Stefna á að vera glaðasta sveitarfélag landsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. febrúar 2019 07:30 Djúpivogur rétti sannarlega úr kútnum eftir áfall fyrir fimm árum. ÓLAFUR BJÖRNSSON Það var gífurlegt högg fyrir Djúpavogshrepp þegar Vísir hf. hætti þar fiskvinnslu. Ekki kom til greina að leggja árar í bát og undir lok síðasta árs var íbúafjöldi í sveitarfélaginu jafn því sem var áður en Vísir lokaði. „Það eru fjölmörg dæmi um lítil byggðarlög sem þola ekki slík áföll. Þetta var gríðarlegt högg og margir skelkaðir en það var voðalega lítið verið að kvarta. Þess í stað fór fólk beint í að hugsa í lausnum og snúa vörn í sókn,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps. Þótt Vísir færi lagðist fiskvinnsla ekki af. Fyrirtækið lét útgerðina Búlandstind hafa fasteignir sínar á staðnum án endurgjalds gegn því að stöðug vinnsla yrði í húsunum næstu fimm ár. Þar er verkaður fiskur sem landað er á staðnum en að auki sér starfsfólk um slátrun fyrir Fiskeldi Austfjarða og Laxa ehf. „Það framtak var gífurlega mikilvægt. Þar voru á ferð hugrakkir einstaklingar, heimamenn sem tóku við keflinu, héldu þessu á floti og gott betur en það,“ segir Greta Mjöll.Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps.Fiskvinnslunni til viðbótar er nokkuð um frumkvöðlastarfsemi á staðnum. Nefnir Greta meðal annars til sögunnar að á tíma hafi systur á staðnum starfrækt fyrirtæki sem sérhæfir sig í innanhússhönnun. Þá er framtak hjónanna Berglindar Häsler og Svavars Péturs Eysteinssonar, sem einnig er þekktur sem Prins Póló, mörgum kunnugt. Þau fluttu á Karlsstaði í Berufirði og starfrækja þar gistiheimili, tónleikastað, kaffihús og snakkgerð undir merkjum Havarí. Þá hefur ferðaþjónusta vaxið og dafnað í hreppnum líkt og víða annars staðar. Lögð var áhersla á fjölbreytta atvinnuuppbyggingu og það hefur átt sinn þátt í því að mæta þeim höggum sem brjóta mörg samfélög niður. „Annað dæmi eru eggin í Gleðivík. Þar var byggt upp en stuttu síðar kom höggið og vinnslu var hætt í Bræðslunni og bryggjan stóð ónotuð. Þau mannvirki fengu glænýjan tilgang og þjóna nú meðal annars sem listagallerí og aðdráttarafl,“ segir Greta Mjöll. Hún nefnir einnig að Djúpavogshreppur hafi fengið Cittaslow-vottunina 2013 en hún á rætur að rekja til Ítalíu. „Þetta er stundum kölluð hæglætisstefna. Þar eru umhverfismálin í fyrirrúmi og lögð áhersla á að bæta lífsgæði fólks, hægja á og sporna við þeirri hraðaáráttu sem nú er allsráðandi.“ Að sögn Gretu Mjallar er eitt vandamál hreppsins nú, líkt og annars staðar, skortur á húsnæði. Nú í vor bætist við nýtt fullbúið hús á staðnum og nýverið var tekin fyrsta skóflustunga að öðru einbýlishúsi. „Stefnan er að vera eitt glaðasta sveitarfélagið á landinu. Fólkið hér er gríðarlega gestrisið og gott hingað að koma. Það er eitthvað sem þú kaupir ekki úti í búð,“ segir Greta Mjöll að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Það var gífurlegt högg fyrir Djúpavogshrepp þegar Vísir hf. hætti þar fiskvinnslu. Ekki kom til greina að leggja árar í bát og undir lok síðasta árs var íbúafjöldi í sveitarfélaginu jafn því sem var áður en Vísir lokaði. „Það eru fjölmörg dæmi um lítil byggðarlög sem þola ekki slík áföll. Þetta var gríðarlegt högg og margir skelkaðir en það var voðalega lítið verið að kvarta. Þess í stað fór fólk beint í að hugsa í lausnum og snúa vörn í sókn,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps. Þótt Vísir færi lagðist fiskvinnsla ekki af. Fyrirtækið lét útgerðina Búlandstind hafa fasteignir sínar á staðnum án endurgjalds gegn því að stöðug vinnsla yrði í húsunum næstu fimm ár. Þar er verkaður fiskur sem landað er á staðnum en að auki sér starfsfólk um slátrun fyrir Fiskeldi Austfjarða og Laxa ehf. „Það framtak var gífurlega mikilvægt. Þar voru á ferð hugrakkir einstaklingar, heimamenn sem tóku við keflinu, héldu þessu á floti og gott betur en það,“ segir Greta Mjöll.Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps.Fiskvinnslunni til viðbótar er nokkuð um frumkvöðlastarfsemi á staðnum. Nefnir Greta meðal annars til sögunnar að á tíma hafi systur á staðnum starfrækt fyrirtæki sem sérhæfir sig í innanhússhönnun. Þá er framtak hjónanna Berglindar Häsler og Svavars Péturs Eysteinssonar, sem einnig er þekktur sem Prins Póló, mörgum kunnugt. Þau fluttu á Karlsstaði í Berufirði og starfrækja þar gistiheimili, tónleikastað, kaffihús og snakkgerð undir merkjum Havarí. Þá hefur ferðaþjónusta vaxið og dafnað í hreppnum líkt og víða annars staðar. Lögð var áhersla á fjölbreytta atvinnuuppbyggingu og það hefur átt sinn þátt í því að mæta þeim höggum sem brjóta mörg samfélög niður. „Annað dæmi eru eggin í Gleðivík. Þar var byggt upp en stuttu síðar kom höggið og vinnslu var hætt í Bræðslunni og bryggjan stóð ónotuð. Þau mannvirki fengu glænýjan tilgang og þjóna nú meðal annars sem listagallerí og aðdráttarafl,“ segir Greta Mjöll. Hún nefnir einnig að Djúpavogshreppur hafi fengið Cittaslow-vottunina 2013 en hún á rætur að rekja til Ítalíu. „Þetta er stundum kölluð hæglætisstefna. Þar eru umhverfismálin í fyrirrúmi og lögð áhersla á að bæta lífsgæði fólks, hægja á og sporna við þeirri hraðaáráttu sem nú er allsráðandi.“ Að sögn Gretu Mjallar er eitt vandamál hreppsins nú, líkt og annars staðar, skortur á húsnæði. Nú í vor bætist við nýtt fullbúið hús á staðnum og nýverið var tekin fyrsta skóflustunga að öðru einbýlishúsi. „Stefnan er að vera eitt glaðasta sveitarfélagið á landinu. Fólkið hér er gríðarlega gestrisið og gott hingað að koma. Það er eitthvað sem þú kaupir ekki úti í búð,“ segir Greta Mjöll að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent