hjá þjálfaranum Lionel Scaloni. Þeir eru Nicolas Otamendi miðvörður hjá Manchester City, Juan Foyth varnarmaður Tottenham, Roberto Pereyra miðjumaður Watford og Manuel Lanzini hjá West Ham. Erik Lamela kemst hins vegar ekki í liðið og þar eru heldur ekki þeir Sergio Aguero hjá Manchester City eða Gonzalo Higuain hjá Chelsea. Þeir hafa líkt og Messi ekki spilað fyrir landsliðið síðan á HM 2018. Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk fyrir argentínska landsliðið en Lionel Messi sem er eð 65 mörk í 128 landsleikjum. Messi hefur verið í miklu stuði með Barcelona á þessu tímabili en hann er með 33 mörk og 18 stoðsendingar í 34 leikjum í öllum keppnum. Argentínumenn eru að undirbúa sig fyrir Suðurameríkukeppni landsliða, Copa America, sem verður haldin í Brasilíu í sumar frá 14. júní til 7. júlí. Argentína er þar í riðli með Kólumbíu, Paragvæ og Katar.#SelecciónMayor Ésta es la lista de futbolistas convocados por el entrenador Lionel Scaloni para los próximos amistosos de la @Argentina. pic.twitter.com/a16vUSMQSJ — Selección Argentina (@Argentina) March 7, 2019
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Leik lokið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Sjá meira