Vitni lýsir hrottalegri árás á unga konu við Háaleitisbraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 15:52 Árásin var gerð við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar, þ.e. innan svæðisins sem afmarkað er af rauðum hring á myndinni. Vísir Karlmaður sem handtekinn var fyrir líkamsárás við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar um hádegisbil í dag verður yfirheyrður á morgun. Tvær ungar konur urðu fyrir árás mannsins en aðeins var minnst á eina í fyrstu tilkynningu lögreglu um málið. Vitni sem kom að árásinni lýsir henni sem „hrottalegri“. Lögregla sendi út tilkynningu um málið á þriðja tímanum í dag. Þar segir að maður í annarlegu ástandi sé grunaður um að hafa sparkað í bifreið og í framhaldinu gengið í skrokk á ökumanninum, ungri konu sem flutt var á slysadeild til skoðunar.Áður komið við sögu lögreglu Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn, sem var gangandi vegfarandi á svæðinu, hafi verið handtekinn klukkan eitt og færður í fangageymslu. Hann verði yfirheyrður á morgun sökum „mjög annarlegs ástands“. Búið er að taka skýrslu af nokkrum vitnum að árásinni. Að sögn Guðmundar hefur maðurinn áður komið við sögu lögreglu. Guðmundur segir manninn hafa ráðist á ökumann bílsins og unga konu á svipuðu reki, að því er virðist að tilefnislausu. Konurnar eru báðar um átján ára en þær slösuðust ekki alvarlega í árásinni. „Þær eru náttúrulega í sjokki. Þetta eru ungar stelpur, önnur nýorðin átján,“ segir Guðmundur. Henti konunni inn í runna og stappaði á henni Snorri Barón Jónsson framkvæmdastjóri lýsir því á Facebook í dag að hann hafi orðið vitni að árásinni við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar ásamt vini sínum í hádeginu í dag. Hann lýsir árásinni sem „hrottalegri“. „Fullvaxta karlmaður gekk hrottalega í skrokk á ungri konu uppi á gangstétt á mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar eftir að hafa orðið ósáttur við að bíllinn sem hún ók skagaði lítillega inná gangbrautina. Hann byrjaði á að sparka í bílinn hennar og garga duglega á hana,“ skrifar Snorri. Þá segir hann manninn hafa „hjólað í“ konuna þegar hún steig út úr bílnum og hafið barsmíðar. „Við Jens vorum fastir á rauðu ljósi hinum megin við og gátum ekki brugðist við fyrr en hann var búinn að ná að lumbra ansi duglega á henni, henda henni inn í runna og stappa á henni þar.“ Snorri segir stúlkuna hafa verið í miklu áfalli en lögregla og sjúkrabíll hafi fljótlega komið á vettvang. Snorri vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af honum í dag en færsluna má sjá hér að neðan. Lögreglumál Tengdar fréttir Handtekinn við Háaleitisbraut eftir árás á unga konu Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn við Háaleitisbraut í hádeginu í dag, grunaður um að hafa sparkað í bíl og svo í kjölfarið ráðist á ökumanninn, unga konu. 20. febrúar 2019 14:44 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Fleiri fréttir „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Sjá meira
Karlmaður sem handtekinn var fyrir líkamsárás við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar um hádegisbil í dag verður yfirheyrður á morgun. Tvær ungar konur urðu fyrir árás mannsins en aðeins var minnst á eina í fyrstu tilkynningu lögreglu um málið. Vitni sem kom að árásinni lýsir henni sem „hrottalegri“. Lögregla sendi út tilkynningu um málið á þriðja tímanum í dag. Þar segir að maður í annarlegu ástandi sé grunaður um að hafa sparkað í bifreið og í framhaldinu gengið í skrokk á ökumanninum, ungri konu sem flutt var á slysadeild til skoðunar.Áður komið við sögu lögreglu Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn, sem var gangandi vegfarandi á svæðinu, hafi verið handtekinn klukkan eitt og færður í fangageymslu. Hann verði yfirheyrður á morgun sökum „mjög annarlegs ástands“. Búið er að taka skýrslu af nokkrum vitnum að árásinni. Að sögn Guðmundar hefur maðurinn áður komið við sögu lögreglu. Guðmundur segir manninn hafa ráðist á ökumann bílsins og unga konu á svipuðu reki, að því er virðist að tilefnislausu. Konurnar eru báðar um átján ára en þær slösuðust ekki alvarlega í árásinni. „Þær eru náttúrulega í sjokki. Þetta eru ungar stelpur, önnur nýorðin átján,“ segir Guðmundur. Henti konunni inn í runna og stappaði á henni Snorri Barón Jónsson framkvæmdastjóri lýsir því á Facebook í dag að hann hafi orðið vitni að árásinni við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar ásamt vini sínum í hádeginu í dag. Hann lýsir árásinni sem „hrottalegri“. „Fullvaxta karlmaður gekk hrottalega í skrokk á ungri konu uppi á gangstétt á mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar eftir að hafa orðið ósáttur við að bíllinn sem hún ók skagaði lítillega inná gangbrautina. Hann byrjaði á að sparka í bílinn hennar og garga duglega á hana,“ skrifar Snorri. Þá segir hann manninn hafa „hjólað í“ konuna þegar hún steig út úr bílnum og hafið barsmíðar. „Við Jens vorum fastir á rauðu ljósi hinum megin við og gátum ekki brugðist við fyrr en hann var búinn að ná að lumbra ansi duglega á henni, henda henni inn í runna og stappa á henni þar.“ Snorri segir stúlkuna hafa verið í miklu áfalli en lögregla og sjúkrabíll hafi fljótlega komið á vettvang. Snorri vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af honum í dag en færsluna má sjá hér að neðan.
Lögreglumál Tengdar fréttir Handtekinn við Háaleitisbraut eftir árás á unga konu Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn við Háaleitisbraut í hádeginu í dag, grunaður um að hafa sparkað í bíl og svo í kjölfarið ráðist á ökumanninn, unga konu. 20. febrúar 2019 14:44 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Fleiri fréttir „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Sjá meira
Handtekinn við Háaleitisbraut eftir árás á unga konu Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn við Háaleitisbraut í hádeginu í dag, grunaður um að hafa sparkað í bíl og svo í kjölfarið ráðist á ökumanninn, unga konu. 20. febrúar 2019 14:44