„Við værum ekki hér í dag ef við þjáðumst ekki“ segir Zsófia.
Hún segist ekki ætla að þola að fólk reyni þagga niður í þeim eða draga úr trúverðugleika þeirra.
Hún segist vona að yfirmennirnir, sem þrífa herbergin í fjarveru þeirra, komist að því hvað það þýði að þjóna öðrum. Hún vonar að yfirmennirnir svitni jafn mikið og hótelþernurnar geri á hverjum degi og finni hversu erfitt starfið er.
Hún segist vona að yfirmennirnir sakni þeirra þegar þeir komast að því hversu erfitt það sé að þrífa allan daginn, hlaupa á eftir gestum með handklæði og brosa til þeirra án þess að fá neitt til baka.
Zsófíu grunar að yfirmennirnir séu hugsi yfir vandræðunum sem þeir séu búnir að búa til og koma sér í.
Hún segir að það eigi enginn að líta niður til herbergisþerna. Zsófía fer fram á að fólk horfi í augun á hótelþernum og komi fram við þær af virðingu.