Útilokar ekki að ráða erlendan þjálfara í stað Halldórs hjá FH Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2019 10:41 Ásgeir Jónsson fagnar innilega með Halldóri Jóhanni eftir að hann kláraði Selfoss í oddaleik í undanúrslitum Olís-deildarinnar í fyrra á útivelli. vísir/andri marinó „Halldór ákvað bara að segja staðar numið núna eftir fimm góð ár þar sem hann var að klára samninginn sinn hjá okkur. Við ræddum málin fram og til baka en hann tók þá ákvörðun að leita á önnur mið.“ Þetta segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, um þá ákvörðun Halldórs Jóhanns Sigfússonar að hætta þjálfun meistaraflokks karla í Olís-deildinni eftir tímabilið eins og greint var frá í morgun. Halldór tók við FH-liðinu 2014 og hefur síðan náð flottum árangri í Krikanum. Hann kom liðinu í lokaúrslitin 2017 og 2018 en tapaði í bæði skiptin. Liðið hefur verið eitt það besta undanfarin ár en ákvörðun Halldórs kom Ásgeiri ekki á óvart. „Hún gerði það ekki, nei. Við höfum átt mjög gott samstarf og náið þannig að við höfum rætt þetta heiðarlega í svolítinn tíma. Ég vissi af ákvörðun hans fyrir svolitlu síðan þannig að þetta var bara spurning um hvenær við myndum tilkynna þetta,“ segir Ásgeir, en nú fer af stað það ferli að finna eftirmann Halldórs.Halldór Jóhann er að klára fimmta árið hjá FH.vísir/bára„Við förum að skoða það núna. Það er aðalfundur deildarinnar í kvöld og í frmahaldi af því mun ég boða til stjórnarfundar þar sem að þetta verður rætt. Við ætlum að gefa okkur einhvern tíma í þetta en ég er með ákveðnar hugmyndir,“ segir Ásgeir. Ein af hugmyndum Ásgeirs er að leita út fyrir landsteinanna og finna erlendan þjálfara til að taka við í Krikanum. „Það kemur alveg til greina að ráða erlendan þjálfara. Við útilokum það ekki. Við erum búnir að taka þátt í Evrópukeppni undanfarin tvö ár og myndað góð tengsl í gegnum það. Það eru nokkrir möguleikar sem ég veit að standa okkur til boða,“ segir Ásgeir sem vill endilega kveðja Halldór með titli en liðið er komið í Final Four í bikarnum. „Það róa allir í sömu átt þar. Við tilkynntum hópnum í gær að hann væri að hætta áður en við gerðum það opinbert. Það voru allir einhuga í því að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að vinna titil með Halldóri,“ segir Ásgeir Jónsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir FH-ingurinn Árni Stefán tekur við Haukaliðinu Haukar tilkynntu í morgun að Árni Stefán Guðjónsson myndi þjálfa kvennalið félagsins næsta vetur. 21. febrúar 2019 08:08 Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
„Halldór ákvað bara að segja staðar numið núna eftir fimm góð ár þar sem hann var að klára samninginn sinn hjá okkur. Við ræddum málin fram og til baka en hann tók þá ákvörðun að leita á önnur mið.“ Þetta segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, um þá ákvörðun Halldórs Jóhanns Sigfússonar að hætta þjálfun meistaraflokks karla í Olís-deildinni eftir tímabilið eins og greint var frá í morgun. Halldór tók við FH-liðinu 2014 og hefur síðan náð flottum árangri í Krikanum. Hann kom liðinu í lokaúrslitin 2017 og 2018 en tapaði í bæði skiptin. Liðið hefur verið eitt það besta undanfarin ár en ákvörðun Halldórs kom Ásgeiri ekki á óvart. „Hún gerði það ekki, nei. Við höfum átt mjög gott samstarf og náið þannig að við höfum rætt þetta heiðarlega í svolítinn tíma. Ég vissi af ákvörðun hans fyrir svolitlu síðan þannig að þetta var bara spurning um hvenær við myndum tilkynna þetta,“ segir Ásgeir, en nú fer af stað það ferli að finna eftirmann Halldórs.Halldór Jóhann er að klára fimmta árið hjá FH.vísir/bára„Við förum að skoða það núna. Það er aðalfundur deildarinnar í kvöld og í frmahaldi af því mun ég boða til stjórnarfundar þar sem að þetta verður rætt. Við ætlum að gefa okkur einhvern tíma í þetta en ég er með ákveðnar hugmyndir,“ segir Ásgeir. Ein af hugmyndum Ásgeirs er að leita út fyrir landsteinanna og finna erlendan þjálfara til að taka við í Krikanum. „Það kemur alveg til greina að ráða erlendan þjálfara. Við útilokum það ekki. Við erum búnir að taka þátt í Evrópukeppni undanfarin tvö ár og myndað góð tengsl í gegnum það. Það eru nokkrir möguleikar sem ég veit að standa okkur til boða,“ segir Ásgeir sem vill endilega kveðja Halldór með titli en liðið er komið í Final Four í bikarnum. „Það róa allir í sömu átt þar. Við tilkynntum hópnum í gær að hann væri að hætta áður en við gerðum það opinbert. Það voru allir einhuga í því að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að vinna titil með Halldóri,“ segir Ásgeir Jónsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir FH-ingurinn Árni Stefán tekur við Haukaliðinu Haukar tilkynntu í morgun að Árni Stefán Guðjónsson myndi þjálfa kvennalið félagsins næsta vetur. 21. febrúar 2019 08:08 Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
FH-ingurinn Árni Stefán tekur við Haukaliðinu Haukar tilkynntu í morgun að Árni Stefán Guðjónsson myndi þjálfa kvennalið félagsins næsta vetur. 21. febrúar 2019 08:08
Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH Kom FH í höllina í fyrradag en ætlar nú að hætta hjá félaginu. 21. febrúar 2019 09:25