Sara Rún klárar tímabilið með Keflavíkurliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2019 09:32 Sara Rún Hinriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Stefán Kvennalið Keflavíkur í körfuboltanum fær mikinn liðstyrk í næsta mánuði þegar liðið endurheimtir landsliðskonuna Söru Rún Hinriksdóttur úr námi í Bandaríkjunum. Keflavík segir frá heimkomu Söru á fésbókarsíðu sinni en liðið er þarna að fá til sín eina af bestu körfuboltakonum landsins. Sara Rún Hinriksdóttir er uppalin í Keflavík og var ung að aldri orðin lykilmaður í meistaraflokki félagsins. Hún var valin í úrvalslið deildarinnar á sínu síðasta tímabili í deildinni 2014-15 auk þess að vera þá kosin besti ungi leikmaður deildarinnar í annað skiptið á þremur árum. Sara Rún Hinriksdóttir er að klára nám sitt í Canisius háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hún hefur spilað með körfuboltaliði skólans frá árinu 2015. Sara Rún er með 12,6 stig og 8,0 fráköst að meðaltali í bandaríska háskólaboltanum í betur. Þegar Sara Rún spilaði síðast með Keflavík tímabilið 2014-15 þá var hún átján ára gömul með 14,1 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í leik. Sara Rún skoraði 31 stig í síðasta leik sínum með Keflavík sem var í lokaúrslitum Íslandsmótsins vorið 2015 þar sem Keflavíkurkonur töpuðu á móti Snæfelli. Keflavíkurliðið er á toppi Domino´s deildar kvenna eftir sannfærandi stórsigur í toppslag á móti KR í gærkvöldi. Liðið verður því ekki árennilegt með Söru Rún líka. Dominos-deild kvenna Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira
Kvennalið Keflavíkur í körfuboltanum fær mikinn liðstyrk í næsta mánuði þegar liðið endurheimtir landsliðskonuna Söru Rún Hinriksdóttur úr námi í Bandaríkjunum. Keflavík segir frá heimkomu Söru á fésbókarsíðu sinni en liðið er þarna að fá til sín eina af bestu körfuboltakonum landsins. Sara Rún Hinriksdóttir er uppalin í Keflavík og var ung að aldri orðin lykilmaður í meistaraflokki félagsins. Hún var valin í úrvalslið deildarinnar á sínu síðasta tímabili í deildinni 2014-15 auk þess að vera þá kosin besti ungi leikmaður deildarinnar í annað skiptið á þremur árum. Sara Rún Hinriksdóttir er að klára nám sitt í Canisius háskólanum í Bandaríkjunum þar sem hún hefur spilað með körfuboltaliði skólans frá árinu 2015. Sara Rún er með 12,6 stig og 8,0 fráköst að meðaltali í bandaríska háskólaboltanum í betur. Þegar Sara Rún spilaði síðast með Keflavík tímabilið 2014-15 þá var hún átján ára gömul með 14,1 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í leik. Sara Rún skoraði 31 stig í síðasta leik sínum með Keflavík sem var í lokaúrslitum Íslandsmótsins vorið 2015 þar sem Keflavíkurkonur töpuðu á móti Snæfelli. Keflavíkurliðið er á toppi Domino´s deildar kvenna eftir sannfærandi stórsigur í toppslag á móti KR í gærkvöldi. Liðið verður því ekki árennilegt með Söru Rún líka.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Leik lokið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Sjá meira