Verkfallsaðgerðir gætu farið með ferðaþjónustufyrirtæki í þrot Kjartan Kjartansson og Sighvatur Jónsson skrifa 21. febrúar 2019 19:45 Rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja er í járnum og einhver þeirra gætu farið í þrot verði af verkfallsaðgerðum sem leiðtogar fjögurra verkalýðsfélaga hafa boðað, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Aðilar í ferðaþjónustu óttast skæruaðgerðir sem gætu haft áhrif á ferðaþjónustuna fljótt. VR, Efling, og verkalýðsfélög Grindavíkur og Akraness slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í dag. Leiðtogar þeirra boða verkfallsaðgerðir sem gætu hafist eftir tvær vikur. Þær gætu haft töluverð áhrif á ferðaþjónustuna, að mati Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Jóhannes Þór stöðuna brothætta og það hafi verið mikil vonbrigði að viðræðum félaganna hafi verið slitið. Þá sagði hann það grafalvarlegt mál að verkalýðsleiðtogar hafi sagt að ferðaþjónustan gæti orðið skotmark aðgerða. „Já, alveg klárlega,“ sagði Jóhannes Þór spurður að því hvort að ferðaþjónustufyrirtæki gætu farið í þrot vegna verkfallsaðgerða. Benti hann á að bókunartími standi nú yfir fyrir háannatímann í sumar. Fari verkfallsaðgerðir ofan í þann tíma geti afleiðingarnar orðið gríðarlega slæmar fyrir ferðaþjónustuna með orðsporshnekkjum og beinu tjóni. „Það er alveg ljóst að við stöndum á barmi mjög alvarlegra atburða ef þetta heldur svona áfram,“ sagði hann. Á meðal félagsmanna í Eflingu eru rútubílstjórar. Trúnaðarmaður bílstjóra hjá Gray Line, Guðni Páll Birgisson, segir að bílstjórar séu tilbúnir fyrir verkfall. Hann segir að bílstjórar hjá fleiri fyrirtækjum séu sama sinnis. „Enginn vill þessi verkföll. En hvað eigum við að gera? Þetta er eina vopnið sem við höfum í dag,“ segir Guðni Páll.Viðbragðsáætlanir vegna verkfalla Eftir samtöl fréttastofu við atvinnurekendur í dag er óhætt að segja að fólk fylgist spennt með næstu skrefum eftir að kjaraviðræðum var slitið. Stærri fyrirtæki hafa jafnvel gert áætlanir um viðbrögð. Mannauðsstjóri í stóru fyrirtæki segir mestu vinnuna felast í því að fylgjast með málum og reyna að átta sig á mögulegum áhrifum verkfalla. Verkstjóri sem við hittum í Reykjavík í dag var að bíða svara frá starfsmannaleigu um hvaða stéttarfélagi erlendu verkamennirnir við framkvæmdirnar tilheyrðu. Verkstjórinn sagðist vilja vita hvort mennirnir væru hugsanlega á leið í verkfall.Verkföll gætu hafist eftir um hálfan mánuð.Vísir/TótlaEn hvenær gætu verkföll hafist? Ef við gefum okkur að ákveðið verði með vinnustöðvun á morgun og mögulegar útfærslur gæti atkvæðagreiðsla hafist um helgina, hún tekur að minnsta kosti sjö daga. Í framhaldi þarf að tilkynna um verkfallsaðgerðir, og það verður að gerast sjö dögum áður en þær hefjast. Miðað við þessar forsendur gætu verkföll hafist í fyrsta lagi mánudaginn ellefta mars - eftir rúman hálfan mánuð.Áhyggjur af ferðaiðnaðinum Fólk sem fréttastofa hefur rætt við í ferðageiranum í dag hefur áhyggjur af því að verkföll geti haft áhrif á mjög skömmum tíma. Sérstaklega ef farið verður út í svokallaðar skæruaðgerðir, til dæmis að rútubílstjórar leggi niður störf í nokkra daga og svo í framhaldi verði aðgerðum beint gegn hótelum sem þyrfti að loka eftir nokkra daga þar sem þau hefðu ekki verið þrifin. „Þeir eru þá þegar orðnir fyrir tjóni. Það þýðir að þeir leita til sinna ferðaheildsala. Það þýðir að keðjan heldur bara áfram. Menn þurfa að fara bæta það tjón fyrir utan það orðsporstjón sem verður fyrir ferðaþjónustu á Íslandi í heild sinni,“ sagði Jóhannes Þór um hvað slíkar lokanir myndu þýða fyrir erlenda ferðamenn hér á landi. Kjaramál Tengdar fréttir SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. 21. febrúar 2019 13:06 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Rekstur margra ferðaþjónustufyrirtækja er í járnum og einhver þeirra gætu farið í þrot verði af verkfallsaðgerðum sem leiðtogar fjögurra verkalýðsfélaga hafa boðað, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF). Aðilar í ferðaþjónustu óttast skæruaðgerðir sem gætu haft áhrif á ferðaþjónustuna fljótt. VR, Efling, og verkalýðsfélög Grindavíkur og Akraness slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins í dag. Leiðtogar þeirra boða verkfallsaðgerðir sem gætu hafist eftir tvær vikur. Þær gætu haft töluverð áhrif á ferðaþjónustuna, að mati Jóhannes Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Jóhannes Þór stöðuna brothætta og það hafi verið mikil vonbrigði að viðræðum félaganna hafi verið slitið. Þá sagði hann það grafalvarlegt mál að verkalýðsleiðtogar hafi sagt að ferðaþjónustan gæti orðið skotmark aðgerða. „Já, alveg klárlega,“ sagði Jóhannes Þór spurður að því hvort að ferðaþjónustufyrirtæki gætu farið í þrot vegna verkfallsaðgerða. Benti hann á að bókunartími standi nú yfir fyrir háannatímann í sumar. Fari verkfallsaðgerðir ofan í þann tíma geti afleiðingarnar orðið gríðarlega slæmar fyrir ferðaþjónustuna með orðsporshnekkjum og beinu tjóni. „Það er alveg ljóst að við stöndum á barmi mjög alvarlegra atburða ef þetta heldur svona áfram,“ sagði hann. Á meðal félagsmanna í Eflingu eru rútubílstjórar. Trúnaðarmaður bílstjóra hjá Gray Line, Guðni Páll Birgisson, segir að bílstjórar séu tilbúnir fyrir verkfall. Hann segir að bílstjórar hjá fleiri fyrirtækjum séu sama sinnis. „Enginn vill þessi verkföll. En hvað eigum við að gera? Þetta er eina vopnið sem við höfum í dag,“ segir Guðni Páll.Viðbragðsáætlanir vegna verkfalla Eftir samtöl fréttastofu við atvinnurekendur í dag er óhætt að segja að fólk fylgist spennt með næstu skrefum eftir að kjaraviðræðum var slitið. Stærri fyrirtæki hafa jafnvel gert áætlanir um viðbrögð. Mannauðsstjóri í stóru fyrirtæki segir mestu vinnuna felast í því að fylgjast með málum og reyna að átta sig á mögulegum áhrifum verkfalla. Verkstjóri sem við hittum í Reykjavík í dag var að bíða svara frá starfsmannaleigu um hvaða stéttarfélagi erlendu verkamennirnir við framkvæmdirnar tilheyrðu. Verkstjórinn sagðist vilja vita hvort mennirnir væru hugsanlega á leið í verkfall.Verkföll gætu hafist eftir um hálfan mánuð.Vísir/TótlaEn hvenær gætu verkföll hafist? Ef við gefum okkur að ákveðið verði með vinnustöðvun á morgun og mögulegar útfærslur gæti atkvæðagreiðsla hafist um helgina, hún tekur að minnsta kosti sjö daga. Í framhaldi þarf að tilkynna um verkfallsaðgerðir, og það verður að gerast sjö dögum áður en þær hefjast. Miðað við þessar forsendur gætu verkföll hafist í fyrsta lagi mánudaginn ellefta mars - eftir rúman hálfan mánuð.Áhyggjur af ferðaiðnaðinum Fólk sem fréttastofa hefur rætt við í ferðageiranum í dag hefur áhyggjur af því að verkföll geti haft áhrif á mjög skömmum tíma. Sérstaklega ef farið verður út í svokallaðar skæruaðgerðir, til dæmis að rútubílstjórar leggi niður störf í nokkra daga og svo í framhaldi verði aðgerðum beint gegn hótelum sem þyrfti að loka eftir nokkra daga þar sem þau hefðu ekki verið þrifin. „Þeir eru þá þegar orðnir fyrir tjóni. Það þýðir að þeir leita til sinna ferðaheildsala. Það þýðir að keðjan heldur bara áfram. Menn þurfa að fara bæta það tjón fyrir utan það orðsporstjón sem verður fyrir ferðaþjónustu á Íslandi í heild sinni,“ sagði Jóhannes Þór um hvað slíkar lokanir myndu þýða fyrir erlenda ferðamenn hér á landi.
Kjaramál Tengdar fréttir SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. 21. febrúar 2019 13:06 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
SA varar við víðtæku tjóni í samfélaginu vegna viðræðuslita Allar líkur eru á að Efling, verkalýðsfélögin á Akranesi og í Grindavík ásamt VR slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á fundi hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. 21. febrúar 2019 12:58
Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15
Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. 21. febrúar 2019 13:06