Halldór Jóhann: Við erum að spila með menn á annarri löppinni líka Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 8. mars 2019 22:56 Halldór er á sínu síðasta tímabili með FH. VÍSIR/DANÍEL „ÍR liðið er bara mjög gott og þeir eru komnir með alla sína menn til baka. Það er reynsla í þessu liði hjá þeim, Stulli, Stephen, Þrándur og Bjöggi, þetta eru reyndir menn og þeir hafa spilað mjög vel uppá síðkastið,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigurinn gegn ÍR í undanúrslitum bikarsins í kvöld. „Við vissum það fyrir leik að við þyrftum að eiga mjög góðan leik til þess að vinna þá. Við áttum kannski ekki mjög góðan leik samt en það dugði til að vinna í dag. FH náði að stjórna hraða leiksins og refsuðu ÍR ítrekað fyrir þeirra tæknifeila. Halldór segir að það hafi líka verið planið enda vissu þeir sem var að leikur ÍR er oft sveiflukenndur og því mikilvægt að halda boltanum „Það var líka uppleggið hjá okkur, við höfum séð marga ÍR leiki og þeir eru að tapa töluvert af boltum, við vitum það bara. Það eru töluverðar sveiflur á leiknum hjá þeim.“ „Það var bara algjört skilyrði hjá okkur að við þyrftum að halda boltanum innan okkar raða og kasta honum ekki frá okkur,“ segir Halldór en leikskipulag hans gekk vel í kvöld eins og oft áður. „Við vorum ragir sóknarlega sérstaklega í byrjun og framan af en þegar við náðum góðri stjórn á leiknum fannst mér þetta rúlla ágætlega hjá okkur. Fengum kannski fullt af óttarleg aula mörkum á okkur en þetta er bara þannig þegar maður er spila í undanúrslitum í bikar að spennustigið er hátt.“ FH mætir Val í úrslitaleiknum á morgun. Þessi lið þekkjast vel og býst Halldór við hörku viðureign þar sem bæði lið geta unnið. Halldór vill ekki meina að Valsliðið sé eitthvað laskaðara en þeir þrátt fyrir að FH-ingar séu búnir að endurheimta flest alla sína leikmenn. „Eins og allir þessir úrslita leikir þá leggst þetta bara vel í mig, menn þurfa bara að undirbúa sig vel. Það er ekki langur tími til að undirbúa sig en liðin þekkjast vel frá síðustu árum.“ Það er alltaf eitthvað extra sem þú þarft í úrslitaleikjum og við þurfum klárlega eitthvað extra á morgun. Við þurfum að eiga einn af okkar bestu leikjum í vetur til að vinna Val á morgun.“ „Hversu mikið laskaðari en við eru þeir? Ég held að Aggi verði með á morgun og Robbi var með áðan. Við erum að spila með menn á annarri löppinni líka, það er engin að pæla í því þegar komið er inní úrslitaleikinn, það vilja allir spila þennan leik,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍR 25-24 | FH er komið í úrslitaleikinn eftir spennutrylli í Höllinni FH hafði betur gegn ÍR í seinni undanúrslita leik kvöldsins. FH mætir Val á morgun í úrslitaleiknum 8. mars 2019 22:45 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar Sjá meira
„ÍR liðið er bara mjög gott og þeir eru komnir með alla sína menn til baka. Það er reynsla í þessu liði hjá þeim, Stulli, Stephen, Þrándur og Bjöggi, þetta eru reyndir menn og þeir hafa spilað mjög vel uppá síðkastið,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir sigurinn gegn ÍR í undanúrslitum bikarsins í kvöld. „Við vissum það fyrir leik að við þyrftum að eiga mjög góðan leik til þess að vinna þá. Við áttum kannski ekki mjög góðan leik samt en það dugði til að vinna í dag. FH náði að stjórna hraða leiksins og refsuðu ÍR ítrekað fyrir þeirra tæknifeila. Halldór segir að það hafi líka verið planið enda vissu þeir sem var að leikur ÍR er oft sveiflukenndur og því mikilvægt að halda boltanum „Það var líka uppleggið hjá okkur, við höfum séð marga ÍR leiki og þeir eru að tapa töluvert af boltum, við vitum það bara. Það eru töluverðar sveiflur á leiknum hjá þeim.“ „Það var bara algjört skilyrði hjá okkur að við þyrftum að halda boltanum innan okkar raða og kasta honum ekki frá okkur,“ segir Halldór en leikskipulag hans gekk vel í kvöld eins og oft áður. „Við vorum ragir sóknarlega sérstaklega í byrjun og framan af en þegar við náðum góðri stjórn á leiknum fannst mér þetta rúlla ágætlega hjá okkur. Fengum kannski fullt af óttarleg aula mörkum á okkur en þetta er bara þannig þegar maður er spila í undanúrslitum í bikar að spennustigið er hátt.“ FH mætir Val í úrslitaleiknum á morgun. Þessi lið þekkjast vel og býst Halldór við hörku viðureign þar sem bæði lið geta unnið. Halldór vill ekki meina að Valsliðið sé eitthvað laskaðara en þeir þrátt fyrir að FH-ingar séu búnir að endurheimta flest alla sína leikmenn. „Eins og allir þessir úrslita leikir þá leggst þetta bara vel í mig, menn þurfa bara að undirbúa sig vel. Það er ekki langur tími til að undirbúa sig en liðin þekkjast vel frá síðustu árum.“ Það er alltaf eitthvað extra sem þú þarft í úrslitaleikjum og við þurfum klárlega eitthvað extra á morgun. Við þurfum að eiga einn af okkar bestu leikjum í vetur til að vinna Val á morgun.“ „Hversu mikið laskaðari en við eru þeir? Ég held að Aggi verði með á morgun og Robbi var með áðan. Við erum að spila með menn á annarri löppinni líka, það er engin að pæla í því þegar komið er inní úrslitaleikinn, það vilja allir spila þennan leik,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: FH - ÍR 25-24 | FH er komið í úrslitaleikinn eftir spennutrylli í Höllinni FH hafði betur gegn ÍR í seinni undanúrslita leik kvöldsins. FH mætir Val á morgun í úrslitaleiknum 8. mars 2019 22:45 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar Sjá meira
Leik lokið: FH - ÍR 25-24 | FH er komið í úrslitaleikinn eftir spennutrylli í Höllinni FH hafði betur gegn ÍR í seinni undanúrslita leik kvöldsins. FH mætir Val á morgun í úrslitaleiknum 8. mars 2019 22:45