Skíðasvæði víða um land eru opin í dag og geta því landsmenn nýtt góða veðrið til skíðaiðkunar.
Opið verður í Bláfjöllum í dag frá klukkan 12 til 17. Aðstæður til skíðaiðkunar eru fínar, 5 til 7 metrar á sekúndu en bætir aðeins í vindinn um hádegi og lægir svo á ný.
Í Hlíðarfjalli stefnir í góða skíðahelgi. Heiðskírt í dag og glæsilegt veður en stefnir í að verða enn betra á morgun. Opið verður frá 10 til 16 í dag og á morgun.
Skíðasvæðið á Dalvík er opið frá 10 til 16 í dag en þar stendur yfir Jónsmót og eru gestir beðnir um að taka tillit til þess.
Í Skarðsdal á Siglufirði verður opið er prýðilegt veður verður næstu daga. Opið í dag frá 10 til 16.
Einnig verður opið í Oddskarði í dag. Þar eru allar lyftur opnar frá klukkan 10 til 16, troðinn þurr snjór og silkifæri.
Lokað verður í Skálafelli þar til að snjóar meira.
Helstu skíðasvæði landsins opin í dag
Sylvía Hall skrifar
