Segir launahækkun bankastjóra úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. febrúar 2019 17:59 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra furðar sig á launahækkun sem bankaráð Landsbankans veitti Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra bankans. Laun Lilju hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017 en frá 1. júlí 2017 hefur bankaráð hækkað laun hennar þrisvar sinnum. Forsætisráðherrann var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði launahækkunina ekki endurspegla þróun launa annars staðar í samfélaginu. „Samkvæmt fréttum er þetta 82 prósenta hækkun frá árinu 2017 sem er auðvitað úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu, hvort sem litið er til almenna eða opinbera markaðarins.“ Katrín segir þingið vera með til meðferðar frumvarp frá Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem gert sé ráð fyrir því að laun æðstu embættismanna ríkisins fylgi opinberri launaþróun. „Það er tilraun til þess að marka skýra stefnu um það að hið opinbera eigi ekki að vera leiðandi í launaþróun. Við erum hér með starfskjarastefnu fyrir opinber fyrirtæki þar sem er talað um það að laun eigi að vera hófleg og samkeppnishæf. Ég hlýt að spyrja hvort að 82 prósenta launahækkun teljist hófleg í einhverjum veruleika og sömuleiðis ef við erum að tala um að laun séu samkeppnishæf, við hvað er þá verið að miða?“ spyr Katrín og bendir á að laun Lilju séu mun hærri en laun fjármála- og efnahagsráðherra sem fari þó með stjórn bankamála í landinu.Lilja Björk Einarsdóttir var ráðin bankastjóri í mars 2017. Síðan þá hefur bankaráð hækkað mánaðarlaun hennar um 1,7 milljónir.Fréttablaðið/EyþórAðspurð hvort einhverjar skýringar á launahækkuninni hafi borist hinu opinbera frá ríkisfyrirtækinu Landsbankanum sagði Katrín að tilmæli hafi verið send út til Landsbankans og annarra ríkisfyrirtækja um að stjórnir skyldu gæta hófs í ákvörðunum sínum, til að mynda þeim sem tengist launamálum. „Ég tel að stjórnvöld þurfi að setja sér skýrari starfskjarastefnu þar sem það er hreinlega skrifað út hvaða starfskjarastefnu þessi opinberu fyrirtæki eigi að fylgja, í ljósi þess að fyrirkomulagið er þannig að það er einhver armslengd frá ríki til stjórnar þessa fyrirtækja. Ef þau telja að þetta sé í samræmi við hóflega og samkeppnishæfa launastefnu þá þarf ríkið greinilega að endurskoða þessa starfskjarastefnu,“ sagði Katrín.Viðtalið við Katrínu í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan. Alþingi Kjaramál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra furðar sig á launahækkun sem bankaráð Landsbankans veitti Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra bankans. Laun Lilju hafa hækkað um tæp 82 prósent frá árinu 2017 en frá 1. júlí 2017 hefur bankaráð hækkað laun hennar þrisvar sinnum. Forsætisráðherrann var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún sagði launahækkunina ekki endurspegla þróun launa annars staðar í samfélaginu. „Samkvæmt fréttum er þetta 82 prósenta hækkun frá árinu 2017 sem er auðvitað úr öllu samræmi við launaþróun í samfélaginu, hvort sem litið er til almenna eða opinbera markaðarins.“ Katrín segir þingið vera með til meðferðar frumvarp frá Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, þar sem gert sé ráð fyrir því að laun æðstu embættismanna ríkisins fylgi opinberri launaþróun. „Það er tilraun til þess að marka skýra stefnu um það að hið opinbera eigi ekki að vera leiðandi í launaþróun. Við erum hér með starfskjarastefnu fyrir opinber fyrirtæki þar sem er talað um það að laun eigi að vera hófleg og samkeppnishæf. Ég hlýt að spyrja hvort að 82 prósenta launahækkun teljist hófleg í einhverjum veruleika og sömuleiðis ef við erum að tala um að laun séu samkeppnishæf, við hvað er þá verið að miða?“ spyr Katrín og bendir á að laun Lilju séu mun hærri en laun fjármála- og efnahagsráðherra sem fari þó með stjórn bankamála í landinu.Lilja Björk Einarsdóttir var ráðin bankastjóri í mars 2017. Síðan þá hefur bankaráð hækkað mánaðarlaun hennar um 1,7 milljónir.Fréttablaðið/EyþórAðspurð hvort einhverjar skýringar á launahækkuninni hafi borist hinu opinbera frá ríkisfyrirtækinu Landsbankanum sagði Katrín að tilmæli hafi verið send út til Landsbankans og annarra ríkisfyrirtækja um að stjórnir skyldu gæta hófs í ákvörðunum sínum, til að mynda þeim sem tengist launamálum. „Ég tel að stjórnvöld þurfi að setja sér skýrari starfskjarastefnu þar sem það er hreinlega skrifað út hvaða starfskjarastefnu þessi opinberu fyrirtæki eigi að fylgja, í ljósi þess að fyrirkomulagið er þannig að það er einhver armslengd frá ríki til stjórnar þessa fyrirtækja. Ef þau telja að þetta sé í samræmi við hóflega og samkeppnishæfa launastefnu þá þarf ríkið greinilega að endurskoða þessa starfskjarastefnu,“ sagði Katrín.Viðtalið við Katrínu í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Kjaramál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Rugl og dómgreindarbrestur segja ráðherrar um launahækkun Lilju Forsætisráðherra og félagsmálaráðherra eru harðorðir í garð bankaráðs Landsbankans sem hækkuðu laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, um 17 prósent árið 2018. 11. febrúar 2019 13:47
Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00