Biður deiluaðila um að tjá sig ekki við fjölmiðla til að skapa vinnufrið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 14:00 Bryndís Hlöðversdóttir er ríkissáttasemjari. vísir/vilhelm Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, hefur biðlað til aðila í tveimur kjaradeilum sem nú eru á borði hennar að tjá sig ekki við fjölmiðla um gang viðræðna. Annars vegar er um að ræða deilu Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins og hins vegar deilu Landssambands íslenzkra verzlunarmanna við SA. Aðspurð hvers vegna hún biður deiluaðila um að tjá sig ekki við fjölmiðla segir Bryndís að hún vilji að þeir einbeiti sér að verkefninu sem slíku fremur en umfjöllun út á við um viðræðurnar. „Það eru fordæmi fyrir því að þetta sé gert. Það er í raun og veru til þess að skapa nauðsynlegan vinnufrið sem við teljum okkur þurfa næstu dagana. Það eru stífir vinnufundir framundan og ég vil að aðilar einbeiti sér að verkefninu sem slíku fremur en umfjöllun um viðræðurnar, og þetta er gjarnan gert í tengslum við samningaviðræður,“ segir Bryndís.Vinnufundirnir hefjast strax á morgun Fundað var hjá sáttasemjara í báðum deilunum í dag í fyrsta sinn. Bryndís segir að farið hafi verið yfir ýmis praktísk atriði og staðan tekin á deilunni eins og venja er. „Í kjölfarið á því lagði ég fram drög að vinnufundaáætlun sem hefst strax eftir hádegi á morgun og svo verður áfram gert ráð fyrir stífum vinnufundum inn í helgina og inn í næstu viku eins og þarf. Það var farið yfir það plan og þau fara heim með það verkefni að leggja upp skýra markmiðsáætlun fyrir þessa vinnufundi,“ segir Bryndís. Eins og kunnugt er slitu VR, Efling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur viðræðum sínum við SA í liðinni viku en þær höfðu farið fram undanfarið hjá ríkissáttasemjara. Þó að viðræðunum hafi verið slitið er það svo samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur að sáttasemjari getur boðað deiluaðila til fundar á tveggja vikna fresti. Bryndís segir að verið sé að leggja drög að því að boða fund í deilu félaganna fjögurra og SA en segist frekar eiga von á því að fundað verði í næstu viku frekar en þessari. „En við gerum það náttúrulega í samráði við aðilana eftir því hvenær þeir eru tilbúnir til að koma til fundar.“ Kjaramál Tengdar fréttir Ljóst að hækkunum verði velt út í verðlag Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. 27. febrúar 2019 08:15 Fundað hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu SGS og SA Nú klukkan 10 hófst fundur í húsakynnum ríkissáttasemjara í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. 27. febrúar 2019 10:31 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, hefur biðlað til aðila í tveimur kjaradeilum sem nú eru á borði hennar að tjá sig ekki við fjölmiðla um gang viðræðna. Annars vegar er um að ræða deilu Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins og hins vegar deilu Landssambands íslenzkra verzlunarmanna við SA. Aðspurð hvers vegna hún biður deiluaðila um að tjá sig ekki við fjölmiðla segir Bryndís að hún vilji að þeir einbeiti sér að verkefninu sem slíku fremur en umfjöllun út á við um viðræðurnar. „Það eru fordæmi fyrir því að þetta sé gert. Það er í raun og veru til þess að skapa nauðsynlegan vinnufrið sem við teljum okkur þurfa næstu dagana. Það eru stífir vinnufundir framundan og ég vil að aðilar einbeiti sér að verkefninu sem slíku fremur en umfjöllun um viðræðurnar, og þetta er gjarnan gert í tengslum við samningaviðræður,“ segir Bryndís.Vinnufundirnir hefjast strax á morgun Fundað var hjá sáttasemjara í báðum deilunum í dag í fyrsta sinn. Bryndís segir að farið hafi verið yfir ýmis praktísk atriði og staðan tekin á deilunni eins og venja er. „Í kjölfarið á því lagði ég fram drög að vinnufundaáætlun sem hefst strax eftir hádegi á morgun og svo verður áfram gert ráð fyrir stífum vinnufundum inn í helgina og inn í næstu viku eins og þarf. Það var farið yfir það plan og þau fara heim með það verkefni að leggja upp skýra markmiðsáætlun fyrir þessa vinnufundi,“ segir Bryndís. Eins og kunnugt er slitu VR, Efling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur viðræðum sínum við SA í liðinni viku en þær höfðu farið fram undanfarið hjá ríkissáttasemjara. Þó að viðræðunum hafi verið slitið er það svo samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur að sáttasemjari getur boðað deiluaðila til fundar á tveggja vikna fresti. Bryndís segir að verið sé að leggja drög að því að boða fund í deilu félaganna fjögurra og SA en segist frekar eiga von á því að fundað verði í næstu viku frekar en þessari. „En við gerum það náttúrulega í samráði við aðilana eftir því hvenær þeir eru tilbúnir til að koma til fundar.“
Kjaramál Tengdar fréttir Ljóst að hækkunum verði velt út í verðlag Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. 27. febrúar 2019 08:15 Fundað hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu SGS og SA Nú klukkan 10 hófst fundur í húsakynnum ríkissáttasemjara í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. 27. febrúar 2019 10:31 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Ljóst að hækkunum verði velt út í verðlag Hagfræðideild Landsbankans metur gengi hlutabréfa í Högum á 45,1 krónu á hlut í nýju verðmati og hefur lækkað mat sitt um ríflega 13 prósent frá síðasta verðmati í júlí í fyrra. 27. febrúar 2019 08:15
Fundað hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu SGS og SA Nú klukkan 10 hófst fundur í húsakynnum ríkissáttasemjara í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. 27. febrúar 2019 10:31