Bauð gestum kvöldmat gegn því að það tékkaði sig fyrr út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2019 10:50 Árni Valur Sólonarson, hótelstjóri og eigandi á City Park Hotel, segir allt hafa gengið vel fyrir sig hjá hótelinu í morgun áður en starfsfólk lagði niður störf. Fólkið hafi lagt sig mikið fram og nánast tekist að ljúka öllu fyrir klukkan tíu. Stefán Óli Jónsson, fréttamaður Vísis, ræddi við hann á ellefta tímanum í dag. „Það eru nokkur herbergi sem eiga eftir að tékka út og gera það fyrir klukkan tólf,“ segir Árni Valur. Hann muni sjálfur þrífa þau herbergi sem eftir standi. „Ég mun koma til með að dunda mér við það sem eftir er dagsins.“ Verkfallsaðgerðir í dag muni ekki hafa nein áhrif á starfsemina í dag.Tekur til hendinni eins og í gamla daga „Ég þarf að leggja mig aðeins meira fram en venjulega, ekki sinna skrifstofustörfum heldur taka meira til hendinni eins og ég gerði í gamla daga.“ Árni Valur segist hafa upplýst gesti hótelsins í gær um það sem myndi gerast í dag. Það liggi fyrir að einhverjir gestir á hótelinu verði fyrir einhverri truflun í dag. Þeim verði boðið upp á drykk á barnum. „Einhverjum gestum var boðið að borða í gærkvöldi fyrir að tékka út snemma í morgun.“ Árni valur segist ljóst að áframhaldi verkföll myndu hafa mjög slæm áhrif á hótelrekstur og ferðaþjónustuna í landinu. Starfsandinn hjá hans fólki sé mjög góður.Ánægja hjá starfsfólki í starfi „Ég tel að allt starfsfólk sé mjög ánægt með sína vinnu, hvar það er að vinna og slíkt. Það er ánægt starfsfólkið. Ég held að þessi verkföll hafi að sjálfsögðu haft einhver slæm áhrif hjá sumum,“ segir Árni Valur en það gildi þó ekki heilt yfir. „Ef það verða allsherjarverkföll og engir starfsmenn að vinna við að þrífa þá þarf maður að gera einhverjar ráðstafanir.“Fylgst er með gangi mála fram eftir degi í verkfallsvaktinni á Vísi. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira
Árni Valur Sólonarson, hótelstjóri og eigandi á City Park Hotel, segir allt hafa gengið vel fyrir sig hjá hótelinu í morgun áður en starfsfólk lagði niður störf. Fólkið hafi lagt sig mikið fram og nánast tekist að ljúka öllu fyrir klukkan tíu. Stefán Óli Jónsson, fréttamaður Vísis, ræddi við hann á ellefta tímanum í dag. „Það eru nokkur herbergi sem eiga eftir að tékka út og gera það fyrir klukkan tólf,“ segir Árni Valur. Hann muni sjálfur þrífa þau herbergi sem eftir standi. „Ég mun koma til með að dunda mér við það sem eftir er dagsins.“ Verkfallsaðgerðir í dag muni ekki hafa nein áhrif á starfsemina í dag.Tekur til hendinni eins og í gamla daga „Ég þarf að leggja mig aðeins meira fram en venjulega, ekki sinna skrifstofustörfum heldur taka meira til hendinni eins og ég gerði í gamla daga.“ Árni Valur segist hafa upplýst gesti hótelsins í gær um það sem myndi gerast í dag. Það liggi fyrir að einhverjir gestir á hótelinu verði fyrir einhverri truflun í dag. Þeim verði boðið upp á drykk á barnum. „Einhverjum gestum var boðið að borða í gærkvöldi fyrir að tékka út snemma í morgun.“ Árni valur segist ljóst að áframhaldi verkföll myndu hafa mjög slæm áhrif á hótelrekstur og ferðaþjónustuna í landinu. Starfsandinn hjá hans fólki sé mjög góður.Ánægja hjá starfsfólki í starfi „Ég tel að allt starfsfólk sé mjög ánægt með sína vinnu, hvar það er að vinna og slíkt. Það er ánægt starfsfólkið. Ég held að þessi verkföll hafi að sjálfsögðu haft einhver slæm áhrif hjá sumum,“ segir Árni Valur en það gildi þó ekki heilt yfir. „Ef það verða allsherjarverkföll og engir starfsmenn að vinna við að þrífa þá þarf maður að gera einhverjar ráðstafanir.“Fylgst er með gangi mála fram eftir degi í verkfallsvaktinni á Vísi.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Sjá meira