Alþingi hætti að veita ríkisborgararétt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. febrúar 2019 06:15 Sigríður Andersen leggur til að eingöngu Útlendingastofnun geti veitt ríkisborgararétt. Fréttblaðið/ERNIR Dómsmálaráðherra leggur til að veiting ríkisborgararéttar verði einungis á hendi Útlendingastofnunar og að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögum verði afnumin. Tilefni þessarar breytingartillögu er einkum sú að afgreiðsla umsókna um íslenskan ríkisborgararétt hefur í auknum mæli færst til Alþingis, að því er fram kemur í frumvarpsdrögum ráðherra um efnið, sem er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Í athugasemdum frumvarpsins segir að það sé mat bæði ráðuneytisins og Útlendingastofnunar að framkvæmd laga um íslenskan ríkisborgararétt hafi að ýmsu leyti gengið úr skorðum og færst frá tilgangi laganna eins og þau eru í dag. Í drögunum er þó vikið að nauðsyn þess að heimild til að veita ríkisborgararétt með stjórnvaldsákvörðun verði rýmkuð svo tryggja megi sanngjarna meðferð mála. Eftir breytinguna muni ákvarðanir Útlendingastofnunar hins vegar aðeins sæta endurskoðun með kæru til kærunefndar útlendingamála en ekki verði lengur unnt að leita til Alþingis. Frumvarpið var unnið í samráði við allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis en skiptar skoðanir eru meðal nefndarmanna um að taka heimildir Alþingis alveg út. „Hugmynd nefndarinnar var að ákveðin mál sem hafa fallið á formsatriðum hjá Útlendingastofnun gætu fengið fullnaðarafgreiðslu þar og þyrftu ekki að koma til Alþingis,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í allsherjarnefnd. Hann segist þó efins um að rétt sé að loka alveg á Alþingisleiðina. „Það er mikilvægt að sú leið sé til staðar, því við getum ekki samið lög sem ná almennilega utan um allar þær margvíslegu aðstæður sem umsækjendur koma úr – þó að stjórnsýsluafgreiðsla hjá stofnun eigi að vera grunnreglan,“ segir Andrés Ingi.Uppfært 20:50 Dómsmálaráðuneytið gerði athugasemd við fyrirsögn og fullyrðingu í frétt Fréttablaðsins um að frumvarp ráðherrans kvæði á um að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögin yrði afnumin. „Þetta er rangt og frumvarp ráðherra kveður ekki á um þetta. Ekki er hægt að svipta löggjafann valdi til lagasetningar, þ.m.t. veitingu ríkisborgararéttar,“ segir í athugasemd ráðuneytisins. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Innflytjendamál Stj.mál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra leggur til að veiting ríkisborgararéttar verði einungis á hendi Útlendingastofnunar og að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögum verði afnumin. Tilefni þessarar breytingartillögu er einkum sú að afgreiðsla umsókna um íslenskan ríkisborgararétt hefur í auknum mæli færst til Alþingis, að því er fram kemur í frumvarpsdrögum ráðherra um efnið, sem er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Í athugasemdum frumvarpsins segir að það sé mat bæði ráðuneytisins og Útlendingastofnunar að framkvæmd laga um íslenskan ríkisborgararétt hafi að ýmsu leyti gengið úr skorðum og færst frá tilgangi laganna eins og þau eru í dag. Í drögunum er þó vikið að nauðsyn þess að heimild til að veita ríkisborgararétt með stjórnvaldsákvörðun verði rýmkuð svo tryggja megi sanngjarna meðferð mála. Eftir breytinguna muni ákvarðanir Útlendingastofnunar hins vegar aðeins sæta endurskoðun með kæru til kærunefndar útlendingamála en ekki verði lengur unnt að leita til Alþingis. Frumvarpið var unnið í samráði við allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis en skiptar skoðanir eru meðal nefndarmanna um að taka heimildir Alþingis alveg út. „Hugmynd nefndarinnar var að ákveðin mál sem hafa fallið á formsatriðum hjá Útlendingastofnun gætu fengið fullnaðarafgreiðslu þar og þyrftu ekki að koma til Alþingis,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður í allsherjarnefnd. Hann segist þó efins um að rétt sé að loka alveg á Alþingisleiðina. „Það er mikilvægt að sú leið sé til staðar, því við getum ekki samið lög sem ná almennilega utan um allar þær margvíslegu aðstæður sem umsækjendur koma úr – þó að stjórnsýsluafgreiðsla hjá stofnun eigi að vera grunnreglan,“ segir Andrés Ingi.Uppfært 20:50 Dómsmálaráðuneytið gerði athugasemd við fyrirsögn og fullyrðingu í frétt Fréttablaðsins um að frumvarp ráðherrans kvæði á um að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögin yrði afnumin. „Þetta er rangt og frumvarp ráðherra kveður ekki á um þetta. Ekki er hægt að svipta löggjafann valdi til lagasetningar, þ.m.t. veitingu ríkisborgararéttar,“ segir í athugasemd ráðuneytisins.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Hælisleitendur Innflytjendamál Stj.mál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira