Hefja viðræður um möguleg kaup ríkisins á Landsneti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 14:16 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í pontu á ársfundi Landsvirkjunar í dag. vísir/vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets en fyrirtækið á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns hér á landi. Þá teljast einnig öll helstu tengivirki á landinu til flutningskerfisins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindi frá samþykkt ríkisstjórnarinnar vegna Landsnets í ræðu sinni á ársfundi Landsvirkjunar sem hófst í Hörpu núna klukkan 14. Landsvirkjun er, eins og kunnugt er, að fullu í eigu ríkisins en Landsnet er í eigu Landsvirkjunar (64,73%), RARIK (22,51%), Orkuveitu Reykjavíkur (6,78%) og Orkubús Vestfjarða (5,98%).Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og ráðherra við upphaf fundarins.vísir/vilhelmSkipa starfshóp til að leiða viðræðurnar Það er ekki nýtt af nálinni að rætt sé um sölu á Landsneti en sala á fyrirtækinu var til að mynda til umræðu á vorfundi þess árið 2016. Þá höfðu bæði þáverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, Geir A. Gunnlaugsson, og þáverandi iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, orð á því að þau teldu nauðsynlegt að breyta eignarhaldi fyrirtækisins. Fram kom í máli ráðherra í dag að Ísland hafi fengið undanþágu frá þeirri kröfu, sem kveðið er á um í þriðja orkupakkanum, um að fullur aðskilnaður skuli vera á milli eigenda flutningsfyrirtækis frá öðrum fyrirtækjum á orkumarkaði. „Engu að síður liggur fyrir að öllum helstu hagsmunaaðilum hér á landi finnst slíkur eigenda-aðskilnaður skynsamlegur. Það er að segja: Að til lengri tíma litið sé óheppilegt að flutningsfyrirtækið Landsnet sé í eigu raforkuframleiðenda og dreifiveitna. Frá sjónarhóli neytenda er auðvitað augljóst að sjálfstæði flutningsfyrirtækisins stuðlar að jafnræði annarra aðila á markaði,“ sagði Þórdís Kolbrún og bætti því við að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hefja viðræður um kaup ríkisins á Landsneti. „Nú stendur því fyrir dyrum að skipa starfshóp til að leiða þessar viðræður og stefna að viljayfirlýsingu aðila, ef viðræðurnar gefa tilefni til. Ég bind vonir við að í árslok verðum við vel á veg komin með þessar viðræður,“ sagði ráðherra sem ræddi meðal annars einnig um samkeppni á orkumarkaðnum, nýtingu og sóun í orkukerfinu og vindorku.Fjölmenni er á ársfundi Landsvirkjunar sem hófst í Hörpu klukkan 14.vísir/vilhelmByrja vinnu við að skýra regluverkið varðandi vindorku Eins og fjallað hefur verið um hefur áhugi á því að reisa vindorkuver hér á landi farið vaxandi undanfarin ár. Fram kom í máli Þórdísar Kolbrúnar að gallinn væri sá að þeir sem sýni því áhuga að virkja vindinn hér á landi fái misvísandi svör um það hvaða regluverk gildir um slíka starfsemi, til dæmis hvort hún heyri undir rammaáætlun. Þá hefur Ísland ekki markað sér stefnu um nýtingu orkulindarinnar. „Við slíka óvissu verður auðvitað ekki unað. Það þarf að eyða henni og skýra regluverkið. Þeirri vinnu er verið að hleypa af stokkunum og ég sé fyrir mér að hún þurfi nú ekki að taka nema örfá mánuði,“ sagði Þórdís og kvaðst ekkert ætla að gefa sér fyrirfram um niðurstöðuna. „En ég tel ljóst að vindorka feli í sér umtalsverð tækifæri, meðal annars til að auka samkeppni á íslenskum raforkumarkaði. Við verðum þó að nýta þessi tækifæri af varfærni og skynsemi, enda er útbreiðsla vindorku víða í Evrópu orðin slík að ætla má að það sé orðin ákveðin sérstaða að hafa ekki slík mannvirki við sjóndeildarhringinn hvert sem litið er.“ Orkumál Tengdar fréttir Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Viðgerðum á tengivirki Írafossvirkjunar lokið Eldur kom upp í tengivirki Írafossvirkjunar aðfararnótt jóladags. 28. desember 2018 17:33 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets en fyrirtækið á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns hér á landi. Þá teljast einnig öll helstu tengivirki á landinu til flutningskerfisins. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindi frá samþykkt ríkisstjórnarinnar vegna Landsnets í ræðu sinni á ársfundi Landsvirkjunar sem hófst í Hörpu núna klukkan 14. Landsvirkjun er, eins og kunnugt er, að fullu í eigu ríkisins en Landsnet er í eigu Landsvirkjunar (64,73%), RARIK (22,51%), Orkuveitu Reykjavíkur (6,78%) og Orkubús Vestfjarða (5,98%).Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og ráðherra við upphaf fundarins.vísir/vilhelmSkipa starfshóp til að leiða viðræðurnar Það er ekki nýtt af nálinni að rætt sé um sölu á Landsneti en sala á fyrirtækinu var til að mynda til umræðu á vorfundi þess árið 2016. Þá höfðu bæði þáverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, Geir A. Gunnlaugsson, og þáverandi iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, orð á því að þau teldu nauðsynlegt að breyta eignarhaldi fyrirtækisins. Fram kom í máli ráðherra í dag að Ísland hafi fengið undanþágu frá þeirri kröfu, sem kveðið er á um í þriðja orkupakkanum, um að fullur aðskilnaður skuli vera á milli eigenda flutningsfyrirtækis frá öðrum fyrirtækjum á orkumarkaði. „Engu að síður liggur fyrir að öllum helstu hagsmunaaðilum hér á landi finnst slíkur eigenda-aðskilnaður skynsamlegur. Það er að segja: Að til lengri tíma litið sé óheppilegt að flutningsfyrirtækið Landsnet sé í eigu raforkuframleiðenda og dreifiveitna. Frá sjónarhóli neytenda er auðvitað augljóst að sjálfstæði flutningsfyrirtækisins stuðlar að jafnræði annarra aðila á markaði,“ sagði Þórdís Kolbrún og bætti því við að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hefja viðræður um kaup ríkisins á Landsneti. „Nú stendur því fyrir dyrum að skipa starfshóp til að leiða þessar viðræður og stefna að viljayfirlýsingu aðila, ef viðræðurnar gefa tilefni til. Ég bind vonir við að í árslok verðum við vel á veg komin með þessar viðræður,“ sagði ráðherra sem ræddi meðal annars einnig um samkeppni á orkumarkaðnum, nýtingu og sóun í orkukerfinu og vindorku.Fjölmenni er á ársfundi Landsvirkjunar sem hófst í Hörpu klukkan 14.vísir/vilhelmByrja vinnu við að skýra regluverkið varðandi vindorku Eins og fjallað hefur verið um hefur áhugi á því að reisa vindorkuver hér á landi farið vaxandi undanfarin ár. Fram kom í máli Þórdísar Kolbrúnar að gallinn væri sá að þeir sem sýni því áhuga að virkja vindinn hér á landi fái misvísandi svör um það hvaða regluverk gildir um slíka starfsemi, til dæmis hvort hún heyri undir rammaáætlun. Þá hefur Ísland ekki markað sér stefnu um nýtingu orkulindarinnar. „Við slíka óvissu verður auðvitað ekki unað. Það þarf að eyða henni og skýra regluverkið. Þeirri vinnu er verið að hleypa af stokkunum og ég sé fyrir mér að hún þurfi nú ekki að taka nema örfá mánuði,“ sagði Þórdís og kvaðst ekkert ætla að gefa sér fyrirfram um niðurstöðuna. „En ég tel ljóst að vindorka feli í sér umtalsverð tækifæri, meðal annars til að auka samkeppni á íslenskum raforkumarkaði. Við verðum þó að nýta þessi tækifæri af varfærni og skynsemi, enda er útbreiðsla vindorku víða í Evrópu orðin slík að ætla má að það sé orðin ákveðin sérstaða að hafa ekki slík mannvirki við sjóndeildarhringinn hvert sem litið er.“
Orkumál Tengdar fréttir Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Viðgerðum á tengivirki Írafossvirkjunar lokið Eldur kom upp í tengivirki Írafossvirkjunar aðfararnótt jóladags. 28. desember 2018 17:33 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45
Viðgerðum á tengivirki Írafossvirkjunar lokið Eldur kom upp í tengivirki Írafossvirkjunar aðfararnótt jóladags. 28. desember 2018 17:33