Stefán segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2019 12:07 "Mér finnst það fullkomlega skiljanlegt að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það stingur höfðinu í gin ljónsins,“ sagði Stefán. Vísir/Vilhelm Stefán Eiríksson, borgarritari, sagði starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki eiga að þurfa að sæta því að talað sé til þeirra með niðrandi hætti, gert sé lítið úr störfum þeirra og ýmislegt annað sem hafi verið gert. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand og sé nú í ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Ástandið sé erfitt í ráðhúsinu. Þolinmæði starfsmanna hafi verið mikil að undanförnu en nú hafi reynst nauðsynlegt að stíga fram fyrir hönd starfsmanna og segja að nú sé komið nóg. Þetta sagði Stefán á Rás eitt á tólfta tímanum í dag. Fram kom í útvarpsþættinum Vikulokin að tveir starfsmenn borgarinnar hafi hrökklast úr starfi vegna slæms starfsumhverfis og hegðunar kjörinna fulltrúa og 70 manns hafi leitað til mannauðsþjónustu borgarinnar vegna meiðandi og særandi ummæla, orðræðu og framkomu kjörinna fulltrúa. Stefán skrifaði í vikunni á lokaða Facebook-síðu starfsmanna Reykjavíkurborgar að fáir borgarfulltrúar eitri starfsumhverfi starfsfólks borgarinnar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu. „Gert hefur verið lítið úr störfum hlutaðeigandi, hæðst hefur verið að þeim verkefnum sem viðkomandi starfsmenn sinna, þeir jafnvel vændir um óheiðarleika og hafa í störfum sínum einhvern annan tilgang en að sinna hverju því verkefni sem viðkomandi hefur verið falið af fagmennsku og heiðarleika. Og fáeinir borgarfulltrúar hafa ekki látið þar við sitja heldur jafnframt vegið að einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum sem unnið hafa með eða fyrir Reykjavíkurborg með sama hætti.“Sjá einnig: Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælumStefán sagði að að sumu leyti hafi starfsmenn borgarinnar staðið ráðþrota frammi fyrir þessum kvörtunum sem borist hafa til starfsmannastjóra, mannauðsdeildar í ráðhúsinu og víðar innan borgarkerfisins.Stefán Eiríksson.Vísir/Vilhelm„Það varð einfaldlega að reyna að segja hlutina upphátt. Bæði til þess að segja starfsfólki sem verður vitni að slíkri hegðun að það eigi ekki að sitja á hliðarlínunni og bíða og líka að leiðbeina því starfsfólki sem verður beint fyrir þessu að það standi ekki eitt í þessu. Það eigi að leita til sinna yfirmanna og þeim beri skylda til að bregðast við,“ sagði Stefán. Hann sagði óvenjulegt að valdaójafnvægið sé gífurlega mikið. Annars vegar sé um pólitískt kjörna fulltrúa að ræða, sem hafi sinn vettvang eins og borgarstjórn, þar sem venjulegt starfsfólk borgarinnar hafi enga aðkomu. Þeir hafi ekki vettvang til að verja sig og velti fyrir sér hvað þau eigi að gera og hvaða afleiðingar það gæti haft. „Mér finnst það fullkomlega skiljanlegt að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það stingur höfðinu í gin ljónsins,“ sagði Stefán. Hann sagðist hafa borið þetta saman við einelti í grunnskóla. Þar séu til góðar leiðbeiningar um hvernig bregðast eigi við og sagði Stefán að dusta þyrfti rykið af þeim og nota innan borgaryfirvalda. Stefán sagðist ekki hafa nafngreint neinn því það sé ekki við hæfi. Hann hafi eingöngu verið að standa upp og verja starfsfólk Reykjavíkurborgar gegn „þessum ómaklegu árásum“ og biðja um að þeim linni. Hann vildi ekki fara nánar út í hverju þessar árásir fælust. „En það eru auðvitað fullt af dæmum, sem fólk þekkir bara úr fréttum, sem hafa verið í opinberri umfjöllun. Það er ekkert að ástæðulausu sem að þessir tilteknu borgarfulltrúar sem þú nefnir tóku þetta til sín. Þeim greinilega sveið undan þessu,“ sagði Stefán. Var hann þar að tala um Vigdísi Hauksdóttur, Eyþór Arnalds og Kolbrún Baldursdóttir hafa gagnrýnt skrif Stefáns opinberlega og vilja vísa henni til forsætisnefndar. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. 22. febrúar 2019 16:04 Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Stefán Eiríksson, borgarritari, sagði starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki eiga að þurfa að sæta því að talað sé til þeirra með niðrandi hætti, gert sé lítið úr störfum þeirra og ýmislegt annað sem hafi verið gert. Hann segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand og sé nú í ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Ástandið sé erfitt í ráðhúsinu. Þolinmæði starfsmanna hafi verið mikil að undanförnu en nú hafi reynst nauðsynlegt að stíga fram fyrir hönd starfsmanna og segja að nú sé komið nóg. Þetta sagði Stefán á Rás eitt á tólfta tímanum í dag. Fram kom í útvarpsþættinum Vikulokin að tveir starfsmenn borgarinnar hafi hrökklast úr starfi vegna slæms starfsumhverfis og hegðunar kjörinna fulltrúa og 70 manns hafi leitað til mannauðsþjónustu borgarinnar vegna meiðandi og særandi ummæla, orðræðu og framkomu kjörinna fulltrúa. Stefán skrifaði í vikunni á lokaða Facebook-síðu starfsmanna Reykjavíkurborgar að fáir borgarfulltrúar eitri starfsumhverfi starfsfólks borgarinnar með fordæmalausri hegðun, atferli og framgöngu. „Gert hefur verið lítið úr störfum hlutaðeigandi, hæðst hefur verið að þeim verkefnum sem viðkomandi starfsmenn sinna, þeir jafnvel vændir um óheiðarleika og hafa í störfum sínum einhvern annan tilgang en að sinna hverju því verkefni sem viðkomandi hefur verið falið af fagmennsku og heiðarleika. Og fáeinir borgarfulltrúar hafa ekki látið þar við sitja heldur jafnframt vegið að einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum sem unnið hafa með eða fyrir Reykjavíkurborg með sama hætti.“Sjá einnig: Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælumStefán sagði að að sumu leyti hafi starfsmenn borgarinnar staðið ráðþrota frammi fyrir þessum kvörtunum sem borist hafa til starfsmannastjóra, mannauðsdeildar í ráðhúsinu og víðar innan borgarkerfisins.Stefán Eiríksson.Vísir/Vilhelm„Það varð einfaldlega að reyna að segja hlutina upphátt. Bæði til þess að segja starfsfólki sem verður vitni að slíkri hegðun að það eigi ekki að sitja á hliðarlínunni og bíða og líka að leiðbeina því starfsfólki sem verður beint fyrir þessu að það standi ekki eitt í þessu. Það eigi að leita til sinna yfirmanna og þeim beri skylda til að bregðast við,“ sagði Stefán. Hann sagði óvenjulegt að valdaójafnvægið sé gífurlega mikið. Annars vegar sé um pólitískt kjörna fulltrúa að ræða, sem hafi sinn vettvang eins og borgarstjórn, þar sem venjulegt starfsfólk borgarinnar hafi enga aðkomu. Þeir hafi ekki vettvang til að verja sig og velti fyrir sér hvað þau eigi að gera og hvaða afleiðingar það gæti haft. „Mér finnst það fullkomlega skiljanlegt að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það stingur höfðinu í gin ljónsins,“ sagði Stefán. Hann sagðist hafa borið þetta saman við einelti í grunnskóla. Þar séu til góðar leiðbeiningar um hvernig bregðast eigi við og sagði Stefán að dusta þyrfti rykið af þeim og nota innan borgaryfirvalda. Stefán sagðist ekki hafa nafngreint neinn því það sé ekki við hæfi. Hann hafi eingöngu verið að standa upp og verja starfsfólk Reykjavíkurborgar gegn „þessum ómaklegu árásum“ og biðja um að þeim linni. Hann vildi ekki fara nánar út í hverju þessar árásir fælust. „En það eru auðvitað fullt af dæmum, sem fólk þekkir bara úr fréttum, sem hafa verið í opinberri umfjöllun. Það er ekkert að ástæðulausu sem að þessir tilteknu borgarfulltrúar sem þú nefnir tóku þetta til sín. Þeim greinilega sveið undan þessu,“ sagði Stefán. Var hann þar að tala um Vigdísi Hauksdóttur, Eyþór Arnalds og Kolbrún Baldursdóttir hafa gagnrýnt skrif Stefáns opinberlega og vilja vísa henni til forsætisnefndar.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. 22. febrúar 2019 16:04 Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. 22. febrúar 2019 16:04
Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30