Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 21:03 Heiðveig María Einarsdóttir í Félagsdómi við meðferð málsins. Hún var ánægð með niðurstöðu Félagsdóms í dag. Vísir/vilhelm Bergur Þorkelsson gjaldkeri Sjómannafélags Íslands, SÍ, og sjálfkjörinn formaður félagsins segir dóm Félagsdóms í máli Heiðveigar Maríu Einarsdóttur á hendur SÍ vonbrigði. Sjómannafélagið var í Félagsdómi í dag dæmt til að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að málum þeim sem sneru að framboði Heiðveigar Maríu. Stjórn félagsins fundar á morgun vegna málsins. Heiðveig María kærði félagið meðal annars fyrir ólögmætan brottrekstur og reglur sem kveða á um að ekki megi bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan félagsins án þess að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár. Hún hafði jafnframt ætlað að bjóða sig fram til formanns félagsins en það endaði með því að hún var rekin úr félaginu.Stjórn kemur saman á morgunBergur Þorkelsson er sjálfskipaður formaður SÍ en hann hefur verið gjaldkeri félagsins.skjáskot/kastljósBergur var nýbúinn að fá dóminn í hendurnar þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Aðspurður um viðbrögð stjórnar Sjómannafélagsins við dómnum segir Bergur að ekki sé tímabært að segja nokkuð til um þau. Hann hafi þó boðað stjórnina á fund á morgun vegna málsins.En hvernig líst þér á dóminn við fyrstu sýn?„Niðurstaða dómsins kemur mér verulega á óvart og veldur mér vonbrigðum. En eins og ég segi, stjórn kemur saman á morgun.“Verulegrar tiltektar þörf Heiðveig María sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að í ljósi dómsniðurstöðunnar ætti að kjósa aftur í stjórn Sjómannafélagsins. „Þeir bæði brutu gegn sínum eigin lögum og gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Að mínu mati er það mjög afgerandi. Svo fyrir utan þessa sektargreiðslu þá ætti að sjálfsögðu að fara í gegnum þetta ferli aftur.“Hvað segir þetta um félagið í þínum huga?„Dómurinn tekur mjög sterkt á því að það eru ólög í gangi, það er ósamræmi í lögunum. Gagnrýnin mín í upphafi er réttmæt og stenst. Það þarf verulega að taka til og menn þurfa bara að fara að vanda sig betur við þessi trúnaðarstörf, þ.e.a.s. að geta komið þessum lögum rétt frá sér og að það þurfi hreinlega bara að hreinsa til, kannski.“Viðtalið við Heiðveigu Maríu í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Félagar í SÍ búa sig til brottfarar Sýður á keipum í Sjómannafélagi Íslands. 3. janúar 2019 10:37 Þurfti að kalla Berg sérstaklega í réttarsalinn Aðalmeðferð í Sjómannafélags-málinu í Félagsdómi í gær. 30. janúar 2019 12:34 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Bergur Þorkelsson gjaldkeri Sjómannafélags Íslands, SÍ, og sjálfkjörinn formaður félagsins segir dóm Félagsdóms í máli Heiðveigar Maríu Einarsdóttur á hendur SÍ vonbrigði. Sjómannafélagið var í Félagsdómi í dag dæmt til að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að málum þeim sem sneru að framboði Heiðveigar Maríu. Stjórn félagsins fundar á morgun vegna málsins. Heiðveig María kærði félagið meðal annars fyrir ólögmætan brottrekstur og reglur sem kveða á um að ekki megi bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan félagsins án þess að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár. Hún hafði jafnframt ætlað að bjóða sig fram til formanns félagsins en það endaði með því að hún var rekin úr félaginu.Stjórn kemur saman á morgunBergur Þorkelsson er sjálfskipaður formaður SÍ en hann hefur verið gjaldkeri félagsins.skjáskot/kastljósBergur var nýbúinn að fá dóminn í hendurnar þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Aðspurður um viðbrögð stjórnar Sjómannafélagsins við dómnum segir Bergur að ekki sé tímabært að segja nokkuð til um þau. Hann hafi þó boðað stjórnina á fund á morgun vegna málsins.En hvernig líst þér á dóminn við fyrstu sýn?„Niðurstaða dómsins kemur mér verulega á óvart og veldur mér vonbrigðum. En eins og ég segi, stjórn kemur saman á morgun.“Verulegrar tiltektar þörf Heiðveig María sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að í ljósi dómsniðurstöðunnar ætti að kjósa aftur í stjórn Sjómannafélagsins. „Þeir bæði brutu gegn sínum eigin lögum og gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Að mínu mati er það mjög afgerandi. Svo fyrir utan þessa sektargreiðslu þá ætti að sjálfsögðu að fara í gegnum þetta ferli aftur.“Hvað segir þetta um félagið í þínum huga?„Dómurinn tekur mjög sterkt á því að það eru ólög í gangi, það er ósamræmi í lögunum. Gagnrýnin mín í upphafi er réttmæt og stenst. Það þarf verulega að taka til og menn þurfa bara að fara að vanda sig betur við þessi trúnaðarstörf, þ.e.a.s. að geta komið þessum lögum rétt frá sér og að það þurfi hreinlega bara að hreinsa til, kannski.“Viðtalið við Heiðveigu Maríu í heild má sjá í spilaranum hér að neðan.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Félagar í SÍ búa sig til brottfarar Sýður á keipum í Sjómannafélagi Íslands. 3. janúar 2019 10:37 Þurfti að kalla Berg sérstaklega í réttarsalinn Aðalmeðferð í Sjómannafélags-málinu í Félagsdómi í gær. 30. janúar 2019 12:34 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Þurfti að kalla Berg sérstaklega í réttarsalinn Aðalmeðferð í Sjómannafélags-málinu í Félagsdómi í gær. 30. janúar 2019 12:34
Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46