Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. febrúar 2019 09:00 Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Baldur Hrafnkell Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. Sem kunnugt er slitu fjögur verkalýðsfélag viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær og horfa til verkfallsaðgerða. Þeirra fyrstu með vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum sem næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna þann 8. mars. Ásgeir segir að Í fyrsta lagi sé farið fram á miklar kauphækkanir þegar samdráttur blasi við í helstu útflutningsgrein landsins, ferðaþjónustu. „Slíkt þekktist ekki áður – ef illa áraði í sjávarútvegi. Yfirleitt hafa íslensk verkalýðsfélög sýnt hörku í uppsveiflu en hófsemi í niðursveiflu. Þessu hefur nú verið snúið á hvolf - þegar efnahagslífið er nú á leið niður eftir 7 ára hagvöxt.“ Í annan stað nefnir Ásgeir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar séu lagðar fram án kostnaðarmats eða áhrifagreiningar. „Það er alls ekki sjálfgefið að niðurstaða nafnlaunahækkana sé ávallt í samræmi við yfirlýstan tilgang. Þess eru mörg dæmi – innanlands og utan – að miklar hækkanir á grunntöxtum hafi leitt til verri kjara hjá hinum verst settu – svo sem vegna verðbólgu, hærri vaxta og aukins atvinnuleysis.“Bitnar verst á þeim sem síst skyldi Í þriðja lagi taki kröfurnar ekki tillit til nútíma hagstjórnar sem miðist við verðbólgumarkmið og ríkisfjármálareglur. „Allar vestrænar þjóðir búa við slíkan ramma – og yfirleitt þykir hann sjálfsagður. Kostnaðurinn við að brjóta ramman kemur fram með gengisfalli, verðbólgu og vaxtahækkunum – sem bitnar verst á þeim sem síst skyldi.“ Að lokum nefnir Ásgeir að svo virðist sem kröfugerðarfólk forðist hina raunverulegu efnahagsumræðu, um áhrif þeirra krafna sem lagðar hafi verið fram. „Í þessu efni er takmarkað gagn að úrdráttum úr Das Kapital eða reynslusögum af ónafngreindum einstaklingum. Þetta er óvenjulegt á síðari tímum.“ Ásgeir nefnir að sú staða sem upp sé komin hafi mögulega verið skrifuð í skýin við úrskurð Kjaradóms haustið 2016 um hækkun launa þingmanna og embættismanna. Úrskurðurinn veitti þingmönnum svo dæmi sé tekið 45 prósenta hækkun á þingfarakaupi sem ruku upp úr 762 þúsund krónum í 1,1 milljón króna. Ásgeiri líst alls ekki á stöðuna í kjaradeilunni nú og er efins um taktík verkalýðsforystunnar. „Þetta er hins vegar vegferð sem vandséð er að nokkur muni græða á.“ Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. Sem kunnugt er slitu fjögur verkalýðsfélag viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær og horfa til verkfallsaðgerða. Þeirra fyrstu með vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum sem næði til allra þrifa og hreingerninga og stæði yfir frá morgni til kvölds á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna þann 8. mars. Ásgeir segir að Í fyrsta lagi sé farið fram á miklar kauphækkanir þegar samdráttur blasi við í helstu útflutningsgrein landsins, ferðaþjónustu. „Slíkt þekktist ekki áður – ef illa áraði í sjávarútvegi. Yfirleitt hafa íslensk verkalýðsfélög sýnt hörku í uppsveiflu en hófsemi í niðursveiflu. Þessu hefur nú verið snúið á hvolf - þegar efnahagslífið er nú á leið niður eftir 7 ára hagvöxt.“ Í annan stað nefnir Ásgeir að kröfur verkalýðshreyfingarinnar séu lagðar fram án kostnaðarmats eða áhrifagreiningar. „Það er alls ekki sjálfgefið að niðurstaða nafnlaunahækkana sé ávallt í samræmi við yfirlýstan tilgang. Þess eru mörg dæmi – innanlands og utan – að miklar hækkanir á grunntöxtum hafi leitt til verri kjara hjá hinum verst settu – svo sem vegna verðbólgu, hærri vaxta og aukins atvinnuleysis.“Bitnar verst á þeim sem síst skyldi Í þriðja lagi taki kröfurnar ekki tillit til nútíma hagstjórnar sem miðist við verðbólgumarkmið og ríkisfjármálareglur. „Allar vestrænar þjóðir búa við slíkan ramma – og yfirleitt þykir hann sjálfsagður. Kostnaðurinn við að brjóta ramman kemur fram með gengisfalli, verðbólgu og vaxtahækkunum – sem bitnar verst á þeim sem síst skyldi.“ Að lokum nefnir Ásgeir að svo virðist sem kröfugerðarfólk forðist hina raunverulegu efnahagsumræðu, um áhrif þeirra krafna sem lagðar hafi verið fram. „Í þessu efni er takmarkað gagn að úrdráttum úr Das Kapital eða reynslusögum af ónafngreindum einstaklingum. Þetta er óvenjulegt á síðari tímum.“ Ásgeir nefnir að sú staða sem upp sé komin hafi mögulega verið skrifuð í skýin við úrskurð Kjaradóms haustið 2016 um hækkun launa þingmanna og embættismanna. Úrskurðurinn veitti þingmönnum svo dæmi sé tekið 45 prósenta hækkun á þingfarakaupi sem ruku upp úr 762 þúsund krónum í 1,1 milljón króna. Ásgeiri líst alls ekki á stöðuna í kjaradeilunni nú og er efins um taktík verkalýðsforystunnar. „Þetta er hins vegar vegferð sem vandséð er að nokkur muni græða á.“
Kjaramál Tengdar fréttir Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59 Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Greiða atkvæði um vinnustöðvun á veitinga- og gistihúsum Samninganefnd Eflingar samþykkti að hefja atkvæðagreiðslu um vinnustöðvunina. 21. febrúar 2019 20:59
Segir vinnustöðvun í hótel- og gistiþjónustu áhyggjuefni Fyrirhuguð vinnustöðvunarboðun Eflingar á veitinga- og gistihúsum er áhyggjuefni segir Kristófer Oliversson formaður FHG - Fyrirtæki í Hótel- og Gistiþjónustu. 21. febrúar 2019 22:56
Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent