Íbúar á Akureyri ósáttir við steypuframleiðslu Sighvatur Jónsson skrifar 10. febrúar 2019 14:00 Loftmynd af svæðinu í Giljahverfi. Vísir/Aðsent Íbúar í Giljahverfi á Akureyri mótmæla steypueiningaframleiðslu í hverfinu. Formaður hverfisnefndar segir að íbúar hafi áhyggjur af mengandi starfsemi nálægt byggð. Fulltrúi fyrirtækisins segir að það treysti sér til að hanna og byggja verksmiðju sem uppfylli skilyrði heilbrigðisyfirvalda. Fréttavefurinn Vikudagur.is greinir frá því að íbúar í Giljahverfi á Akureyri séu ósáttir við steypueiningaverksmiðju á Rangárvöllum í um 100 metra fjarlægð frá íbúðahverfi. Finnur Víkingsson, formaður hverfisnefndar, segir að íbúar geri athugasemd við fyrirætlanir fyrirtækisins SS Byggir. „Við gerum athugasemd við að það sé verið að búa til skilyrði til þess að hægt sé að setja mengandi starfsemi allt of nálægt íbúðabyggð með allt að 55 desíbela hávaða við rúðu á húsnæði þar sem fólk býr í. Það er verið að búa til leyfi svo starfsemi geti verið þarna frá klukkan sjö á morgnana til klukkan 21 á kvöldin alla virka daga með allt of miklum hávaða,“ segir Finnur.Skipulagsráð Akureyrarbæjar tók málið fyrir nýverið þar sem afgreiðslu umsóknar SS Byggis um stækkun lóðar var frestað þar sem umsagnir liggja ekki fyrir frá Norðurorku og Rarik sem eru með starfsemi á svæðinu.Steypustöð er misskilningur Helgi Örn Eyþórsson hjá SS Byggi segir að fyrirtækið vilji hefja starfsemi sem uppfyllir skilyrði heilbrigðisyfirvalda. Það sé misskilningur að ætlunin sé að reisa steypustöð á svæðinu. Sótt sé um stækkun lóðar til að geta stækkað og lokið framkvæmdum við hálfklárað hús sem fyrirtækið keypti í hverfinu, en þar var áður varaaflstöð Landsvirkjunar. Vegna gagnrýni nágranna segir Helgi að ein steypueiningavinnustöð sé í húsinu sem sé notuð hluta úr ári. Fyrirtækið treysti sér til að hanna og byggja steypueiningaverksmiðju sem verði innan mengunarmarka.Uppfært 11. febrúar klukkan 10.35: Í umsókn SS Byggis til Akureyjarbæjar frá 17. janúar 2018 sem fréttastofa hefur undir höndum kemur skýrt fram að ætlunin sé að setja upp steypustöð: „Lóðarhafi er með rekstur á einingaverksmiðju fyrir steyptar einingar og hyggst auka þá framleiðslu með því að stækka húsið og í framhaldi af því að setja upp steypustöð.“Umsókn verði hafnað Finnur Víkingsson, formaður hverfisnefndar, vonar að bæjaryfirvöld hafni umsókn lóðarhafa um stækkun á þeim forsendum að hann fái aldrei leyfi til að setja upp steypustöð og ekki stækkun á steypueiningarverksmiðju. „Ef hann fær stækkun á lóðina er það óbeint leyfi til að byggja steypustöð sem bæjaryfirvöld ætla aldrei að leyfa honum að setja í gang,“ segir Finnur. Akureyri Skipulag Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Íbúar í Giljahverfi á Akureyri mótmæla steypueiningaframleiðslu í hverfinu. Formaður hverfisnefndar segir að íbúar hafi áhyggjur af mengandi starfsemi nálægt byggð. Fulltrúi fyrirtækisins segir að það treysti sér til að hanna og byggja verksmiðju sem uppfylli skilyrði heilbrigðisyfirvalda. Fréttavefurinn Vikudagur.is greinir frá því að íbúar í Giljahverfi á Akureyri séu ósáttir við steypueiningaverksmiðju á Rangárvöllum í um 100 metra fjarlægð frá íbúðahverfi. Finnur Víkingsson, formaður hverfisnefndar, segir að íbúar geri athugasemd við fyrirætlanir fyrirtækisins SS Byggir. „Við gerum athugasemd við að það sé verið að búa til skilyrði til þess að hægt sé að setja mengandi starfsemi allt of nálægt íbúðabyggð með allt að 55 desíbela hávaða við rúðu á húsnæði þar sem fólk býr í. Það er verið að búa til leyfi svo starfsemi geti verið þarna frá klukkan sjö á morgnana til klukkan 21 á kvöldin alla virka daga með allt of miklum hávaða,“ segir Finnur.Skipulagsráð Akureyrarbæjar tók málið fyrir nýverið þar sem afgreiðslu umsóknar SS Byggis um stækkun lóðar var frestað þar sem umsagnir liggja ekki fyrir frá Norðurorku og Rarik sem eru með starfsemi á svæðinu.Steypustöð er misskilningur Helgi Örn Eyþórsson hjá SS Byggi segir að fyrirtækið vilji hefja starfsemi sem uppfyllir skilyrði heilbrigðisyfirvalda. Það sé misskilningur að ætlunin sé að reisa steypustöð á svæðinu. Sótt sé um stækkun lóðar til að geta stækkað og lokið framkvæmdum við hálfklárað hús sem fyrirtækið keypti í hverfinu, en þar var áður varaaflstöð Landsvirkjunar. Vegna gagnrýni nágranna segir Helgi að ein steypueiningavinnustöð sé í húsinu sem sé notuð hluta úr ári. Fyrirtækið treysti sér til að hanna og byggja steypueiningaverksmiðju sem verði innan mengunarmarka.Uppfært 11. febrúar klukkan 10.35: Í umsókn SS Byggis til Akureyjarbæjar frá 17. janúar 2018 sem fréttastofa hefur undir höndum kemur skýrt fram að ætlunin sé að setja upp steypustöð: „Lóðarhafi er með rekstur á einingaverksmiðju fyrir steyptar einingar og hyggst auka þá framleiðslu með því að stækka húsið og í framhaldi af því að setja upp steypustöð.“Umsókn verði hafnað Finnur Víkingsson, formaður hverfisnefndar, vonar að bæjaryfirvöld hafni umsókn lóðarhafa um stækkun á þeim forsendum að hann fái aldrei leyfi til að setja upp steypustöð og ekki stækkun á steypueiningarverksmiðju. „Ef hann fær stækkun á lóðina er það óbeint leyfi til að byggja steypustöð sem bæjaryfirvöld ætla aldrei að leyfa honum að setja í gang,“ segir Finnur.
Akureyri Skipulag Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira