Reglur um blóðgjafir samkynhneigðra verði rýmkaðar en varlega Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2019 17:36 Mikil umræða hefur skapast um hverjir mega gefa blóð. Vísir/Getty Ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu leggur til að rýmka megi reglur Blóðbankans um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna en telur að fara beri varlega í að breyta reglunum. Samkynhneigðum karlmönnum gæti verið vísað frá í tólf mánuði samkvæmt tillögu nefndarinnar. Heilbrigðisráðherra óskaði eftir áliti nefndarinnar á því hvort slaka mætti á reglum um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna eftir umræður sem höfðu þá spunnist um núgildandi reglur sem banna þeim alfarið að gefa blóð. Í áliti sem nefndin skilaði ráðherra í dag kemur fram að hún telji að tólf mánaða tímabundin frávísun fyrir blóðgjöf samkynhneigðra karlmanna sé hæfilegt fyrsta skref. Undirbúa þurfi breytinguna á margvíslegan hátt og því leggur nefndin til að reglum verði breytt eftir eitt til tvö ár. Til að tryggja gæði blóðs og blóðhluta vill nefndin að um leið og reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna verði rýmkaðar verði gripið til fleiri ráðstafana. Þar á meðal vill nefndin fara yfir og meta tímabundnar frávísanir vegna annarra þátta eins og húðmyndaskreytingar, íhluta í húð og slímhúðir, maga- og ristilspeglunar, kynmökum við fólk í sérstakri áhættu, ferðalögum á malaríusvæði og fleiri þátta. Þá vill nefndin auka rannsóknir á blóði sem er gefið og bæta við svonefndum kjarnsýruprófunum á öllum blóðhlutum og að kynningarherferð um breytingarnar fari fram. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðgjafir homma flókið mál að mati formanns ráðgjafanefndar Segir að blóðgjafir homma gætu haft mikinn kostnaðarauka í för með sér fyrir Blóðbankann. 3. janúar 2019 09:00 Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Þingmaður Framsóknarflokksins telur óraunhæft að starfsfólk Blóðbanka geti metið kynhneigð og kynhegðun fólks sem vill gefa blóð. 4. október 2018 21:19 Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. 2. september 2018 14:00 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu leggur til að rýmka megi reglur Blóðbankans um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna en telur að fara beri varlega í að breyta reglunum. Samkynhneigðum karlmönnum gæti verið vísað frá í tólf mánuði samkvæmt tillögu nefndarinnar. Heilbrigðisráðherra óskaði eftir áliti nefndarinnar á því hvort slaka mætti á reglum um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna eftir umræður sem höfðu þá spunnist um núgildandi reglur sem banna þeim alfarið að gefa blóð. Í áliti sem nefndin skilaði ráðherra í dag kemur fram að hún telji að tólf mánaða tímabundin frávísun fyrir blóðgjöf samkynhneigðra karlmanna sé hæfilegt fyrsta skref. Undirbúa þurfi breytinguna á margvíslegan hátt og því leggur nefndin til að reglum verði breytt eftir eitt til tvö ár. Til að tryggja gæði blóðs og blóðhluta vill nefndin að um leið og reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna verði rýmkaðar verði gripið til fleiri ráðstafana. Þar á meðal vill nefndin fara yfir og meta tímabundnar frávísanir vegna annarra þátta eins og húðmyndaskreytingar, íhluta í húð og slímhúðir, maga- og ristilspeglunar, kynmökum við fólk í sérstakri áhættu, ferðalögum á malaríusvæði og fleiri þátta. Þá vill nefndin auka rannsóknir á blóði sem er gefið og bæta við svonefndum kjarnsýruprófunum á öllum blóðhlutum og að kynningarherferð um breytingarnar fari fram.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðgjafir homma flókið mál að mati formanns ráðgjafanefndar Segir að blóðgjafir homma gætu haft mikinn kostnaðarauka í för með sér fyrir Blóðbankann. 3. janúar 2019 09:00 Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Þingmaður Framsóknarflokksins telur óraunhæft að starfsfólk Blóðbanka geti metið kynhneigð og kynhegðun fólks sem vill gefa blóð. 4. október 2018 21:19 Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. 2. september 2018 14:00 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Blóðgjafir homma flókið mál að mati formanns ráðgjafanefndar Segir að blóðgjafir homma gætu haft mikinn kostnaðarauka í för með sér fyrir Blóðbankann. 3. janúar 2019 09:00
Tímaskekkja að skilyrða blóðgjafir við kynhegðun að mati þingmanns Þingmaður Framsóknarflokksins telur óraunhæft að starfsfólk Blóðbanka geti metið kynhneigð og kynhegðun fólks sem vill gefa blóð. 4. október 2018 21:19
Bann við blóðgjöf samkynhneigðra endurskoðað Til skoðunar er að breyta reglum sem banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð á Íslandi. Málið er í ferli hjá heilbrigðisráðuneytinu og er niðurstaða væntanleg á næstu vikum eða mánuðum. 2. september 2018 14:00