Átökin verði staðbundin ef til þeirra kemur Frosti Logason skrifar 20. febrúar 2019 18:49 Ragnar Þór Ingólfsson ræddi stöðuna í kjaraviðræðum verkalýðsfélaganna í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Ragnar sagði að auðvitað væri draumastaðan sú að ná sátt á vinnumarkaði án átaka en lagði um leið áherslu á að félagið mundi gera þá kröfu að stjórnvöld muni standa við gefin loforð. „Því var lofað að hér yrði farið í aðgerðir gagnvart verðtryggingu og því var lofað að fara í ýmsar aðrar aðgerðir sem eru meira að segja í stjórnarsáttmálanum en eru ekki á þessu teikniborði þannig að án þess að vera hóta neinu þá munum við bara setja þetta í dóm okkar samninganefnda. Við munum leggja þetta fyrir í kvöld og afstaða til þessara tilboða mun liggja fyrir á morgun.“ Ragnar benti á að í sjálfu sér væri enginn búinn að samþykkja að fara í verkfall. Það yrðu félagsmenn sjálfir að greiða atkvæði um. Það yrði hvorki hans ákvörðun eða samninganefndarinnar. Aðspurður um hvað fælist raunverulega í því ef VR tæki þá ákvörðun að fara í verkfall sagði Ragnar það ekki endilega þýða að allir félagsmenn myndu leggja niður störf. „Við höfum talað fyrir því að ef til átaka kemur að þá verði þau staðbundin og þá munu þeir félagsmenn okkar sem vinna á þeim vinnustöðum sem málið snýst um taka afstöðu til verkfallsboðana og aðrir ekki.“ Efnahagsmál Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Queen Tora Victoria Harmageddon Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Sannleikurinn: Fangar skulu knúsaðir oftar af starfsfólki fangelsanna Harmageddon Með rokkið í blóðinu Harmageddon Stefán Jón vill bæta lífskjör starfsmanna RÚV Harmageddon Púlsinn 19.ágúst 2014 Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Gera á torgum það sem nasistar hefðu reynt að fela Harmageddon Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon Miðasalan á Eistnaflug er hafin. Harmageddon
Ragnar Þór Ingólfsson ræddi stöðuna í kjaraviðræðum verkalýðsfélaganna í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Ragnar sagði að auðvitað væri draumastaðan sú að ná sátt á vinnumarkaði án átaka en lagði um leið áherslu á að félagið mundi gera þá kröfu að stjórnvöld muni standa við gefin loforð. „Því var lofað að hér yrði farið í aðgerðir gagnvart verðtryggingu og því var lofað að fara í ýmsar aðrar aðgerðir sem eru meira að segja í stjórnarsáttmálanum en eru ekki á þessu teikniborði þannig að án þess að vera hóta neinu þá munum við bara setja þetta í dóm okkar samninganefnda. Við munum leggja þetta fyrir í kvöld og afstaða til þessara tilboða mun liggja fyrir á morgun.“ Ragnar benti á að í sjálfu sér væri enginn búinn að samþykkja að fara í verkfall. Það yrðu félagsmenn sjálfir að greiða atkvæði um. Það yrði hvorki hans ákvörðun eða samninganefndarinnar. Aðspurður um hvað fælist raunverulega í því ef VR tæki þá ákvörðun að fara í verkfall sagði Ragnar það ekki endilega þýða að allir félagsmenn myndu leggja niður störf. „Við höfum talað fyrir því að ef til átaka kemur að þá verði þau staðbundin og þá munu þeir félagsmenn okkar sem vinna á þeim vinnustöðum sem málið snýst um taka afstöðu til verkfallsboðana og aðrir ekki.“
Efnahagsmál Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Queen Tora Victoria Harmageddon Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Sannleikurinn: Fangar skulu knúsaðir oftar af starfsfólki fangelsanna Harmageddon Með rokkið í blóðinu Harmageddon Stefán Jón vill bæta lífskjör starfsmanna RÚV Harmageddon Púlsinn 19.ágúst 2014 Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Gera á torgum það sem nasistar hefðu reynt að fela Harmageddon Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon Miðasalan á Eistnaflug er hafin. Harmageddon