Ramos öskraði á forsetann og sagðist vera til í að hætta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. mars 2019 14:00 Ramos lætur ekki vaða yfir sig. vísir/getty Það varð allt vitlaust í búningsklefa Real Madrid í vikunni eftir að liðið hafði fallið úr leik í Meistaradeildinni. Fyrirliði liðsins, Sergio Ramos, reifst þá heiftarlega við forseta félagsins, Florentino Perez. Ramos var í leikbanni í leiknum en hann nældi sér viljandi í gult spjald í fyrri leiknum til þess að vera í banni í þeim síðari sem hann augljóslega taldi vera formsatriði. Fyrir þann fíflagang fékk hann aukaleik í bann. Perez var reiður eftir niðurlæginguna gegn Ajax og strunsaði inn í klefa til þess að hella úr skálum reiði sinnar í garð leikmanna. Hann sagði þá hafa slæmt viðhorf og ekki vera til í að leggja sig fram. Forsetinn sagði þá hafa verið til skammar. Þá fékk Ramos nóg og sakaði Perez og stjórnina um lélegt skipulag og sagði að það væri þeim að kenna hversu illa hefði gengið hjá liðinu í vetur. Báðum aðilum var mjög heitt í hamsi. „Ég hef alltaf gefið þessu félagi allt sem ég á. Ég geri það fyrir félagið og meira að segja fyrir þig. Ef þú ert til í að borga upp samninginn minn þá skal ég fara,“ á reiður Ramos að hafa sagt við forsetann fyrir framan alla leikmenn liðsins. Stjórn Real fundaði til tvö um nóttina eftir leikinn um næstu skref. Meðal annars um hvort félagið ætti að reka Santiago Solari þjálfara og ráða Jose Mourinho í staðinn. Ekki hefur enn verið tekin nein ákvörðun í þeim efnum. Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Það varð allt vitlaust í búningsklefa Real Madrid í vikunni eftir að liðið hafði fallið úr leik í Meistaradeildinni. Fyrirliði liðsins, Sergio Ramos, reifst þá heiftarlega við forseta félagsins, Florentino Perez. Ramos var í leikbanni í leiknum en hann nældi sér viljandi í gult spjald í fyrri leiknum til þess að vera í banni í þeim síðari sem hann augljóslega taldi vera formsatriði. Fyrir þann fíflagang fékk hann aukaleik í bann. Perez var reiður eftir niðurlæginguna gegn Ajax og strunsaði inn í klefa til þess að hella úr skálum reiði sinnar í garð leikmanna. Hann sagði þá hafa slæmt viðhorf og ekki vera til í að leggja sig fram. Forsetinn sagði þá hafa verið til skammar. Þá fékk Ramos nóg og sakaði Perez og stjórnina um lélegt skipulag og sagði að það væri þeim að kenna hversu illa hefði gengið hjá liðinu í vetur. Báðum aðilum var mjög heitt í hamsi. „Ég hef alltaf gefið þessu félagi allt sem ég á. Ég geri það fyrir félagið og meira að segja fyrir þig. Ef þú ert til í að borga upp samninginn minn þá skal ég fara,“ á reiður Ramos að hafa sagt við forsetann fyrir framan alla leikmenn liðsins. Stjórn Real fundaði til tvö um nóttina eftir leikinn um næstu skref. Meðal annars um hvort félagið ætti að reka Santiago Solari þjálfara og ráða Jose Mourinho í staðinn. Ekki hefur enn verið tekin nein ákvörðun í þeim efnum.
Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira