„Þau eru að brjóta á barninu okkar“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 21:00 Tuttugu og tveggja mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar verður að óbreyttu vísað úr landi eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfur foreldranna um að stúlkan fengi að eiga lögheimili hér á landi. Stúlkan er fædd á Íslandi en foreldrar hennar sem eru albanskir segja dóttur sinni vera mismunað og ætla að áfrýja dómnum til Landsréttar. Erna Reka fæddist í apríl 2017 en foreldrar hennar eru albanskir ríkisborgarar sem komu hingað til lands árið 2015 og voru þá hvorki með dvalar- né atvinnuleyfi. Þau voru flutt úr landi árið 2016 en komu aftur þremur vikum síðar, en síðan þau komu fyrst til landsins árið 2015 hefur umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd, dvalarleyfi og atvinnuleyfi verið synjað.Sjá einnig: Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Fyrir hönd dóttur sinnar gerðu foreldrarnir þær kröfur að skráning Þjóðskrár á lögheimili Ernu sem „ótilgreint í Evrópu“ yrði ógild og það viðurkennt með dómi að lögheimili hennar yrði skráð hér á landi. Samkvæmt dómi héraðsdóms er ekki hægt að stofna til fastrar búsetu barnsins á Íslandi þegar um er að ræða ólöglega dvöl foreldra hennar í landinu. Foreldrar Ernu telja niðurstöðuna brjóta í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Okkur líður ekki vel en við höldum áfram. Við teljum okkur hafa réttindi og við hættum ekki að berjast fyrir þeim,“ segir Erion Reka, faðir Ernu. „Við ræðum þetta við lögfræðinginn en við munum örugglega áfrýa. Þau eru að brjóta á barninu okkar. Hún á rétt á að vera hérna. Yfirvöld verða að virða rétt hennar,“ segir Nazife Billa, móðir Ernu. Albanía Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Tuttugu og tveggja mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar verður að óbreyttu vísað úr landi eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfur foreldranna um að stúlkan fengi að eiga lögheimili hér á landi. Stúlkan er fædd á Íslandi en foreldrar hennar sem eru albanskir segja dóttur sinni vera mismunað og ætla að áfrýja dómnum til Landsréttar. Erna Reka fæddist í apríl 2017 en foreldrar hennar eru albanskir ríkisborgarar sem komu hingað til lands árið 2015 og voru þá hvorki með dvalar- né atvinnuleyfi. Þau voru flutt úr landi árið 2016 en komu aftur þremur vikum síðar, en síðan þau komu fyrst til landsins árið 2015 hefur umsóknum þeirra um alþjóðlega vernd, dvalarleyfi og atvinnuleyfi verið synjað.Sjá einnig: Þjóðskrá sýknuð og fjölskyldunni að óbreyttu vísað úr landi Fyrir hönd dóttur sinnar gerðu foreldrarnir þær kröfur að skráning Þjóðskrár á lögheimili Ernu sem „ótilgreint í Evrópu“ yrði ógild og það viðurkennt með dómi að lögheimili hennar yrði skráð hér á landi. Samkvæmt dómi héraðsdóms er ekki hægt að stofna til fastrar búsetu barnsins á Íslandi þegar um er að ræða ólöglega dvöl foreldra hennar í landinu. Foreldrar Ernu telja niðurstöðuna brjóta í bága við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Okkur líður ekki vel en við höldum áfram. Við teljum okkur hafa réttindi og við hættum ekki að berjast fyrir þeim,“ segir Erion Reka, faðir Ernu. „Við ræðum þetta við lögfræðinginn en við munum örugglega áfrýa. Þau eru að brjóta á barninu okkar. Hún á rétt á að vera hérna. Yfirvöld verða að virða rétt hennar,“ segir Nazife Billa, móðir Ernu.
Albanía Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira