Yrðu bestu lög í heimi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. febrúar 2019 07:00 Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er kynjafræðingur og baráttujaxl í mannréttindabaráttu trans- og intersexfólks á Íslandi. Fréttablaðið/Stefán „Þessi löggjöf yrði veigamesta breyting sem orðið hefur á réttarstöðu trans- og intersexfólks á Íslandi og myndi verða sú fremsta í heimi ef hún yrði að veruleika í sinni víðustu mynd,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur um frumvarpsdrög Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. Markmið frumvarpsins er að festa í lögum rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sjálfir og tryggja með því að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Meðal réttinda sem það kveður á um er réttur einstaklinga til að ákveða sjálfir hvernig kyn þeirra er skilgreint í þjóðskrá, réttur frá 15 ára aldri til að breyta þeirri skráningu auk nafnbreytingar við sama tækifæri. Slíkan rétt getur hver einstaklingur þó einungis nýtt einu sinni samkvæmt frumvarpinu, nema sérstaklega standi á. Þá er lagt til að einstaklingum verði einnig tryggður réttur til að hafa hlutlausa kynskráningu. Heimild til skráningar með þessum hætti felur í sér viðurkenningu á því að það falli ekki allir undir tvískiptinguna í kven- og karlkyn og heimildin mun fela í sér að fólk verði ekki lengur þvingað til að undirgangast þessa skiptingu heldur verði gert ráð fyrir þriðja möguleikanum, hlutlausri skráningu kyns; eins og það er orðað í frumvarpsdrögunum. Samkvæmt frumvarpinu verður kynlaus skráning í vegabréfum táknuð með bókstafnum X, eins og tíðkast hefur erlendis. Ugla vekur einnig athygli á bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu um skipun starfshóps sem gera á tillögur um þjónustu við börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni og segir mikilvægt að börnum verði tryggð vernd gegn inngripum í kyneinkenni þeirra. Ugla hefur tekið þátt í undirbúningi að gerð frumvarpsins sem hófst árið 2015 í grasrót Vinstri grænna. Hún segir frumvarpið hafa verið unnið í samstarfi fagfólks og fólks úr grasrótarstarfi hinsegin samfélagsins. Samráð hafi verið við fjölda innlendra stofnana auk sérfræðinga víða um heim. „Þessi útkoma er ekki eitthvað sem okkur datt í hug í fyrradag heldur hefur tekið mörg ár að safna saman þekkingu og reynslu sem skilar okkur þessari niðurstöðu,“ segir Ugla og bindur vonir við að ekki verði hróf lað við þeim réttindum sem því er ætlað að tryggja þegar frumvarpið fer til meðferðar á Alþingi. „Við væntum þess að þingið skilji mikilvægi þess að við, trans og intersex fólk, fáum að stjórna ferðinni og hlustað sé á okkar þarfir, verði gerðar breytingar á frumvarpinu,“ segir Ugla. Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira
„Þessi löggjöf yrði veigamesta breyting sem orðið hefur á réttarstöðu trans- og intersexfólks á Íslandi og myndi verða sú fremsta í heimi ef hún yrði að veruleika í sinni víðustu mynd,“ segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur um frumvarpsdrög Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um kynrænt sjálfræði. Markmið frumvarpsins er að festa í lögum rétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt sjálfir og tryggja með því að kynvitund þeirra njóti viðurkenningar. Meðal réttinda sem það kveður á um er réttur einstaklinga til að ákveða sjálfir hvernig kyn þeirra er skilgreint í þjóðskrá, réttur frá 15 ára aldri til að breyta þeirri skráningu auk nafnbreytingar við sama tækifæri. Slíkan rétt getur hver einstaklingur þó einungis nýtt einu sinni samkvæmt frumvarpinu, nema sérstaklega standi á. Þá er lagt til að einstaklingum verði einnig tryggður réttur til að hafa hlutlausa kynskráningu. Heimild til skráningar með þessum hætti felur í sér viðurkenningu á því að það falli ekki allir undir tvískiptinguna í kven- og karlkyn og heimildin mun fela í sér að fólk verði ekki lengur þvingað til að undirgangast þessa skiptingu heldur verði gert ráð fyrir þriðja möguleikanum, hlutlausri skráningu kyns; eins og það er orðað í frumvarpsdrögunum. Samkvæmt frumvarpinu verður kynlaus skráning í vegabréfum táknuð með bókstafnum X, eins og tíðkast hefur erlendis. Ugla vekur einnig athygli á bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu um skipun starfshóps sem gera á tillögur um þjónustu við börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni og segir mikilvægt að börnum verði tryggð vernd gegn inngripum í kyneinkenni þeirra. Ugla hefur tekið þátt í undirbúningi að gerð frumvarpsins sem hófst árið 2015 í grasrót Vinstri grænna. Hún segir frumvarpið hafa verið unnið í samstarfi fagfólks og fólks úr grasrótarstarfi hinsegin samfélagsins. Samráð hafi verið við fjölda innlendra stofnana auk sérfræðinga víða um heim. „Þessi útkoma er ekki eitthvað sem okkur datt í hug í fyrradag heldur hefur tekið mörg ár að safna saman þekkingu og reynslu sem skilar okkur þessari niðurstöðu,“ segir Ugla og bindur vonir við að ekki verði hróf lað við þeim réttindum sem því er ætlað að tryggja þegar frumvarpið fer til meðferðar á Alþingi. „Við væntum þess að þingið skilji mikilvægi þess að við, trans og intersex fólk, fáum að stjórna ferðinni og hlustað sé á okkar þarfir, verði gerðar breytingar á frumvarpinu,“ segir Ugla.
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira