Björguðu lífi samstarfskonu sinnar: „Ég væri ekki hér ef ekki væri fyrir þær“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 13:16 Ragnhildur Gunnarsdóttir, Sesselja Kristinsdóttir, Hulda Björg Jónasdóttir og Katazyna Jakubowska ásamt Árna Gunnarssyni, formanni Rauða krossins í Reykjavík. Vísir/Sigurjón Kona sem fór í hjartastopp á líf sitt að launa þremur samstarfskonum sínum sem björguðu lífi hennar. Tvísýnt var í nokkra daga hvort hún myndi lifa af en Rauði krossinn heiðraði samstarfskonur hennar í dag fyrir skyndihjálparafrek. Sesselja Kristinsdóttir er 28 ára starfsmaður leikskólans Vinagarðs. Hún hefur alltaf verið hraust svo það var án nokkurs fyrirvara sem hún fór skyndilega í hjartastopp í apríl í fyrra. „Ég bara fer í hjartastopp hérna á kaffistofunni,“ segir Sesselja í samtali við fréttastofu. Samstarfskonur hennar þær Katarzyna Jakubowska, Ragnhildur Gunnarsdóttir og Hulda Björg Jónasdóttir, brugðust hárrétt við en án þess að hika byrjuðu þær hjartahnoð á meðan ein þeirra hringdi eftir aðstoð. Eftir nokkra tvísýna daga á gjörgæslu kom Sesselja til baka og þykir ljóst að snarræði samstarfskvenna hennar var það sem réði úrslitum. Hún náði það fljótt aftur heilsu að hún gat tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. „Ég væri ekki hér ef ekki væri fyrir þær,“ segir Sesselja. 112 dagurinn er í dag, 11. febrúar, og að því tilefni veitti Rauði krossinn í Reykjavík samstarfskonum Sesselju, viðurkenningu fyrir afrekið. Þær hvetja alla til að sækja skyndihjálparnámskeið. „Það er nauðsynlegt að fara á svona námskeið, ég myndi segja það og það skipti sköpum hvernig við brugðumst við, að hafa lært þetta,“ segir Hulda Gunnarsdóttir, starfsmaður leikskólans Vinagarðs. Slökkvilið Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Kona sem fór í hjartastopp á líf sitt að launa þremur samstarfskonum sínum sem björguðu lífi hennar. Tvísýnt var í nokkra daga hvort hún myndi lifa af en Rauði krossinn heiðraði samstarfskonur hennar í dag fyrir skyndihjálparafrek. Sesselja Kristinsdóttir er 28 ára starfsmaður leikskólans Vinagarðs. Hún hefur alltaf verið hraust svo það var án nokkurs fyrirvara sem hún fór skyndilega í hjartastopp í apríl í fyrra. „Ég bara fer í hjartastopp hérna á kaffistofunni,“ segir Sesselja í samtali við fréttastofu. Samstarfskonur hennar þær Katarzyna Jakubowska, Ragnhildur Gunnarsdóttir og Hulda Björg Jónasdóttir, brugðust hárrétt við en án þess að hika byrjuðu þær hjartahnoð á meðan ein þeirra hringdi eftir aðstoð. Eftir nokkra tvísýna daga á gjörgæslu kom Sesselja til baka og þykir ljóst að snarræði samstarfskvenna hennar var það sem réði úrslitum. Hún náði það fljótt aftur heilsu að hún gat tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. „Ég væri ekki hér ef ekki væri fyrir þær,“ segir Sesselja. 112 dagurinn er í dag, 11. febrúar, og að því tilefni veitti Rauði krossinn í Reykjavík samstarfskonum Sesselju, viðurkenningu fyrir afrekið. Þær hvetja alla til að sækja skyndihjálparnámskeið. „Það er nauðsynlegt að fara á svona námskeið, ég myndi segja það og það skipti sköpum hvernig við brugðumst við, að hafa lært þetta,“ segir Hulda Gunnarsdóttir, starfsmaður leikskólans Vinagarðs.
Slökkvilið Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira