Sendifulltrúi Rauða krossins til Nígeríu Heimsljós kynnir 22. febrúar 2019 11:00 Baldur Steinn Helgason. Rauði krossinn. Baldur Steinn Helgason, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, hélt í síðustu viku af stað til Nígeríu. Hann starfar þar í matsteymi Alþjóðasambandi Rauða krossins (IFRC) og stýrir birgðastjórnun fyrir skrifstofu sambandsins í Abuja. Verkefnið tengist neyðarviðbrögðum vegna flóða sem urðu í mið- og suðurhluta Nígeríu á síðasta ári. Mikil flóð verða oft á þessu svæði og ósjaldan mannskaði. Rúmlega eitt hundrað íbúar fórust í flóðunum síðastliðið haust. Þá flosnuðu upp af heimilum sínum rúmlega ein milljón íbúa í tíu héruðum. Baldur er þróunar- og skipulagsfræðingur og hefur verið á Veraldarvakt Rauða krossins í rúman áratug eða frá 2005. Hann hefur komið að fjölda verkefna á vegum Rauða krossins á þessum árum. Hann hefur víðtæka þjálfun og þekkingu á þessu sviði og Rauði krossinn hefur meðal annars notið góðs af störfum hans í verkefnum í Indónesíu, Níger, Malí.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent
Baldur Steinn Helgason, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, hélt í síðustu viku af stað til Nígeríu. Hann starfar þar í matsteymi Alþjóðasambandi Rauða krossins (IFRC) og stýrir birgðastjórnun fyrir skrifstofu sambandsins í Abuja. Verkefnið tengist neyðarviðbrögðum vegna flóða sem urðu í mið- og suðurhluta Nígeríu á síðasta ári. Mikil flóð verða oft á þessu svæði og ósjaldan mannskaði. Rúmlega eitt hundrað íbúar fórust í flóðunum síðastliðið haust. Þá flosnuðu upp af heimilum sínum rúmlega ein milljón íbúa í tíu héruðum. Baldur er þróunar- og skipulagsfræðingur og hefur verið á Veraldarvakt Rauða krossins í rúman áratug eða frá 2005. Hann hefur komið að fjölda verkefna á vegum Rauða krossins á þessum árum. Hann hefur víðtæka þjálfun og þekkingu á þessu sviði og Rauði krossinn hefur meðal annars notið góðs af störfum hans í verkefnum í Indónesíu, Níger, Malí.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent