Bauð gestum kvöldmat gegn því að það tékkaði sig fyrr út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2019 10:50 Árni Valur Sólonarson, hótelstjóri og eigandi á City Park Hotel, segir allt hafa gengið vel fyrir sig hjá hótelinu í morgun áður en starfsfólk lagði niður störf. Fólkið hafi lagt sig mikið fram og nánast tekist að ljúka öllu fyrir klukkan tíu. Stefán Óli Jónsson, fréttamaður Vísis, ræddi við hann á ellefta tímanum í dag. „Það eru nokkur herbergi sem eiga eftir að tékka út og gera það fyrir klukkan tólf,“ segir Árni Valur. Hann muni sjálfur þrífa þau herbergi sem eftir standi. „Ég mun koma til með að dunda mér við það sem eftir er dagsins.“ Verkfallsaðgerðir í dag muni ekki hafa nein áhrif á starfsemina í dag.Tekur til hendinni eins og í gamla daga „Ég þarf að leggja mig aðeins meira fram en venjulega, ekki sinna skrifstofustörfum heldur taka meira til hendinni eins og ég gerði í gamla daga.“ Árni Valur segist hafa upplýst gesti hótelsins í gær um það sem myndi gerast í dag. Það liggi fyrir að einhverjir gestir á hótelinu verði fyrir einhverri truflun í dag. Þeim verði boðið upp á drykk á barnum. „Einhverjum gestum var boðið að borða í gærkvöldi fyrir að tékka út snemma í morgun.“ Árni valur segist ljóst að áframhaldi verkföll myndu hafa mjög slæm áhrif á hótelrekstur og ferðaþjónustuna í landinu. Starfsandinn hjá hans fólki sé mjög góður.Ánægja hjá starfsfólki í starfi „Ég tel að allt starfsfólk sé mjög ánægt með sína vinnu, hvar það er að vinna og slíkt. Það er ánægt starfsfólkið. Ég held að þessi verkföll hafi að sjálfsögðu haft einhver slæm áhrif hjá sumum,“ segir Árni Valur en það gildi þó ekki heilt yfir. „Ef það verða allsherjarverkföll og engir starfsmenn að vinna við að þrífa þá þarf maður að gera einhverjar ráðstafanir.“Fylgst er með gangi mála fram eftir degi í verkfallsvaktinni á Vísi. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Árni Valur Sólonarson, hótelstjóri og eigandi á City Park Hotel, segir allt hafa gengið vel fyrir sig hjá hótelinu í morgun áður en starfsfólk lagði niður störf. Fólkið hafi lagt sig mikið fram og nánast tekist að ljúka öllu fyrir klukkan tíu. Stefán Óli Jónsson, fréttamaður Vísis, ræddi við hann á ellefta tímanum í dag. „Það eru nokkur herbergi sem eiga eftir að tékka út og gera það fyrir klukkan tólf,“ segir Árni Valur. Hann muni sjálfur þrífa þau herbergi sem eftir standi. „Ég mun koma til með að dunda mér við það sem eftir er dagsins.“ Verkfallsaðgerðir í dag muni ekki hafa nein áhrif á starfsemina í dag.Tekur til hendinni eins og í gamla daga „Ég þarf að leggja mig aðeins meira fram en venjulega, ekki sinna skrifstofustörfum heldur taka meira til hendinni eins og ég gerði í gamla daga.“ Árni Valur segist hafa upplýst gesti hótelsins í gær um það sem myndi gerast í dag. Það liggi fyrir að einhverjir gestir á hótelinu verði fyrir einhverri truflun í dag. Þeim verði boðið upp á drykk á barnum. „Einhverjum gestum var boðið að borða í gærkvöldi fyrir að tékka út snemma í morgun.“ Árni valur segist ljóst að áframhaldi verkföll myndu hafa mjög slæm áhrif á hótelrekstur og ferðaþjónustuna í landinu. Starfsandinn hjá hans fólki sé mjög góður.Ánægja hjá starfsfólki í starfi „Ég tel að allt starfsfólk sé mjög ánægt með sína vinnu, hvar það er að vinna og slíkt. Það er ánægt starfsfólkið. Ég held að þessi verkföll hafi að sjálfsögðu haft einhver slæm áhrif hjá sumum,“ segir Árni Valur en það gildi þó ekki heilt yfir. „Ef það verða allsherjarverkföll og engir starfsmenn að vinna við að þrífa þá þarf maður að gera einhverjar ráðstafanir.“Fylgst er með gangi mála fram eftir degi í verkfallsvaktinni á Vísi.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira