Handbolti

Dómararnir viðurkenndu mistök: „Við endurmat á atvikinu hafi þessi ákvörðun verið röng“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dómarar leiksins í gærkvöldi.
Dómarar leiksins í gærkvöldi. vísir/bára
Dómarar leik Vals og Fjölnis í undanúrslitum Coca-Cola bikars karla í gær hafa viðurkennt mistök sín og segja rauða spjaldið undir lok leiksins hafa verið mistök.

Mikið var rætt og ritað um ákvörðun dómaranna, þeirra Bjarka Bóassonar og Gunnars Óla Gústafssonar, undir lok undanúrslitaleiksins í gær sem hafði miklar afleiðingar. Ekki voru allir á eitt sáttir með dóminn.

Valur fékk vítakast er fimm sekúndur voru eftir og Arnar Máni Rúnarsson, leikmaður Fjölnis, fékk rautt spjald fyrir broti á Magnúsi Óla Magnússyni. Úr vítinu skoraði Anton Rúnarsson og Valur vann að endingu leikinn í framlengingu.

Nú hefur verið birtur úrskurður aganefndar HSÍ og þar stendur: „Í agaskýrslu frá dómurum kemur fram að við endurmat á atvikinu hafi þessi ákvörðun verið röng og rauða spjaldið því dregið tilbaka.“

Valur mætir FH í úrslitaleik bikarsins en flautað verður til leiks klukkan 16.00 í Laugardalshöllinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×