Björguðu lífi samstarfskonu sinnar: „Ég væri ekki hér ef ekki væri fyrir þær“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 13:16 Ragnhildur Gunnarsdóttir, Sesselja Kristinsdóttir, Hulda Björg Jónasdóttir og Katazyna Jakubowska ásamt Árna Gunnarssyni, formanni Rauða krossins í Reykjavík. Vísir/Sigurjón Kona sem fór í hjartastopp á líf sitt að launa þremur samstarfskonum sínum sem björguðu lífi hennar. Tvísýnt var í nokkra daga hvort hún myndi lifa af en Rauði krossinn heiðraði samstarfskonur hennar í dag fyrir skyndihjálparafrek. Sesselja Kristinsdóttir er 28 ára starfsmaður leikskólans Vinagarðs. Hún hefur alltaf verið hraust svo það var án nokkurs fyrirvara sem hún fór skyndilega í hjartastopp í apríl í fyrra. „Ég bara fer í hjartastopp hérna á kaffistofunni,“ segir Sesselja í samtali við fréttastofu. Samstarfskonur hennar þær Katarzyna Jakubowska, Ragnhildur Gunnarsdóttir og Hulda Björg Jónasdóttir, brugðust hárrétt við en án þess að hika byrjuðu þær hjartahnoð á meðan ein þeirra hringdi eftir aðstoð. Eftir nokkra tvísýna daga á gjörgæslu kom Sesselja til baka og þykir ljóst að snarræði samstarfskvenna hennar var það sem réði úrslitum. Hún náði það fljótt aftur heilsu að hún gat tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. „Ég væri ekki hér ef ekki væri fyrir þær,“ segir Sesselja. 112 dagurinn er í dag, 11. febrúar, og að því tilefni veitti Rauði krossinn í Reykjavík samstarfskonum Sesselju, viðurkenningu fyrir afrekið. Þær hvetja alla til að sækja skyndihjálparnámskeið. „Það er nauðsynlegt að fara á svona námskeið, ég myndi segja það og það skipti sköpum hvernig við brugðumst við, að hafa lært þetta,“ segir Hulda Gunnarsdóttir, starfsmaður leikskólans Vinagarðs. Slökkvilið Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Kona sem fór í hjartastopp á líf sitt að launa þremur samstarfskonum sínum sem björguðu lífi hennar. Tvísýnt var í nokkra daga hvort hún myndi lifa af en Rauði krossinn heiðraði samstarfskonur hennar í dag fyrir skyndihjálparafrek. Sesselja Kristinsdóttir er 28 ára starfsmaður leikskólans Vinagarðs. Hún hefur alltaf verið hraust svo það var án nokkurs fyrirvara sem hún fór skyndilega í hjartastopp í apríl í fyrra. „Ég bara fer í hjartastopp hérna á kaffistofunni,“ segir Sesselja í samtali við fréttastofu. Samstarfskonur hennar þær Katarzyna Jakubowska, Ragnhildur Gunnarsdóttir og Hulda Björg Jónasdóttir, brugðust hárrétt við en án þess að hika byrjuðu þær hjartahnoð á meðan ein þeirra hringdi eftir aðstoð. Eftir nokkra tvísýna daga á gjörgæslu kom Sesselja til baka og þykir ljóst að snarræði samstarfskvenna hennar var það sem réði úrslitum. Hún náði það fljótt aftur heilsu að hún gat tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. „Ég væri ekki hér ef ekki væri fyrir þær,“ segir Sesselja. 112 dagurinn er í dag, 11. febrúar, og að því tilefni veitti Rauði krossinn í Reykjavík samstarfskonum Sesselju, viðurkenningu fyrir afrekið. Þær hvetja alla til að sækja skyndihjálparnámskeið. „Það er nauðsynlegt að fara á svona námskeið, ég myndi segja það og það skipti sköpum hvernig við brugðumst við, að hafa lært þetta,“ segir Hulda Gunnarsdóttir, starfsmaður leikskólans Vinagarðs.
Slökkvilið Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira