„Bale má fagna mörkunum sínum eins og hann vill“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 14:00 Gareth Bale vildi ekki fagna markinu sínu í gær. Getty/Jose Breton Gareth Bale tryggði Real Madrid 2-1 sigur á Levante í spænsku deildinni í gær. Það voru hins vegar fagnaðarlæti Bale sem stálu senunni. Santiago Solari, knattspyrnustjóri Real Madrid, fullvissaði blaðamenn um það eftir leik að velska stórstjarnan hafi verið „himinlifandi“ með markið sitt. Það sást aftur á móti ekki á honum. Bale skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var í sjötta sinn í síðustu átta leikjum Real Madrid þar sem Gareth Bale byrjar á bekknum.Bale didn't want to celebrate with Vazquez https://t.co/MEo7dthG8l — SPORT English (@Sport_EN) February 24, 2019Hann fagnaði ekki markinu heldur skokkaði steinrunninn aftur á miðju vallarins og hristi á leiðinni af sér tilraunir liðsfélaganna til að fagna með honum markinu. „Ég er mjög ánægður. Hann má fagna mörkum sínum eins og hann vill,“ sagði Santiago Solari.Solari: "Bale was happy in the dressing room because he scored. I loved how he entered the pitch with rage and the way he played. He won us the game and did a great job. I though he was fantastic. He gave us the win, he got the goal and can celebrate it as he wishes." pic.twitter.com/KcRKhD91qm — Footy Accumulators (@FootyAccums) February 25, 2019„Hann var himinlifandi með markið sitt þegar ég hitti hann í klefanum eftir leik,“ sagði Solari og bætti við: „Ég er mjög kátur með það hvernig hann kom hungraður inn í leikinn. Hann tryggði okkur sigurinn og vann vel fyrir liðið,“ sagði Solari. Spænsku íþróttablöðin Marca og AS voru með fagnaðarlæti Bale, eða betur sagt skort á þeim, á forsíðum sínum í morgun.„Þið hafið miklu fleiri augu en við en við erum í hringiðunni og ég sá hversu hungraður hann var á vellinum og staðráðinn í að hjálpa liðinu sínu,“ sagði Solari. Real Madrid keypti Gareth Bale frá Tottenham árið 2013 fyirr 85 milljónir punda og hann hefur síðan skorað 101 mark í 220 leikjum fyrir félagið. Bale er með 13 mörk í 31 leik á þessari leiktíð. Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Gareth Bale tryggði Real Madrid 2-1 sigur á Levante í spænsku deildinni í gær. Það voru hins vegar fagnaðarlæti Bale sem stálu senunni. Santiago Solari, knattspyrnustjóri Real Madrid, fullvissaði blaðamenn um það eftir leik að velska stórstjarnan hafi verið „himinlifandi“ með markið sitt. Það sást aftur á móti ekki á honum. Bale skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu fjórum mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var í sjötta sinn í síðustu átta leikjum Real Madrid þar sem Gareth Bale byrjar á bekknum.Bale didn't want to celebrate with Vazquez https://t.co/MEo7dthG8l — SPORT English (@Sport_EN) February 24, 2019Hann fagnaði ekki markinu heldur skokkaði steinrunninn aftur á miðju vallarins og hristi á leiðinni af sér tilraunir liðsfélaganna til að fagna með honum markinu. „Ég er mjög ánægður. Hann má fagna mörkum sínum eins og hann vill,“ sagði Santiago Solari.Solari: "Bale was happy in the dressing room because he scored. I loved how he entered the pitch with rage and the way he played. He won us the game and did a great job. I though he was fantastic. He gave us the win, he got the goal and can celebrate it as he wishes." pic.twitter.com/KcRKhD91qm — Footy Accumulators (@FootyAccums) February 25, 2019„Hann var himinlifandi með markið sitt þegar ég hitti hann í klefanum eftir leik,“ sagði Solari og bætti við: „Ég er mjög kátur með það hvernig hann kom hungraður inn í leikinn. Hann tryggði okkur sigurinn og vann vel fyrir liðið,“ sagði Solari. Spænsku íþróttablöðin Marca og AS voru með fagnaðarlæti Bale, eða betur sagt skort á þeim, á forsíðum sínum í morgun.„Þið hafið miklu fleiri augu en við en við erum í hringiðunni og ég sá hversu hungraður hann var á vellinum og staðráðinn í að hjálpa liðinu sínu,“ sagði Solari. Real Madrid keypti Gareth Bale frá Tottenham árið 2013 fyirr 85 milljónir punda og hann hefur síðan skorað 101 mark í 220 leikjum fyrir félagið. Bale er með 13 mörk í 31 leik á þessari leiktíð.
Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira