Gulli: Öll lið finna fyrir því þegar þau missa góða menn í burtu Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 25. febrúar 2019 21:56 Guðlaugur baðar út höndum í kvöld. vísir/bára „Ég er bara ógeðslega fúll að tapa leiknum,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir tap Vals með minnsta mun gegn Selfyssingum í Olís-deild karla í kvöld. Nökkvi Dan Elliðason skoraði sigurmarkið um tuttugu sekúndum fyrir leikslok en Valsmenn klúðruðu dauðafæri færi skömmu fyrir leikslok þar sem þeir hefðu getað jafnað metin. „Við fengum gott færi á því að taka allavega einn punkt út úr honum en við töpum bara fyrir góðu Selfoss liði.“ Valur átti góða spretti í leiknum og heilt yfir sýndu þeir góðan leik en það vantaði þó alltaf aðeins uppá að ná almennilegri forystu og segir Gulli það skrifast á leikmenn og klaufaskap að hafa ekki spilað betur úr þeirri forystu sem þeir komu sér í. „Okkur vantaði móment að koma þessu í þrjú mörk. Við fórum svo illa með færi þegar við erum tveimur fleiri hérna undir lokin.“ „Ákvarðanataka var ekki nógu góð og þetta skrifast bara aðeins á okkur með klaufaskap og að hafa ekki komið þessu í þrjú mörk til að klára leikinn. En við vorum að spila á móti frábæru liði Selfoss sem keyrði bara á okkur og vann í dag.“ Gulli og Snorri Steinn tóku leikhlé þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum og stilltu upp fyrir loka sóknina. Valsmenn komu sér í gott færi til að jafna leikinn en það tókst ekki og fóru heimamenn svekktir af velli „Við fengum dauðafæri á því að ná inn punkti og hefði viljað það úr því sem komið var en heilt yfir eru fullt af góðum punktum í leiknum, en það er svekkjandi að tapa.“ Valsmenn voru án lykilmanna í dag líkt og í síðasta leik. Gulli segir það auðvitað muna um það en segist ennfremur vera stoltur af þeim leikmönnum sem spiluðu leikinn. Það er mikið lagt á herðar þeirra Magnúsar Óla Magnússonar og Antons Rúnarssonar í fjarveru Róberts Arons og Agnars Smára en Gulli segist vera ánægður með þá leikmenn sem komu inn og hrósar innkomu Ásgeirs Snærs í hægri skyttuna. „Auðvitað finna öll lið fyrir því þegar þau missa góða menn í burtu en ég var ánægður með þá leikmenn sem spiluðu og ánægður með þá sem komu inn. Ásgeir (Snær Vignisson) stóð sig vel í hægri skyttunni í fjarveru Agga (Agnars Smára Jónssonar) svo ég er bara ánægður holninguna á liðinu,“ sagði Gulli að lokum Olís-deild karla Tengdar fréttir Patrekur: Tekið voða mikið eftir því þegar þeir verja ekki Patrekur var ánægður í kvöld. 25. febrúar 2019 21:38 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
„Ég er bara ógeðslega fúll að tapa leiknum,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, þjálfari Vals, í samtali við Vísi eftir tap Vals með minnsta mun gegn Selfyssingum í Olís-deild karla í kvöld. Nökkvi Dan Elliðason skoraði sigurmarkið um tuttugu sekúndum fyrir leikslok en Valsmenn klúðruðu dauðafæri færi skömmu fyrir leikslok þar sem þeir hefðu getað jafnað metin. „Við fengum gott færi á því að taka allavega einn punkt út úr honum en við töpum bara fyrir góðu Selfoss liði.“ Valur átti góða spretti í leiknum og heilt yfir sýndu þeir góðan leik en það vantaði þó alltaf aðeins uppá að ná almennilegri forystu og segir Gulli það skrifast á leikmenn og klaufaskap að hafa ekki spilað betur úr þeirri forystu sem þeir komu sér í. „Okkur vantaði móment að koma þessu í þrjú mörk. Við fórum svo illa með færi þegar við erum tveimur fleiri hérna undir lokin.“ „Ákvarðanataka var ekki nógu góð og þetta skrifast bara aðeins á okkur með klaufaskap og að hafa ekki komið þessu í þrjú mörk til að klára leikinn. En við vorum að spila á móti frábæru liði Selfoss sem keyrði bara á okkur og vann í dag.“ Gulli og Snorri Steinn tóku leikhlé þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum og stilltu upp fyrir loka sóknina. Valsmenn komu sér í gott færi til að jafna leikinn en það tókst ekki og fóru heimamenn svekktir af velli „Við fengum dauðafæri á því að ná inn punkti og hefði viljað það úr því sem komið var en heilt yfir eru fullt af góðum punktum í leiknum, en það er svekkjandi að tapa.“ Valsmenn voru án lykilmanna í dag líkt og í síðasta leik. Gulli segir það auðvitað muna um það en segist ennfremur vera stoltur af þeim leikmönnum sem spiluðu leikinn. Það er mikið lagt á herðar þeirra Magnúsar Óla Magnússonar og Antons Rúnarssonar í fjarveru Róberts Arons og Agnars Smára en Gulli segist vera ánægður með þá leikmenn sem komu inn og hrósar innkomu Ásgeirs Snærs í hægri skyttuna. „Auðvitað finna öll lið fyrir því þegar þau missa góða menn í burtu en ég var ánægður með þá leikmenn sem spiluðu og ánægður með þá sem komu inn. Ásgeir (Snær Vignisson) stóð sig vel í hægri skyttunni í fjarveru Agga (Agnars Smára Jónssonar) svo ég er bara ánægður holninguna á liðinu,“ sagði Gulli að lokum
Olís-deild karla Tengdar fréttir Patrekur: Tekið voða mikið eftir því þegar þeir verja ekki Patrekur var ánægður í kvöld. 25. febrúar 2019 21:38 Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Patrekur: Tekið voða mikið eftir því þegar þeir verja ekki Patrekur var ánægður í kvöld. 25. febrúar 2019 21:38