Geir: Fyrstu tuttugu mínúturnar voru hræðilegar Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 23. febrúar 2019 19:50 Geir er hann krotaði undir samninginn. mynd/pallijóh Geir Sveinsson, þjálfari Akureyri Handboltafélag, var að vonum ansi súr eftir tap sinna manna gegn Fram á heimavelli í dag. Geir sagði úrslitin hafa verið gríðarleg vonbrigði, sérstaklega þar sem að um svokallaðan fjögurra stiga leik hafi verið að ræða. Akureyringar áttu í miklu basli í upphafi beggja hálfleika og sagðist Geir vera að reyna að átta sig á því afhverju Akureyringar mæti svona illa til leiks.„Þetta er búið að vera viðloðandi allt of oft og þetta er eitthvað sem við þurfum að setjast yfir og vorum að ræða þetta inni í klefa og við getum einfaldlega ekki leyft okkur að mæta svona til leiks“ sagði Geir en hann hélt þrumuræðu í hartnær hálftíma yfir sínum mönnum eftir að leik lauk. Það var ekki bara í sókninni sem leikmenn Geirs áttu í vandræðum heldur virtist leið Framara oft og tíðum ansi greið upp að marki heimamanna.„Þetta er ekki bara sóknarleikur sem að þetta snýr að, heldur okkar heildar leikur þessar fyrstu 20 mínútur sem voru einfaldlega hræðilegar og menn bara ekki á svæðinu og því miður var það ekki í fyrsta skiptið. Eftir leikinn eru Akureyringar komnir niður í fallsæti og eiga erfiðan leik í næstu umferð. Spurður út í framhaldið sagði Geir að menn hafi vitað að þetta yrði brekka en bætti svo við að „þetta er orðin ennþá meiri brekka heldur en var og það er bara gríðarleg vinna framundan.“ Friðrik Svavarsson, línumaður, spilaði ekkert í seinni hálfleiknum en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik eftir samstuð.„Ég hef aldrei lent í því að missa eina þrjá til fjóra leikmenn út í sama leiknum og við þurftum því að gera miklar hrókeringar“ sagði Geir og bætti því við að hann gæti ,,verið ánægður með það hvernig menn lögðu sig fram í nýjum stöðum og hvernig menn náðu að vinna sig út úr því en það breytir því ekki að við fengum ekkert út úr leiknum.“ Geir sagðist einfaldlega bara geta vonað það að meiðslin væru minniháttar og bætti svo við „og þó það er ljóst þar sem það er stutt í næsta leik sem er á fimmtudaginn að hvað nokkra varðar þá lítur þetta illa út.“ Geir vildi ekki horfa á baráttuna og karakterinn sem hans menn sýndu undir lok leiksins þegar þeir náðu að vinna sig inn í hann og eygðu von um að fá eitthvað út úr leiknum.„Á þeim tímapunkti eru menn að gera það sem þeir eiga að gera í 60 mínútur og ná þá að para sig svolítið og koma sér þangað sem þeir eiga að vera í 60 mínútur“ sagði Geir og bætti við að ,,ef framlagið hefði verið svona allan leikinn þá hugsanlega værum við að tala um einhverja aðra hluti núna en auðvitað veit maður ekki.“ Geir vildi samt ekki taka neitt af leikmönnum Fram.„Þeir koma hingað norður, komu í gær, virkilega einbeittir á þennan leik í dag og ætluðu sér að ná í tvö stig og gerðu það verðskuldað, við skulum ekkert gleyma því að það er í rauninni niðurstaðan og við verðum að sætta okkur við hana“ sagði Geir Sveinsson að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
Geir Sveinsson, þjálfari Akureyri Handboltafélag, var að vonum ansi súr eftir tap sinna manna gegn Fram á heimavelli í dag. Geir sagði úrslitin hafa verið gríðarleg vonbrigði, sérstaklega þar sem að um svokallaðan fjögurra stiga leik hafi verið að ræða. Akureyringar áttu í miklu basli í upphafi beggja hálfleika og sagðist Geir vera að reyna að átta sig á því afhverju Akureyringar mæti svona illa til leiks.„Þetta er búið að vera viðloðandi allt of oft og þetta er eitthvað sem við þurfum að setjast yfir og vorum að ræða þetta inni í klefa og við getum einfaldlega ekki leyft okkur að mæta svona til leiks“ sagði Geir en hann hélt þrumuræðu í hartnær hálftíma yfir sínum mönnum eftir að leik lauk. Það var ekki bara í sókninni sem leikmenn Geirs áttu í vandræðum heldur virtist leið Framara oft og tíðum ansi greið upp að marki heimamanna.„Þetta er ekki bara sóknarleikur sem að þetta snýr að, heldur okkar heildar leikur þessar fyrstu 20 mínútur sem voru einfaldlega hræðilegar og menn bara ekki á svæðinu og því miður var það ekki í fyrsta skiptið. Eftir leikinn eru Akureyringar komnir niður í fallsæti og eiga erfiðan leik í næstu umferð. Spurður út í framhaldið sagði Geir að menn hafi vitað að þetta yrði brekka en bætti svo við að „þetta er orðin ennþá meiri brekka heldur en var og það er bara gríðarleg vinna framundan.“ Friðrik Svavarsson, línumaður, spilaði ekkert í seinni hálfleiknum en hann fór meiddur af velli í fyrri hálfleik eftir samstuð.„Ég hef aldrei lent í því að missa eina þrjá til fjóra leikmenn út í sama leiknum og við þurftum því að gera miklar hrókeringar“ sagði Geir og bætti því við að hann gæti ,,verið ánægður með það hvernig menn lögðu sig fram í nýjum stöðum og hvernig menn náðu að vinna sig út úr því en það breytir því ekki að við fengum ekkert út úr leiknum.“ Geir sagðist einfaldlega bara geta vonað það að meiðslin væru minniháttar og bætti svo við „og þó það er ljóst þar sem það er stutt í næsta leik sem er á fimmtudaginn að hvað nokkra varðar þá lítur þetta illa út.“ Geir vildi ekki horfa á baráttuna og karakterinn sem hans menn sýndu undir lok leiksins þegar þeir náðu að vinna sig inn í hann og eygðu von um að fá eitthvað út úr leiknum.„Á þeim tímapunkti eru menn að gera það sem þeir eiga að gera í 60 mínútur og ná þá að para sig svolítið og koma sér þangað sem þeir eiga að vera í 60 mínútur“ sagði Geir og bætti við að ,,ef framlagið hefði verið svona allan leikinn þá hugsanlega værum við að tala um einhverja aðra hluti núna en auðvitað veit maður ekki.“ Geir vildi samt ekki taka neitt af leikmönnum Fram.„Þeir koma hingað norður, komu í gær, virkilega einbeittir á þennan leik í dag og ætluðu sér að ná í tvö stig og gerðu það verðskuldað, við skulum ekkert gleyma því að það er í rauninni niðurstaðan og við verðum að sætta okkur við hana“ sagði Geir Sveinsson að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira