Segir ólíklegt að liðsauki Miðflokksins hafi áhrif á skipan þingnefnda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 17:48 Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar Vísir/Vilhelm Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur ekki að ganga Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar, fyrrum þingmanna Flokks fólksins og síðar óháðra þingmanna, til liðs við Miðflokkinn muni hafa áhrif á ásýnd Alþingis með tilliti til skipan nefnda. Þetta kom fram í samtali Loga við fréttastofu í dag. „Ég held að þetta muni ekki breyta neinu á þinginu í sjálfu sér. Ég held að þetta muni ekki hafa í för með sér neinar breytingar á nefndum eða öðru slíku.“ Fyrr í dag var haft eftir Ólafi Ísleifssyni að vistaskiptin gætu kallað á endurskipulagningu í nefndum þingsins þar sem Miðflokkurinn er nú orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, stærri en Samfylkingin sem áður var stærst stjórnarandstöðuflokka. Þá var greint frá því fyrr í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sendi öllum flokksmönnum sínum bréf, þar sem meðal annars kom fram að hann muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Aðspurður út í þessar fyrirætlanir Sigmundar Davíðs segist Logi þó telja minni líkur en meiri á því að kosið verði á ný í þingnefndir. „Það er auðvitað búið að gera samkomulag í þingbyrjun og það þarf 22 þingmenn til þess að taka það upp,“ segir Logi og bætir við að hann sjái ekki fyrir sér að svo fjölmennur hópur þingmanna sem séu sama sinnis og Miðflokksmenn sé til staðar. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur ekki að ganga Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar, fyrrum þingmanna Flokks fólksins og síðar óháðra þingmanna, til liðs við Miðflokkinn muni hafa áhrif á ásýnd Alþingis með tilliti til skipan nefnda. Þetta kom fram í samtali Loga við fréttastofu í dag. „Ég held að þetta muni ekki breyta neinu á þinginu í sjálfu sér. Ég held að þetta muni ekki hafa í för með sér neinar breytingar á nefndum eða öðru slíku.“ Fyrr í dag var haft eftir Ólafi Ísleifssyni að vistaskiptin gætu kallað á endurskipulagningu í nefndum þingsins þar sem Miðflokkurinn er nú orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, stærri en Samfylkingin sem áður var stærst stjórnarandstöðuflokka. Þá var greint frá því fyrr í dag að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sendi öllum flokksmönnum sínum bréf, þar sem meðal annars kom fram að hann muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Aðspurður út í þessar fyrirætlanir Sigmundar Davíðs segist Logi þó telja minni líkur en meiri á því að kosið verði á ný í þingnefndir. „Það er auðvitað búið að gera samkomulag í þingbyrjun og það þarf 22 þingmenn til þess að taka það upp,“ segir Logi og bætir við að hann sjái ekki fyrir sér að svo fjölmennur hópur þingmanna sem séu sama sinnis og Miðflokksmenn sé til staðar.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
„Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34
Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. 22. febrúar 2019 16:08
Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25