Vegfarendur skilji ekki umferðarmerki um forgang Sighvatur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 22:00 Umferðarmerki sem sýnir hvor akstursstefna á forgang þykir ekki nógu skýrt til notkunar við einbreiðar brýr á Íslandi. Hjá Vegagerðinni er til skoðunar að breyta hönnun merkisins til að taka af allan vafa um hvort fólk á að aka áfram eða bíða. Í drögum að endurskoðun umferðarlaga er settar fram hugmyndir um samræmingu hámarkshraða allra ökutækja. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, telur vegakerfið ekki þola þungaflutninga á 90 kílómetra hraða á klukkustund. Hann nefnir lélegar vegaxlir sem dæmi um slæmt ástand vega. „Þessar vegaxlir gefa sig oftar en ekki og við höfum til dæmis lent í nokkrum slysum út af því. Þar ertu að virða allar reglur með tilliti til þungatakmarkana en vegurinn ber bara ekki þann þunga,“ segir Hörður.Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar.Vísir/BaldurAðgreina akreinar með vegriðum Meira en 40% banaslysa á þjóðvegum í dreifbýli verða þegar bílar lenda saman. Þess vegna vill Vegagerðin aðgreina akreinar með vegriðum. „Það er gríðarlega mikilvægt að fara í það þar sem umferðin er mikil því eftir því sem umferð eykst þá aukast líkur á því að bílar úr gagnstæðum áttum rekist saman,“ segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar.Beðið með forgangsmerki við brýr Eftir banaslys á brúnni yfir Núpsvötn í lok síðasta árs ákvað Vegagerðin að lækka hámarkshraða við hluta einbreiðra brúa í 50 kílómetra á klukkustund. Miðað er við brýr þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag. Einnig var til skoðunar að merkja að umferð í aðra áttina hefði forgang. „Að vel athugðu máli ákváðum við að gera þetta ekki að sinni því við erum einfaldlega hrædd um að þetta sé ekki alveg nógu skýrt, menn eru ekki alveg með á hreinu hvort þeir eigi réttinn eða ekki og þá getur þetta skapað hættu,“ segir Auður Þóra. Fólk ruglast sem sagt á því hvort rauða örin eða sú svarta merkir forgang. Auður Þóra nefnir sem dæmi að í Nýja Sjálandi hafi rauða örin verið minnkuð til að taka af allan vafa um það að svarta örin gefur til kynna hvor á forgang. Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Umferðarmerki sem sýnir hvor akstursstefna á forgang þykir ekki nógu skýrt til notkunar við einbreiðar brýr á Íslandi. Hjá Vegagerðinni er til skoðunar að breyta hönnun merkisins til að taka af allan vafa um hvort fólk á að aka áfram eða bíða. Í drögum að endurskoðun umferðarlaga er settar fram hugmyndir um samræmingu hámarkshraða allra ökutækja. Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Olíudreifingar, telur vegakerfið ekki þola þungaflutninga á 90 kílómetra hraða á klukkustund. Hann nefnir lélegar vegaxlir sem dæmi um slæmt ástand vega. „Þessar vegaxlir gefa sig oftar en ekki og við höfum til dæmis lent í nokkrum slysum út af því. Þar ertu að virða allar reglur með tilliti til þungatakmarkana en vegurinn ber bara ekki þann þunga,“ segir Hörður.Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar.Vísir/BaldurAðgreina akreinar með vegriðum Meira en 40% banaslysa á þjóðvegum í dreifbýli verða þegar bílar lenda saman. Þess vegna vill Vegagerðin aðgreina akreinar með vegriðum. „Það er gríðarlega mikilvægt að fara í það þar sem umferðin er mikil því eftir því sem umferð eykst þá aukast líkur á því að bílar úr gagnstæðum áttum rekist saman,“ segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar.Beðið með forgangsmerki við brýr Eftir banaslys á brúnni yfir Núpsvötn í lok síðasta árs ákvað Vegagerðin að lækka hámarkshraða við hluta einbreiðra brúa í 50 kílómetra á klukkustund. Miðað er við brýr þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag. Einnig var til skoðunar að merkja að umferð í aðra áttina hefði forgang. „Að vel athugðu máli ákváðum við að gera þetta ekki að sinni því við erum einfaldlega hrædd um að þetta sé ekki alveg nógu skýrt, menn eru ekki alveg með á hreinu hvort þeir eigi réttinn eða ekki og þá getur þetta skapað hættu,“ segir Auður Þóra. Fólk ruglast sem sagt á því hvort rauða örin eða sú svarta merkir forgang. Auður Þóra nefnir sem dæmi að í Nýja Sjálandi hafi rauða örin verið minnkuð til að taka af allan vafa um það að svarta örin gefur til kynna hvor á forgang.
Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira