Ísland klagað fyrir eftirlitsnefnd Árósasamningsins vegna fiskeldislaga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 11:32 Ráðherra gaf út tvö bráðabirgðaleyfi í nóvember síðstliðnum, mánuði eftir lagasetninguna. FRÉTTABLAÐIÐ/ARON Landvernd, Eldvötn, Fjöregg, Fuglavernd, Náttúruverndarsamtök Austurlands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Ungir Umhverfissinnar hafa kvartað til eftirlitsnefndar Árósasamningsins vegna breytinga á lögum um fiskeldi sem brjóta gegn ákvæðum samningsins en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland er klagað fyrir nefndina. Kvörtunin varðar lagabreytingu frá því í október á síðasta ári þegar Alþingi samþykkti frumvarp sem heimilar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að gefa út bráðabirgðarrekstrarleyfi til fiskeldisfyrirtækja. Frumvarpið var samþykkt samdægurs og eftir takmarkaðar umræður, að mati umhverfisverndarsamtakanna. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri landverndar, segir greinilegt að Alþingi geri sér ekki grein fyrir mikilvægi Árósasamningsins og í hverju hann felst.Auður Anna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.„En hann á að tryggja okkur hinum, almennu borgurunum, réttindi til þess að hafa áhrif á alla ákvörðunartöku og koma að ákvörðunum þegar verið er að gera eitthvað með okkar sameiginlegu auðlindir,“ segir hún.Réttindi sem Árósasamningurinn á að tryggja útilokuð Fyrir utan að útiloka þátttöku almennings þá útiloki hin nýja löggjöf kærurétt umhverfissamtaka til óháðs aðila og að vegið sé mjög að sjálfstæði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála gagnvart löggjafarvaldinu enda heimili nýju lögin að fella úr gildi úrskurði nefndarinnar. Næstu skref eru þau að lögfræðingur samtakanna sjö mun koma fyrir eftirlitsnefndina til að ræða þeirra sjónarmið. „Þá mun nefndin fá tækifæri til að afla frekari gagna ef þau telja þess þurfa og taka í framhaldinu ákvörðun hvort ísland hafi brotið gegn Árósasamningnum þarna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir. Alþingi Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Landvernd, Eldvötn, Fjöregg, Fuglavernd, Náttúruverndarsamtök Austurlands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Ungir Umhverfissinnar hafa kvartað til eftirlitsnefndar Árósasamningsins vegna breytinga á lögum um fiskeldi sem brjóta gegn ákvæðum samningsins en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland er klagað fyrir nefndina. Kvörtunin varðar lagabreytingu frá því í október á síðasta ári þegar Alþingi samþykkti frumvarp sem heimilar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að gefa út bráðabirgðarrekstrarleyfi til fiskeldisfyrirtækja. Frumvarpið var samþykkt samdægurs og eftir takmarkaðar umræður, að mati umhverfisverndarsamtakanna. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri landverndar, segir greinilegt að Alþingi geri sér ekki grein fyrir mikilvægi Árósasamningsins og í hverju hann felst.Auður Anna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.„En hann á að tryggja okkur hinum, almennu borgurunum, réttindi til þess að hafa áhrif á alla ákvörðunartöku og koma að ákvörðunum þegar verið er að gera eitthvað með okkar sameiginlegu auðlindir,“ segir hún.Réttindi sem Árósasamningurinn á að tryggja útilokuð Fyrir utan að útiloka þátttöku almennings þá útiloki hin nýja löggjöf kærurétt umhverfissamtaka til óháðs aðila og að vegið sé mjög að sjálfstæði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála gagnvart löggjafarvaldinu enda heimili nýju lögin að fella úr gildi úrskurði nefndarinnar. Næstu skref eru þau að lögfræðingur samtakanna sjö mun koma fyrir eftirlitsnefndina til að ræða þeirra sjónarmið. „Þá mun nefndin fá tækifæri til að afla frekari gagna ef þau telja þess þurfa og taka í framhaldinu ákvörðun hvort ísland hafi brotið gegn Árósasamningnum þarna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir.
Alþingi Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira