„Öfgasósíalistar tekið yfir stærstu stéttarfélög landsins“ Frosti Logason skrifar 21. febrúar 2019 17:41 Ingvar Smári Birgisson formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og Kristófer Alex Guðmundsson forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingu Viðreisnar, ræddu stöðuna sem upp er komin á íslenskum vinnumarkaði í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Ingvar Smári sagði það í raun ótrúlegt að mál hefðu þróast á þann veg síðustu ár að öfgasósíalistar, eins og hann kallaði það, hefðu náð að taka yfir nokkur af stærstu verkalýðsfélögum landsins. „Þetta er á sama tíma og kaupmáttur og kjarabætur hafa verið með þeim mestu í sögu íslenska lýðveldisins, þá er þetta einhvern vegin að gerast, og það koma þá bara verkföll.“ Sagði Ingvar en bætti því við svo við að honum þætti Alþingi vissulega eiga sína sök á ástandinu. „Mér finnst persónulega galið að þingheimur hafi látið sína launahækkun fara í gegn á sínum tíma og að kjararáð hafi, á meðan það starfaði, fengið að gera eins og það gerði. Það er engin furða að einhverju leiti að það séu einhver viðbrögð við því þó þetta séu náttúrulega mjög ofsafengin viðbrögð.“ Kristófer Alex sagði ekkert lengur koma sér á óvart í þessum efnum. „Þetta eru náttúrulega bara popúlistar í sinni hreinustu mynd og það kom mér ekkert á óvart þegar Vilhjálmur Birgis gekk út af fundinum í gær.“ Aðspurður hvernig hann gæti leyft sér að kalla formenn verkalýðshreyfinganna popúlista svaraði Kristófer: „Ég meina popúlismi er nákvæmlega þetta, að taka massann, taka fjölda fólks og reyna að egna upp á móti hvert öðru. Sjálfur er ég sjálfstæður atvinnurekandi og staðreyndin er sú að stór hluti fyrirtækja eru með færri enn tíu manns í vinnu.“ sagði Kristófer Alex og benti á að slík fyrirtæki gætu illa tekið á sig allt upp í fjörutíuprósenta launahækkanir þegar þau væri jafnvel rétt að ná endum saman í núverandi stöðu. Kjaramál Kjararáð Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið 20 ár frá Unplugged tónleikum Nirvana Harmageddon Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon Tíu ástæður fyrir því að hugmynd Vigdísar er rosalega vond Harmageddon Botnleðju verður aldrei lokað Harmageddon „Listamenn eru ekki að græða neitt“ Harmageddon Eitt af hverjum fimm lögum á vinsældarlistum fjalla um áfengi Harmageddon Sannleikurinn: "Það er engin hálka í Reykjavík“ Harmageddon Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Harmageddon Obama hætti að reykja af ótta við eiginkonu sína Harmageddon Sannleikurinn: Ólafur Ragnar angraði leikmenn með sínum leiðinlegustu sögum til þessa Harmageddon
Ingvar Smári Birgisson formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og Kristófer Alex Guðmundsson forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingu Viðreisnar, ræddu stöðuna sem upp er komin á íslenskum vinnumarkaði í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Ingvar Smári sagði það í raun ótrúlegt að mál hefðu þróast á þann veg síðustu ár að öfgasósíalistar, eins og hann kallaði það, hefðu náð að taka yfir nokkur af stærstu verkalýðsfélögum landsins. „Þetta er á sama tíma og kaupmáttur og kjarabætur hafa verið með þeim mestu í sögu íslenska lýðveldisins, þá er þetta einhvern vegin að gerast, og það koma þá bara verkföll.“ Sagði Ingvar en bætti því við svo við að honum þætti Alþingi vissulega eiga sína sök á ástandinu. „Mér finnst persónulega galið að þingheimur hafi látið sína launahækkun fara í gegn á sínum tíma og að kjararáð hafi, á meðan það starfaði, fengið að gera eins og það gerði. Það er engin furða að einhverju leiti að það séu einhver viðbrögð við því þó þetta séu náttúrulega mjög ofsafengin viðbrögð.“ Kristófer Alex sagði ekkert lengur koma sér á óvart í þessum efnum. „Þetta eru náttúrulega bara popúlistar í sinni hreinustu mynd og það kom mér ekkert á óvart þegar Vilhjálmur Birgis gekk út af fundinum í gær.“ Aðspurður hvernig hann gæti leyft sér að kalla formenn verkalýðshreyfinganna popúlista svaraði Kristófer: „Ég meina popúlismi er nákvæmlega þetta, að taka massann, taka fjölda fólks og reyna að egna upp á móti hvert öðru. Sjálfur er ég sjálfstæður atvinnurekandi og staðreyndin er sú að stór hluti fyrirtækja eru með færri enn tíu manns í vinnu.“ sagði Kristófer Alex og benti á að slík fyrirtæki gætu illa tekið á sig allt upp í fjörutíuprósenta launahækkanir þegar þau væri jafnvel rétt að ná endum saman í núverandi stöðu.
Kjaramál Kjararáð Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið 20 ár frá Unplugged tónleikum Nirvana Harmageddon Púlsinn 20.ágúst 2014 Harmageddon Tíu ástæður fyrir því að hugmynd Vigdísar er rosalega vond Harmageddon Botnleðju verður aldrei lokað Harmageddon „Listamenn eru ekki að græða neitt“ Harmageddon Eitt af hverjum fimm lögum á vinsældarlistum fjalla um áfengi Harmageddon Sannleikurinn: "Það er engin hálka í Reykjavík“ Harmageddon Telur borgina þurfa að koma með innlegg í kjaraviðræður Harmageddon Obama hætti að reykja af ótta við eiginkonu sína Harmageddon Sannleikurinn: Ólafur Ragnar angraði leikmenn með sínum leiðinlegustu sögum til þessa Harmageddon