Fyrsta degi verkfallsaðgerða lokið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2019 00:03 Myndin er tekin við Gamla bíó á föstudagsmorugn þar sem Efling var með verkfallsmiðstöð sína. vísir/vilhelm Verkfalli hótelþerna sem eru félagsmenn í Eflingu lauk nú á miðnætti. Þar með er fyrsta degi verkfallsaðgerða félagsins lokið. Í dag, laugardag, lýkur svo kosningu um frekari verkfallsaðgerðir sem Efling og VR hafa boðað síðar í mánuðinum. Verði verkfallsaðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslum félaganna og ef samningar hafa ekki náðst hefjast þær þann 18. mars næstkomandi.Sjá einnig: „Algjörlega stórkostlegur dagur“ Ef af verkföllunum verður munu þau ná til starfsfólks á hótelum, til starfsfólks hjá rútufyrirtækjum og til starfsfólks Almenningsvagna Kynnisferða að því er segir á vef Eflingar. Þar má nálgast nánari upplýsingar um það til hvaða hótela aðgerðirnar munu ná sem og á vef VR. Á vef Eflingar kemur fram að aðgerðir félagsins séu tvíþættar. Annars vegar fela þær það í sér að mæta til vinnu en sleppa því að gera ákveðna hluti í vinnunni og hins vegar felast að fara í hefðbundið verkfall þar sem ekki er mætt til vinnu á tilteknum dögum frá miðnætti til miðnættis. Hefðbundið verkfall félagsmanna Eflingar sem og félagsmanna VR verður eftirfarandi daga:• 22. mars (1 dagur)• 28.-29. mars (2 dagar)• 3.-5. apríl (3 dagar)• 9.-11. apríl (3 dagar)• 15.-17. apríl (3 dagar)• 23.-25. apríl (3 dagar)• 1. maí (þangað til verkfallinu er aflýst) Félagsmenn Eflingar kjósa svo einnig um eftirfarandi örverkföll eða vinnutruflanir eins og það er kallað á vefsíðu félagsins:Hjá rútubílstjórum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:• 18. mars – 30. aprílo Einungis er unnið það sem stendur í starfslýsingu og ekkert annað.• 23. mars – 30. aprílo Bílstjórar rukka ekki í strætó, né telja farþega.• 6. apríl – 30. aprílo Ekki mætt til vinnu fyrir hádegi.Hjá hótelstarfsmönnum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:• 18. mars til og með 30. apríl:o Engin vinna sem ekki er tiltekin í starfslýsingu• 23. mars til og með 30. apríl:o Engin klósettþrifo Engin þrif sameiginlegra rýma• 30. mars til og með 30. apríl:o Engin þrif herbergja sem gestir eiga eftir að tékka sig úro Engin morgunverðarþjónusta• 26. apríl til og með 30. apríl:o Engin þvottaþjónusta Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Samstaða og einhugur í hópi verkfallsfólks Mikill hugur var í þernum um tuttugu hótela á höfuðborgarsvæðinu og víðar þegar verkfall um sjöhundruð félagsmanna Eflingar skall á í morgun. 8. mars 2019 18:45 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Verkfalli hótelþerna sem eru félagsmenn í Eflingu lauk nú á miðnætti. Þar með er fyrsta degi verkfallsaðgerða félagsins lokið. Í dag, laugardag, lýkur svo kosningu um frekari verkfallsaðgerðir sem Efling og VR hafa boðað síðar í mánuðinum. Verði verkfallsaðgerðirnar samþykktar í atkvæðagreiðslum félaganna og ef samningar hafa ekki náðst hefjast þær þann 18. mars næstkomandi.Sjá einnig: „Algjörlega stórkostlegur dagur“ Ef af verkföllunum verður munu þau ná til starfsfólks á hótelum, til starfsfólks hjá rútufyrirtækjum og til starfsfólks Almenningsvagna Kynnisferða að því er segir á vef Eflingar. Þar má nálgast nánari upplýsingar um það til hvaða hótela aðgerðirnar munu ná sem og á vef VR. Á vef Eflingar kemur fram að aðgerðir félagsins séu tvíþættar. Annars vegar fela þær það í sér að mæta til vinnu en sleppa því að gera ákveðna hluti í vinnunni og hins vegar felast að fara í hefðbundið verkfall þar sem ekki er mætt til vinnu á tilteknum dögum frá miðnætti til miðnættis. Hefðbundið verkfall félagsmanna Eflingar sem og félagsmanna VR verður eftirfarandi daga:• 22. mars (1 dagur)• 28.-29. mars (2 dagar)• 3.-5. apríl (3 dagar)• 9.-11. apríl (3 dagar)• 15.-17. apríl (3 dagar)• 23.-25. apríl (3 dagar)• 1. maí (þangað til verkfallinu er aflýst) Félagsmenn Eflingar kjósa svo einnig um eftirfarandi örverkföll eða vinnutruflanir eins og það er kallað á vefsíðu félagsins:Hjá rútubílstjórum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:• 18. mars – 30. aprílo Einungis er unnið það sem stendur í starfslýsingu og ekkert annað.• 23. mars – 30. aprílo Bílstjórar rukka ekki í strætó, né telja farþega.• 6. apríl – 30. aprílo Ekki mætt til vinnu fyrir hádegi.Hjá hótelstarfsmönnum eru vinnutakmarkanirnar eftirfarandi:• 18. mars til og með 30. apríl:o Engin vinna sem ekki er tiltekin í starfslýsingu• 23. mars til og með 30. apríl:o Engin klósettþrifo Engin þrif sameiginlegra rýma• 30. mars til og með 30. apríl:o Engin þrif herbergja sem gestir eiga eftir að tékka sig úro Engin morgunverðarþjónusta• 26. apríl til og með 30. apríl:o Engin þvottaþjónusta
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12 Samstaða og einhugur í hópi verkfallsfólks Mikill hugur var í þernum um tuttugu hótela á höfuðborgarsvæðinu og víðar þegar verkfall um sjöhundruð félagsmanna Eflingar skall á í morgun. 8. mars 2019 18:45 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Viðar segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að eitthvað hafi verið um verkfallsbrot í dag en félagsmenn Eflingar sem starfa við þrif á hótelum lögðu niður störf klukkan tíu í morgun og stendur verkfallið til miðnættis. 8. mars 2019 17:12
Samstaða og einhugur í hópi verkfallsfólks Mikill hugur var í þernum um tuttugu hótela á höfuðborgarsvæðinu og víðar þegar verkfall um sjöhundruð félagsmanna Eflingar skall á í morgun. 8. mars 2019 18:45
Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent