Friðjón er afar ósáttur við að kjaraviðræðurnar hafi siglt í strand en segir að eigi ekki að þurfa að koma neinum á óvart.
Svívirðingar og ofbeldi
„Það hefur aldrei verið ætlun forsvarsmanna VR og Eflingar að ná samningum. Það er barnaskapur að halda að slíkt sé hægt, markmið þeirra eru ekki betri kjör félagsmanna heldur upplausn, óreiða og átök. Það ömurlegt að enginn bjóði þeim byrginn,“ segir Friðjón í harðorðum pistli á Facebooksíðu sinni. Ef marka má hann er hlaupin veruleg kergja í deiluna, jafnt milli þeirra sem hafa setið við samningaborðið sem og utan þess. Friðjón telur verkalýðsforystuna fara fram með ofbeldi.
Staðreyndin er að ofbeldismennirnir hafa allt dagskrárvald á Íslandi í dag.“Eins og sjá má sparar Friðjón sig hvergi, en hann hefur verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og er kunnur álitsgjafi í þjóðmálaþáttum.
Aldrei meiningin að skrifa undir á forsendum SA
Nokkrar umræður hafa skapast á síðu Friðjóns, undir þessu stóryrta uppleggi og vilja ýmsir taka undir með þessum sjónarmiðum. Þó ekki allir. Magnús Helgason stjórmálafræðingur og blaðamaður, eiginmaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar, stingur niður penna og telur þetta rétt upp að vissu marki. En, nálgun hans er önnur en Friðjóns. Eins og vænta mátti.Magnús telur að ekki hafi verið tilgangur verkalýðshreyfingarinnar að skrifa undir samningana á forsendum SA. Og loks sé einhver að bjóða „SA og pólítískum armi þeirra byrginn, og þá um leið að hafna því að ábyrgð á stöðugleika sé alfarið (lág)launafólks,“ skrifar Magnús. Og bætir við:
„Svo skulum við ekki heldur gleyma því að forysta þessara félaga sem hafa nú slitið viðræðum og sú stefna sem þær fylgja njóta umtalsvert meiri stuðnings en t.d. ríkisstjórnin eða fjármálaráðherra.“
Þannig má ljóst vera að harkan við samningaborðið hefur færst út fyrir veggi Karphússins og er nú tekist á víða vegna viðræðnanna sem komnar eru í hnút, meðal annars á samfélagsmiðlum.
Tónninn sem Friðjón slær er ekki ósvipaður þeim sem heyra mátti í Ingvari Smára Birgissyni, formanni SUS, í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun, en þar sagði hann að öfgasósíalistar væru búnir að leggja undir sig verkalýðshreyfinguna.