Þernurnar mættu eldsnemma til að hlaupa undir bagga með hótelstjóranum Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2019 10:49 Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. Hótelstjórinn, ásamt yfirþernu hótelsins, þarf að ganga í hefðbundin þernuverk í dag vegna verkfalls starfsmanna á hótelum og gistihúsum sem hófst klukkan tíu í morgun.Sjá einnig: Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Fréttastofa náði tali af Ingibjörgu rétt um klukkan tíu þegar verkfallið var að hefjast í morgun. Hún sagði starfsfólk sitt, sem bauðst til að mæta fyrr í morgun, yndislegt. „Þau eru náttúrulega alveg einstök. Þau buðust til að koma fyrr og taka út herbergin og auðvitað bjargar það okkur alveg. Það þýðir að það er aðeins minna fyrir okkur að gera,“ sagði Ingibjörg og átti þar við sig sjálfa og vaktstjórann, sem er félagsmaður í stéttarfélaginu VR og því ekki í verkfalli í dag. Þá eru fjórir erlendir hótelstjórnunarnemar í starfsnámi á Hótel sögu um þessar mundir en þeirra aðstoðar mun einnig njóta í dag.Verkfall gerir illt verra í niðursveiflunni Ingibjörg sagði að skipta hefði þurft um rúmföt á um hundrað herbergjum frá því klukkan hálf fimm í morgun en fullt er á hótelinu, sem er með 236 herbergi. Gestir hafa verið látnir vita af því að þeir fái ekki fulla þjónustu í dag vegna verkfallsins. „Já, við gerum það og erum að reyna að vera svolítið „próaktív“ með þetta. Og auðvitað eru miðar uppi á herbergjunum og upplýsingar á sjónvörpunum. Þetta er skert þjónusta og fólk verður auðvitað misánægt með það eins og gengur en ég vona að þau sýni okkur skilning.“ Þá lagði Ingibjörg áherslu á að starfsfólkið hefði fullan rétt á því að fara í verkfall en aðstæður væru þó afar erfiðar. „En auðvitað er þetta þannig að það var samþykkt verkfall og starfsfólkið mitt fer að sjálfsögðu í verkfall,“ sagði Ingibjörg. „Auðvitað á öll réttindabarátta rétt á sér en það er alltaf erfitt þegar kemur til verkfalls því það kemur niður á svo mörgum. Og kannski, eins og mínir kollegar og ég hef bent á, þá er þetta spurning um hvað gerist á eftir. Af því að við erum svo viðkvæmt land. Við erum að keppa við önnur lönd um ásókn frá ferðamönnunum og það er niðursveifla nú þegar sjáum við og þetta gerir illt verra.“ Þrifin óhjákvæmilega viðvaningslegri en venjulega Ingibjörg var á leið á stöðufund þegar fréttastofa ræddi við hana í dag en hún sagði yfirþernuna stýra deginum „Þannig að raunverulega leggur hún línurnar og við þessi fáu sem megum gera eitthvað, við bara förum eftir því sem hún segir í einu og öllu.“Þannig að þú ert að fara að skipta á rúmum og þú ert að fara að þrífa klósett og svo framvegis?„Já, bara allt sem þarf að gera til þess að komugestirnir okkar fái herbergi. En það verður auðvitað viðvaningslegt og verður ekki í takt við það sem samstarfskonur mínar og -karlar gera, því þau náttúrulega gera miklu betur.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hótelþernur segja samskipti við yfirmenn streituvaldandi Vinnueftirlitið hóf vinnuverndarátak á hótelum í lok árs 2017 en skýrsla með helstu niðurstöðum átaksins var birt á vef eftirlitsins í gær. 8. mars 2019 10:06 Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Ingibjörg Ólafsdóttir hótelstjóri á Hótel sögu kann starfsfólki sínu bestu þakkir fyrir að hafa mætt eldsnemma í morgun og hjálpað til við að þrífa herbergi á hótelinu. Hótelstjórinn, ásamt yfirþernu hótelsins, þarf að ganga í hefðbundin þernuverk í dag vegna verkfalls starfsmanna á hótelum og gistihúsum sem hófst klukkan tíu í morgun.Sjá einnig: Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Fréttastofa náði tali af Ingibjörgu rétt um klukkan tíu þegar verkfallið var að hefjast í morgun. Hún sagði starfsfólk sitt, sem bauðst til að mæta fyrr í morgun, yndislegt. „Þau eru náttúrulega alveg einstök. Þau buðust til að koma fyrr og taka út herbergin og auðvitað bjargar það okkur alveg. Það þýðir að það er aðeins minna fyrir okkur að gera,“ sagði Ingibjörg og átti þar við sig sjálfa og vaktstjórann, sem er félagsmaður í stéttarfélaginu VR og því ekki í verkfalli í dag. Þá eru fjórir erlendir hótelstjórnunarnemar í starfsnámi á Hótel sögu um þessar mundir en þeirra aðstoðar mun einnig njóta í dag.Verkfall gerir illt verra í niðursveiflunni Ingibjörg sagði að skipta hefði þurft um rúmföt á um hundrað herbergjum frá því klukkan hálf fimm í morgun en fullt er á hótelinu, sem er með 236 herbergi. Gestir hafa verið látnir vita af því að þeir fái ekki fulla þjónustu í dag vegna verkfallsins. „Já, við gerum það og erum að reyna að vera svolítið „próaktív“ með þetta. Og auðvitað eru miðar uppi á herbergjunum og upplýsingar á sjónvörpunum. Þetta er skert þjónusta og fólk verður auðvitað misánægt með það eins og gengur en ég vona að þau sýni okkur skilning.“ Þá lagði Ingibjörg áherslu á að starfsfólkið hefði fullan rétt á því að fara í verkfall en aðstæður væru þó afar erfiðar. „En auðvitað er þetta þannig að það var samþykkt verkfall og starfsfólkið mitt fer að sjálfsögðu í verkfall,“ sagði Ingibjörg. „Auðvitað á öll réttindabarátta rétt á sér en það er alltaf erfitt þegar kemur til verkfalls því það kemur niður á svo mörgum. Og kannski, eins og mínir kollegar og ég hef bent á, þá er þetta spurning um hvað gerist á eftir. Af því að við erum svo viðkvæmt land. Við erum að keppa við önnur lönd um ásókn frá ferðamönnunum og það er niðursveifla nú þegar sjáum við og þetta gerir illt verra.“ Þrifin óhjákvæmilega viðvaningslegri en venjulega Ingibjörg var á leið á stöðufund þegar fréttastofa ræddi við hana í dag en hún sagði yfirþernuna stýra deginum „Þannig að raunverulega leggur hún línurnar og við þessi fáu sem megum gera eitthvað, við bara förum eftir því sem hún segir í einu og öllu.“Þannig að þú ert að fara að skipta á rúmum og þú ert að fara að þrífa klósett og svo framvegis?„Já, bara allt sem þarf að gera til þess að komugestirnir okkar fái herbergi. En það verður auðvitað viðvaningslegt og verður ekki í takt við það sem samstarfskonur mínar og -karlar gera, því þau náttúrulega gera miklu betur.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hótelþernur segja samskipti við yfirmenn streituvaldandi Vinnueftirlitið hóf vinnuverndarátak á hótelum í lok árs 2017 en skýrsla með helstu niðurstöðum átaksins var birt á vef eftirlitsins í gær. 8. mars 2019 10:06 Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sjá meira
Hótelþernur segja samskipti við yfirmenn streituvaldandi Vinnueftirlitið hóf vinnuverndarátak á hótelum í lok árs 2017 en skýrsla með helstu niðurstöðum átaksins var birt á vef eftirlitsins í gær. 8. mars 2019 10:06
Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsfólk leggur niður störf Verkfall um sjö hundruð félagsmanna Eflingar á hótelum og gistihúsum skellur á klukkan tíu og stendur til miðnættis í kvöld. Félagsdómur dæmdi aðgerðirnar löglegar í gær. 8. mars 2019 08:52