Arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkisins tvöfaldast á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2019 20:30 Arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkisins munu tvöfaldast á þessu ári og margfaldast á allra næstu árum að sögn forstjóra fyrirtækisins. Iðnaðarráðherra upplýsti á aðalfundi Landsvirkjunar í dag að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hefja viðræður um kaup á eignarhlut fyrirtækisins í orkudreifingarfyrirtækinu Landsneti. Á ársfundi Landsvirkjunar í dag kom fram að afkoma fyrirtækisins hefur batnað mikið á undanförnum árum vegna lækkunar skulda og aukinnar orkusölu á hærra verði. Þannig var methagnaður á fyrirtækinu í fyrra, 184 milljónir dollara eða tæpir 22 milljarðar króna. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig arðgreiðslur Landsvirkjunar geta aukist á næstu tíu árum miðað við nýliðinn áratug vegna lækkandi endurgreiðslna skulda og minni fjárfestinga.Grafík/Stöð 2Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar segir arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins tvöfaldast á þessu ári og verða um þrír milljarðar króna. „Við höfum undanfarin ár verið að borga um einn og hálfan milljarð. Við getum farið að auka það núna stigvaxandi og getur orðið innan nokkurra ára tíu til tuttugu milljarðar,” segir Hörður. Eftir gildistöku nýrra raforkulaga árið 2003 taka samningar Landsvirkjunar um raforkuverð alfarið mið af alþjóðlegum markaðsforsendum. Í dag eru 60 prósent raforku til stóriðju samkvæmt þeim samningum sem gefa mun betra verð en eldri samningar. „Til lengri tíma litið má segja að í sumum tilvikum værum við að horfa á allt að tvöföldun frá því sem það var áður,” segir Hörður. Þá hafi orkufrekum viðskiptavinum fjölgað úr fjórum í tíu á næstu arum og innan skamms yrðu níu þeirra að kaupa orkuna samkvæmt nýju samningsmarkmiðunum. Iðnaðarráðherra sagði í ávarpi sínu á fundinum að þriðji orkupakki Evrópusambandsins væri eðlilegt framhald fyrri markaðspökkum sem sem hefðu tryggt aukna samkeppni og hagkvæmni í framleiðslu og dreifingu orku. Skilja þyrfti á milli alfarið á milli Landsvirkjunar og orkudreifingarfyrirtækisins Landsnets sem í dag væri í meirihlutaeigu Landsvirkjunar. „Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets. Nú stendur því fyrir dyrum að skipa starfshóp til að leiða þessar viðræður og stefna að viljayfirlýsingu aðila ef viðræðurnar gefa tilefni til,” sagði Þórdís Kolbrún.Grafík/Stöð 2 Orkumál Tengdar fréttir Hefja viðræður um möguleg kaup ríkisins á Landsneti Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets en fyrirtækið á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns hér á landi. 28. febrúar 2019 14:16 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkisins munu tvöfaldast á þessu ári og margfaldast á allra næstu árum að sögn forstjóra fyrirtækisins. Iðnaðarráðherra upplýsti á aðalfundi Landsvirkjunar í dag að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hefja viðræður um kaup á eignarhlut fyrirtækisins í orkudreifingarfyrirtækinu Landsneti. Á ársfundi Landsvirkjunar í dag kom fram að afkoma fyrirtækisins hefur batnað mikið á undanförnum árum vegna lækkunar skulda og aukinnar orkusölu á hærra verði. Þannig var methagnaður á fyrirtækinu í fyrra, 184 milljónir dollara eða tæpir 22 milljarðar króna. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig arðgreiðslur Landsvirkjunar geta aukist á næstu tíu árum miðað við nýliðinn áratug vegna lækkandi endurgreiðslna skulda og minni fjárfestinga.Grafík/Stöð 2Hörður Árnason forstjóri Landsvirkjunar segir arðgreiðslur fyrirtækisins til ríkisins tvöfaldast á þessu ári og verða um þrír milljarðar króna. „Við höfum undanfarin ár verið að borga um einn og hálfan milljarð. Við getum farið að auka það núna stigvaxandi og getur orðið innan nokkurra ára tíu til tuttugu milljarðar,” segir Hörður. Eftir gildistöku nýrra raforkulaga árið 2003 taka samningar Landsvirkjunar um raforkuverð alfarið mið af alþjóðlegum markaðsforsendum. Í dag eru 60 prósent raforku til stóriðju samkvæmt þeim samningum sem gefa mun betra verð en eldri samningar. „Til lengri tíma litið má segja að í sumum tilvikum værum við að horfa á allt að tvöföldun frá því sem það var áður,” segir Hörður. Þá hafi orkufrekum viðskiptavinum fjölgað úr fjórum í tíu á næstu arum og innan skamms yrðu níu þeirra að kaupa orkuna samkvæmt nýju samningsmarkmiðunum. Iðnaðarráðherra sagði í ávarpi sínu á fundinum að þriðji orkupakki Evrópusambandsins væri eðlilegt framhald fyrri markaðspökkum sem sem hefðu tryggt aukna samkeppni og hagkvæmni í framleiðslu og dreifingu orku. Skilja þyrfti á milli alfarið á milli Landsvirkjunar og orkudreifingarfyrirtækisins Landsnets sem í dag væri í meirihlutaeigu Landsvirkjunar. „Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets. Nú stendur því fyrir dyrum að skipa starfshóp til að leiða þessar viðræður og stefna að viljayfirlýsingu aðila ef viðræðurnar gefa tilefni til,” sagði Þórdís Kolbrún.Grafík/Stöð 2
Orkumál Tengdar fréttir Hefja viðræður um möguleg kaup ríkisins á Landsneti Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets en fyrirtækið á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns hér á landi. 28. febrúar 2019 14:16 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Hefja viðræður um möguleg kaup ríkisins á Landsneti Ríkisstjórnin samþykkti fyrir nokkrum vikum að teknar yrðu upp viðræður um kaup ríkisins á eignarhlutum núverandi eigenda Landsnets en fyrirtækið á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns hér á landi. 28. febrúar 2019 14:16