Einar: Þetta er engin ríkisstjórn Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 21:46 Einar er alltaf hress. vísir/vilhelm „Það er óhætt að segja það að frammistaðan var alls ekki góð,“ sagði Einar Jónsson, þjáfari Gróttu, eftir tap Gróttu gegn Fram á heimavelli í kvöld. „Við byrjuðum mjög illa, vorum staðir sóknarlega og varnarlega vorum við ekki sjálfum okkur líkir. Við vorum að tapa stöðum sem við erum ekki vanir að tapa og vorum á eftir þeim í öllum aðgerðum.“ sagði Einar Vörn og markvarsla hefur oftar en ekki hjálpað Gróttu á tímabilinu en hvorki vörnin né markvarslan datt inn í dag hjá þeim. Einar vildi ekki skella skuldinni á markverði liðsins en segir það hafa verið ansi óheppilegt að velja þennan leik „Vörnin var nátturlega bara léleg í fyrri hálfleik og þar af leiðandi var markvarslan ekki góð heldur. Auðvitað hefði ég alveg viljað sjá betri markvörslu en anskotinn hafi það Hreiðar er búinn að vera frábær í vetur og dettur svo inná einn slakan leik. Óheppilegt að það skuli akkúrat vera þessi leikur en ég ætla ekki að skella skuldinni á hann.“ Bjartur Guðmundsson, leikmaður Gróttu, fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik eftir að hafa slegið Þorgrím Smára Ólafsson í andlitið. Það var lítið við þeim dómi að segja en Einar og hans menn voru ósáttir á bekknum þegar Þorsteinn Gauti braut á Magnúsi Öder skömmu síðar. Einar sagðist hafa viljað sjá rautt á meðan leik stóð en eftir á að hyggja hafi það líklega ekki verið réttur dómur. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað sjá rautt spjald en ég er ekki viss um að það hefði verið réttur dómur. Toni (Anton Gylfi Pálsson) útskýrði það ágætlega fyrir mér hvað gerðist, ég treysti honum fullkomlega fyrir því.“ Það er enn ein pásan framundan segir Einar en nú eru rúmar tvær vikur í næsta leik. Einar hefur þá góðan tíma til að undirbúa liðið fyrir aðra hörku viðureign er þeir mæta Akureyri í næstu umferð. „Við þurfum að vera betri en við vorum í dag, þessi frammistaða dugar ekki til þess að vinna neitt lið í deildinni.“ En getur Grótta haldið sér uppi í deildinni? „Að sjálfsögðu, það eru fimm leikir eftir af mótinu held ég. Við getum unnið öll þessi lið sem við eigum eftir að keppa á móti en til þess þurfum við að spila miklu betur en í dag. Ég ætla ekki að fara að fella liðið í beinni útsendingu, þetta er engin ríkisstjórn, við bara höldum áfram og sjáum svo hvað setur,“ segir Einar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Fram 18-24 │Fram skildi Gróttu eftir á botninum Fram hafði betur í fallbaráttuslagnum með 6 mörkum, 18-24. 28. febrúar 2019 22:15 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
„Það er óhætt að segja það að frammistaðan var alls ekki góð,“ sagði Einar Jónsson, þjáfari Gróttu, eftir tap Gróttu gegn Fram á heimavelli í kvöld. „Við byrjuðum mjög illa, vorum staðir sóknarlega og varnarlega vorum við ekki sjálfum okkur líkir. Við vorum að tapa stöðum sem við erum ekki vanir að tapa og vorum á eftir þeim í öllum aðgerðum.“ sagði Einar Vörn og markvarsla hefur oftar en ekki hjálpað Gróttu á tímabilinu en hvorki vörnin né markvarslan datt inn í dag hjá þeim. Einar vildi ekki skella skuldinni á markverði liðsins en segir það hafa verið ansi óheppilegt að velja þennan leik „Vörnin var nátturlega bara léleg í fyrri hálfleik og þar af leiðandi var markvarslan ekki góð heldur. Auðvitað hefði ég alveg viljað sjá betri markvörslu en anskotinn hafi það Hreiðar er búinn að vera frábær í vetur og dettur svo inná einn slakan leik. Óheppilegt að það skuli akkúrat vera þessi leikur en ég ætla ekki að skella skuldinni á hann.“ Bjartur Guðmundsson, leikmaður Gróttu, fékk beint rautt spjald í fyrri hálfleik eftir að hafa slegið Þorgrím Smára Ólafsson í andlitið. Það var lítið við þeim dómi að segja en Einar og hans menn voru ósáttir á bekknum þegar Þorsteinn Gauti braut á Magnúsi Öder skömmu síðar. Einar sagðist hafa viljað sjá rautt á meðan leik stóð en eftir á að hyggja hafi það líklega ekki verið réttur dómur. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað sjá rautt spjald en ég er ekki viss um að það hefði verið réttur dómur. Toni (Anton Gylfi Pálsson) útskýrði það ágætlega fyrir mér hvað gerðist, ég treysti honum fullkomlega fyrir því.“ Það er enn ein pásan framundan segir Einar en nú eru rúmar tvær vikur í næsta leik. Einar hefur þá góðan tíma til að undirbúa liðið fyrir aðra hörku viðureign er þeir mæta Akureyri í næstu umferð. „Við þurfum að vera betri en við vorum í dag, þessi frammistaða dugar ekki til þess að vinna neitt lið í deildinni.“ En getur Grótta haldið sér uppi í deildinni? „Að sjálfsögðu, það eru fimm leikir eftir af mótinu held ég. Við getum unnið öll þessi lið sem við eigum eftir að keppa á móti en til þess þurfum við að spila miklu betur en í dag. Ég ætla ekki að fara að fella liðið í beinni útsendingu, þetta er engin ríkisstjórn, við bara höldum áfram og sjáum svo hvað setur,“ segir Einar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Fram 18-24 │Fram skildi Gróttu eftir á botninum Fram hafði betur í fallbaráttuslagnum með 6 mörkum, 18-24. 28. febrúar 2019 22:15 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Fram 18-24 │Fram skildi Gróttu eftir á botninum Fram hafði betur í fallbaráttuslagnum með 6 mörkum, 18-24. 28. febrúar 2019 22:15