Hætt kominn á hálum ís við selfie-töku Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2019 14:18 Aldan kom aftan að ferðamanninum. Mynd/Kristján E.K. Hann var hætt kominn ferðamaðurinn sem klöngrast hafði upp á ísjaka á Demantaströndinni svokölluðu við Jökulsárlón í gær. Alda skall fyrirvarlaust á jakann þegar ferðamaðurinn var taka mynd af sjálfum sér. Það var leiðsögumaðurinn Kristján E. Karlsson sem náði myndunum sem fylgja þessari frétt og líkt og sjá má ekki miklu muna að illa hafi farið. „Hann var með myndavél þarna og var að taka selfie. Það gengur allt út á það,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Jakinn ruggaðist fram og til baka í flæðarmálinu á meðan ferðamaðurinn, af asísku bergi brotinn, stóð upp á honum. Að sögn Kristjáns komst hann hvorki lönd né strönd í nokkrar mínútur og þurfti hann að bíða eftir því að sjórinn flæddi út á nýjan leik til þess að komast aftur niður og upp á ströndina.Líkt og sjá má þurfti ferðamaðurinn að reyna sitt ítrasta til þess að halda jafnvægi.Mynd/Kristján E.K.„Hættan sem sést ekki þarna er að þessir klakar eru á hreyfingu,“ segir Kristján sem telur að ferðamaðurinn hafi í þessu tilviki ekki áttað sig á hættunni sem fylgt hafi því að klifra upp á jakann. „Þetta var ofurhugi, ungur maður, sem var fífldjarfur,“ segir Kristján og bætir við að ferðamanninum hafi verið brugðið þegar hann komst niður af jakanum.Að lokum gat hann hlaupið í burtu.Mynd/Kristján E.K.„Hann var skelfdur, aldan skellur á honum og jakinn hreyfist. Það er hættuspilið, öldurnar eru að hreyfa jakann og ef þú dettur þarna og þá skellur jaki á þér þá ertu bara kraminn eins og fluga. Þetta er tonn sem hann stendur á.“ Leiðsögumaðurinn Kristján segir það algenga sjón að sjá ferðamenn fara út á ystu nöf. „Umgengi við íslenska náttúru, það er bara eitthvað sem er ekki öllum gefið.“ Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Þjóðgarðar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Hann var hætt kominn ferðamaðurinn sem klöngrast hafði upp á ísjaka á Demantaströndinni svokölluðu við Jökulsárlón í gær. Alda skall fyrirvarlaust á jakann þegar ferðamaðurinn var taka mynd af sjálfum sér. Það var leiðsögumaðurinn Kristján E. Karlsson sem náði myndunum sem fylgja þessari frétt og líkt og sjá má ekki miklu muna að illa hafi farið. „Hann var með myndavél þarna og var að taka selfie. Það gengur allt út á það,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Jakinn ruggaðist fram og til baka í flæðarmálinu á meðan ferðamaðurinn, af asísku bergi brotinn, stóð upp á honum. Að sögn Kristjáns komst hann hvorki lönd né strönd í nokkrar mínútur og þurfti hann að bíða eftir því að sjórinn flæddi út á nýjan leik til þess að komast aftur niður og upp á ströndina.Líkt og sjá má þurfti ferðamaðurinn að reyna sitt ítrasta til þess að halda jafnvægi.Mynd/Kristján E.K.„Hættan sem sést ekki þarna er að þessir klakar eru á hreyfingu,“ segir Kristján sem telur að ferðamaðurinn hafi í þessu tilviki ekki áttað sig á hættunni sem fylgt hafi því að klifra upp á jakann. „Þetta var ofurhugi, ungur maður, sem var fífldjarfur,“ segir Kristján og bætir við að ferðamanninum hafi verið brugðið þegar hann komst niður af jakanum.Að lokum gat hann hlaupið í burtu.Mynd/Kristján E.K.„Hann var skelfdur, aldan skellur á honum og jakinn hreyfist. Það er hættuspilið, öldurnar eru að hreyfa jakann og ef þú dettur þarna og þá skellur jaki á þér þá ertu bara kraminn eins og fluga. Þetta er tonn sem hann stendur á.“ Leiðsögumaðurinn Kristján segir það algenga sjón að sjá ferðamenn fara út á ystu nöf. „Umgengi við íslenska náttúru, það er bara eitthvað sem er ekki öllum gefið.“
Ferðamennska á Íslandi Skaftárhreppur Þjóðgarðar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira