Luis Suarez bauð upp á smá „hefnd“ fyrir Liverpool á Bernabéu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 11:00 Sergio Ramos og aðrir hjá Real Madrid horfa upp á Luis Suarez skora með Panenka vítaspyrnu. Getty/David Ramos Luis Suarez er fyrrum hetja Liverpool liðsins og Real Madrid fyrirliðinn Sergio Ramos er meðal óvinsælustu leikmanna mótherja Liverpool eftir meðferð hans á Mohamed Salah í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. Það má kannski segja að Luis Suarez hafi ekki aðeins séð til þess að Barcelona komst í úrslitaleik spænska bikarsins í gærkvöldi heldur kom hann fram smá hefndum fyrir Liverpool. Sergio Ramos hefur stundað það á þessu tímabili að skora með svokölluðum Panenka vítaspyrnum. Ramos fékk ekki tækifæri til þess í gærkvöldi en þurfti þess í stað að horfa upp á Suarez innsigla sigur Barcelona með því að skora með Panenka vítaspyrnu, fyrir framan Sergio Ramos og alla aðra á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid.Luis Suarez was Barcelona's hero as they reached their sixth consecutive Copa del Rey final by knocking out Real Madrid. More: https://t.co/mndEHs8N0vpic.twitter.com/WoKRktortw — BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2019Barcelona vann undanúrslitaleikinn 3-0 og þar með samanlagt 4-1. Þetta var annað mark Luis Suarez í leiknum en þriðja markið var sjálfsmark franska miðvarðarins Raphaël Varane. Luis Suarez hafði fyrr í vetur skorað þrennu í 5-1 sigri Barcelona á Real Madrid í deildarleik liðanna á Nývangi. Stuðningsmenn Liverpool sjá örugglega þarna tækifæri til að líta á frammistöðu Úrúgvæmannsins á móti Real Madrid í vetur sem smá „hefnd“ fyrir ósanngjarna meðferð í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí. Í það minnsta sofnaði Sergio Ramos örugglega mjög seint eftir báða þessa leiki og fékk meira að segja nýjan stjóra eftir skellinn fyrr í vetur. Barcelona setti með þessu nýtt met með því að komast í úrslitaleik spænska bikarsins sjötta árið í röð. Real Madrid þarf þó ekki að bíða lengi eftir tækifæri til að bæta fyrir tapið í gær því Sergio Ramos og félagar í Real taka aftur á móti Barcelona á Santiago Bernabéu á laugardaginn en þá í spænsku deildinni. Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Luis Suarez er fyrrum hetja Liverpool liðsins og Real Madrid fyrirliðinn Sergio Ramos er meðal óvinsælustu leikmanna mótherja Liverpool eftir meðferð hans á Mohamed Salah í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. Það má kannski segja að Luis Suarez hafi ekki aðeins séð til þess að Barcelona komst í úrslitaleik spænska bikarsins í gærkvöldi heldur kom hann fram smá hefndum fyrir Liverpool. Sergio Ramos hefur stundað það á þessu tímabili að skora með svokölluðum Panenka vítaspyrnum. Ramos fékk ekki tækifæri til þess í gærkvöldi en þurfti þess í stað að horfa upp á Suarez innsigla sigur Barcelona með því að skora með Panenka vítaspyrnu, fyrir framan Sergio Ramos og alla aðra á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid.Luis Suarez was Barcelona's hero as they reached their sixth consecutive Copa del Rey final by knocking out Real Madrid. More: https://t.co/mndEHs8N0vpic.twitter.com/WoKRktortw — BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2019Barcelona vann undanúrslitaleikinn 3-0 og þar með samanlagt 4-1. Þetta var annað mark Luis Suarez í leiknum en þriðja markið var sjálfsmark franska miðvarðarins Raphaël Varane. Luis Suarez hafði fyrr í vetur skorað þrennu í 5-1 sigri Barcelona á Real Madrid í deildarleik liðanna á Nývangi. Stuðningsmenn Liverpool sjá örugglega þarna tækifæri til að líta á frammistöðu Úrúgvæmannsins á móti Real Madrid í vetur sem smá „hefnd“ fyrir ósanngjarna meðferð í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí. Í það minnsta sofnaði Sergio Ramos örugglega mjög seint eftir báða þessa leiki og fékk meira að segja nýjan stjóra eftir skellinn fyrr í vetur. Barcelona setti með þessu nýtt met með því að komast í úrslitaleik spænska bikarsins sjötta árið í röð. Real Madrid þarf þó ekki að bíða lengi eftir tækifæri til að bæta fyrir tapið í gær því Sergio Ramos og félagar í Real taka aftur á móti Barcelona á Santiago Bernabéu á laugardaginn en þá í spænsku deildinni.
Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira