Kæru Vigdísar til sýslumanns vísað frá Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 22. febrúar 2019 11:20 Vigdís ætlar að kæra frávísun sýslumanns til dómsmálaráðuneytisins. Vísir/vilhelm Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, til sýslumanns höfuðborgarsvæðisins vegna borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor hefur verið vísað frá. Vigdís greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segist ætla að kæra niðurstöðu sýslumannsins til dómsmálaráðuneytisins. Kæra Vigdísar kom til eftir að Persónuvernd úrskurðaði að ekki hefði verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Telur Vigdís þetta tvímælalaust ígildi þess að kosningarnar séu þar með ómarktækar og kærði þær því til sýslumanns sem nú hefur vísað málinu frá. „Hann bendir mér einnig á það hvaða leiðir eru færar fyrir mig næst,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. „Ég get kært málið til dómsmálaráðuneytisins og ég hef þegar tekið ákvörðun um að gera það. Ég ætla að tæma allar kæruleiðir innanlands.“ Hún telur að málið geti verið fordæmisgefandi og geti leitt til breytingar á kosningalöggjöfinni sem hún telur gallaða en kærufrestur vegna kosninga er einungis sjö dagar. Kæra hennar barst sýslumanni mörgum mánuðum eftir kærufrestinn. „Ég gæti alveg trúað því að þetta mál gæti orðið fordæmisgefandi með þeim hætti að kosningalögum verði breytt á þann hátt að ef upp kemur kosningasvindl verði rýmri tími til að kæra kosningarnar.“ Hún útilokar ekki að leita utan landsteinanna ef ekkert kemur úr kærunni til dómsmálaráðuneytisins. Það er Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sem fer með kosningaeftirlit. Stofnunin hefur þegar sagt að hún muni ekki fjalla um málið. „þó að það hafi komið fram hjá einhverjum blaðafulltrúa þarna að þau munu ekki gefa út nein álit í málinu þá verð ég náttúrulega að láta reyna á það og jafnframt lýsa þann aðila sem fer fyrir því eftirliti vanhæfan þar sem að hann er fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og tilheyrir Samfylkingunni,“ segir Vigdís og á þar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem er framkvæmdastjóri lýðræðis og mannréttindastofnunar ÖSE. Vigdís ræddi um kæruna í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í liðinni viku og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð 12:00 Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, til sýslumanns höfuðborgarsvæðisins vegna borgarstjórnarkosninganna síðastliðið vor hefur verið vísað frá. Vigdís greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segist ætla að kæra niðurstöðu sýslumannsins til dómsmálaráðuneytisins. Kæra Vigdísar kom til eftir að Persónuvernd úrskurðaði að ekki hefði verið gætt að persónuverndarákvæðum þegar borgaryfirvöld sendu út á tiltekna hópa hvatningu um að taka þátt í kosningunum. Telur Vigdís þetta tvímælalaust ígildi þess að kosningarnar séu þar með ómarktækar og kærði þær því til sýslumanns sem nú hefur vísað málinu frá. „Hann bendir mér einnig á það hvaða leiðir eru færar fyrir mig næst,“ segir Vigdís í samtali við Vísi. „Ég get kært málið til dómsmálaráðuneytisins og ég hef þegar tekið ákvörðun um að gera það. Ég ætla að tæma allar kæruleiðir innanlands.“ Hún telur að málið geti verið fordæmisgefandi og geti leitt til breytingar á kosningalöggjöfinni sem hún telur gallaða en kærufrestur vegna kosninga er einungis sjö dagar. Kæra hennar barst sýslumanni mörgum mánuðum eftir kærufrestinn. „Ég gæti alveg trúað því að þetta mál gæti orðið fordæmisgefandi með þeim hætti að kosningalögum verði breytt á þann hátt að ef upp kemur kosningasvindl verði rýmri tími til að kæra kosningarnar.“ Hún útilokar ekki að leita utan landsteinanna ef ekkert kemur úr kærunni til dómsmálaráðuneytisins. Það er Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sem fer með kosningaeftirlit. Stofnunin hefur þegar sagt að hún muni ekki fjalla um málið. „þó að það hafi komið fram hjá einhverjum blaðafulltrúa þarna að þau munu ekki gefa út nein álit í málinu þá verð ég náttúrulega að láta reyna á það og jafnframt lýsa þann aðila sem fer fyrir því eftirliti vanhæfan þar sem að hann er fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík og tilheyrir Samfylkingunni,“ segir Vigdís og á þar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem er framkvæmdastjóri lýðræðis og mannréttindastofnunar ÖSE. Vigdís ræddi um kæruna í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í liðinni viku og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð 12:00
Borgarstjórn Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vigdís kærir kosningarnar Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, hefur kært borgarstjórnarkosningarnar sem fóru fram hinn 26. maí 2018. 14. febrúar 2019 16:35