Hótelþernur segja samskipti við yfirmenn streituvaldandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2019 10:06 Verkfall hótelþerna hófst klukkan tíu í morgun. Vísir/vilhelm Vinnuumhverfi hótelþerna er í mörgum tilvikum mjög ábótavant en nær 70% hótelþerna segja samskipti við næsta yfirmann streituvaldandi. Þá hafa 3% hótelþerna orðið fyrir kynferðislegri áreitni í vinnu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Vinnueftirlitið gerði meðal starfsfólks 36 hótela. Verkfall hótelþerna hófst klukkan tíu í morgun.Margt sem má bæta í vinnuumhverfi hótelþerna Vinnueftirlitið hóf vinnuverndarátak á hótelum í lok árs 2017 en skýrsla með helstu niðurstöðum átaksins var birt á vef eftirlitsins í gær. Heimsótt voru 36 hótel með 10 starfsmenn eða fleiri. Markmiðið með átakinu var að kanna vinnuumhverfi starfsfólks við hótelþrif á Íslandi og meta vinnuaðstæður og álag. Gerð var spurningalistakönnun meðal starfsmanna við hótelþrif og úttekt á vinnuumhverfi þeirra auk þess sem virkni almenns vinnuverndarstarfs hjá hótelunum var könnuð. Stærstur hluti þátttakenda í spurningalistakönnuninni voru konur (84%) af 22 þjóðernum. Flestir voru þátttakendur frá Póllandi (53%), 11% frá Litáen og 7% frá Íslandi. Á 25 vinnustöðum eða í tæplega 70% tilvika þurfti að gefa fyrirmæli varðandi áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, þ.m.t. áhættumat og áætlun um forvarnir, og voru það algengustu fyrirmælin. „Í ljósi niðurstaðna átaksins er rík ástæða til þess að hvetja forsvarsmenn hótela og gististaða til þess gera eða fara yfir gildandi áætlun vinnustaðarins um öryggi og heilbrigði. Samkvæmt niðurstöðum eftirlitsátaks er margt sem má bæta í vinnuumhverfi starfsfólks við hótelþrif.“ Samskiptum við yfirmenn oft ábótavant Samtals svöruðu spurningalistanum 196 hótelþernur, af 782 starfsmönnum sem störfuðu hjá hótelunum í heild. Niðurstöður könnunarinnar sýndu til að mynda að rúm 3% þeirra sem starfa við hótelþrif hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í vinnunni. 2,6% töldu vinnufélaga hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum en langstærstur hluti svarenda svaraði báðum spurningum neitandi (95,5% og 92,7%). Þegar starfsmenn voru spurðir um hvort næsti yfirmaður deildi verkefnum á hlutlægan og réttlátan hátt niður á starfsmenn voru um 18% sem svöruðu fremur sjaldan, mjög sjaldan eða aldrei. Einn af hverjum fimm starfsmönnum eða rúm 20% töldu næsta yfirmann sinn fremur sjaldan, mjög sjaldan eða aldrei gæta réttlætis og jafnræðis í framkomu sinni við starfsmenn. Rúm 67% starfsmanna svöruðu því til að fremur oft, mjög oft eða alltaf væru samskipti við næsta yfirmann að valda þeim streitu.Skýrsla Vinnueftirlitsins í heild. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00 Efling gagnrýnir hótelrekendur sem ætla sér að stunda verkfallsbrot Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hótelrekendur sem hafa í hyggju að stunda verkfallsbrot eru harðlega gagnrýndir. Verkföllin hefjast á meðal hótelþerna á morgun, 8. mars, sem einnig er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. 7. mars 2019 22:14 "Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Vinnuumhverfi hótelþerna er í mörgum tilvikum mjög ábótavant en nær 70% hótelþerna segja samskipti við næsta yfirmann streituvaldandi. Þá hafa 3% hótelþerna orðið fyrir kynferðislegri áreitni í vinnu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Vinnueftirlitið gerði meðal starfsfólks 36 hótela. Verkfall hótelþerna hófst klukkan tíu í morgun.Margt sem má bæta í vinnuumhverfi hótelþerna Vinnueftirlitið hóf vinnuverndarátak á hótelum í lok árs 2017 en skýrsla með helstu niðurstöðum átaksins var birt á vef eftirlitsins í gær. Heimsótt voru 36 hótel með 10 starfsmenn eða fleiri. Markmiðið með átakinu var að kanna vinnuumhverfi starfsfólks við hótelþrif á Íslandi og meta vinnuaðstæður og álag. Gerð var spurningalistakönnun meðal starfsmanna við hótelþrif og úttekt á vinnuumhverfi þeirra auk þess sem virkni almenns vinnuverndarstarfs hjá hótelunum var könnuð. Stærstur hluti þátttakenda í spurningalistakönnuninni voru konur (84%) af 22 þjóðernum. Flestir voru þátttakendur frá Póllandi (53%), 11% frá Litáen og 7% frá Íslandi. Á 25 vinnustöðum eða í tæplega 70% tilvika þurfti að gefa fyrirmæli varðandi áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, þ.m.t. áhættumat og áætlun um forvarnir, og voru það algengustu fyrirmælin. „Í ljósi niðurstaðna átaksins er rík ástæða til þess að hvetja forsvarsmenn hótela og gististaða til þess gera eða fara yfir gildandi áætlun vinnustaðarins um öryggi og heilbrigði. Samkvæmt niðurstöðum eftirlitsátaks er margt sem má bæta í vinnuumhverfi starfsfólks við hótelþrif.“ Samskiptum við yfirmenn oft ábótavant Samtals svöruðu spurningalistanum 196 hótelþernur, af 782 starfsmönnum sem störfuðu hjá hótelunum í heild. Niðurstöður könnunarinnar sýndu til að mynda að rúm 3% þeirra sem starfa við hótelþrif hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í vinnunni. 2,6% töldu vinnufélaga hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum en langstærstur hluti svarenda svaraði báðum spurningum neitandi (95,5% og 92,7%). Þegar starfsmenn voru spurðir um hvort næsti yfirmaður deildi verkefnum á hlutlægan og réttlátan hátt niður á starfsmenn voru um 18% sem svöruðu fremur sjaldan, mjög sjaldan eða aldrei. Einn af hverjum fimm starfsmönnum eða rúm 20% töldu næsta yfirmann sinn fremur sjaldan, mjög sjaldan eða aldrei gæta réttlætis og jafnræðis í framkomu sinni við starfsmenn. Rúm 67% starfsmanna svöruðu því til að fremur oft, mjög oft eða alltaf væru samskipti við næsta yfirmann að valda þeim streitu.Skýrsla Vinnueftirlitsins í heild.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00 Efling gagnrýnir hótelrekendur sem ætla sér að stunda verkfallsbrot Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hótelrekendur sem hafa í hyggju að stunda verkfallsbrot eru harðlega gagnrýndir. Verkföllin hefjast á meðal hótelþerna á morgun, 8. mars, sem einnig er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. 7. mars 2019 22:14 "Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Sjá meira
Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00
Efling gagnrýnir hótelrekendur sem ætla sér að stunda verkfallsbrot Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hótelrekendur sem hafa í hyggju að stunda verkfallsbrot eru harðlega gagnrýndir. Verkföllin hefjast á meðal hótelþerna á morgun, 8. mars, sem einnig er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. 7. mars 2019 22:14
"Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06