Stuttgart var efst á blaði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2019 08:30 Elvar Ásgeirsson er markahæsti leikmaður Aftureldingar í Olís-deildinni með 77 mörk. Fréttablaðið/Ernir „Ég kíkti til þeirra í nóvember og aftur í desember. Síðan hefur þetta verið í ferli. Ég hef verið þolinmóður og leyft þeim að taka ákvörðun. Þeir voru að klára að púsla liðinu saman fyrir næsta tímabil,“ sagði Elvar Ásgeirsson í samtali við Fréttablaðið um aðdraganda félagaskipta hans til þýska úrvalsdeildarliðsins Stuttgart. Elvar klárar tímabilið með Aftureldingu en heldur svo til Þýskalands í sumar. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Stuttgart sem er á sínu fjórða tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Þegar þetta er skrifað er liðið í 12. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 20 umferðir. „Aðstaðan þarna er í hæsta gæðaflokki. Mér líst vel á allt, bæði verðandi liðsfélaga og þjálfarann [Jürgen Schweikardt]. Það er fjölskyldustemning í félaginu sem ég er vanur,“ sagði Elvar. Að hans sögn var Stuttgart alltaf fyrsti kostur eftir að félagið byrjaði að sýna honum áhuga. „Mér leist mjög vel á það sem þeir höfðu upp á að bjóða. Þýska deildin var ekkert endilega fyrsti kostur en Stuttgart var klárlega efst á blaði.“ Á þessu tímabili hefur Elvar mestmegnis verið notaður sem skytta en honum er ætlað að spila sem leikstjórnandi hjá Stuttgart. Þar mun hann m.a. fylla skarð Michaels Kraus, fyrrverandi heimsmeistara með þýska landsliðinu. „Ég mun deila leikstjórnandastöðunni með öðrum leikmanni og samkeppnin verður hörð. Tilfinningin sem ég fæ er að ég fái að spila mikið en svo fer það bara eftir því hvernig maður stendur sig,“ sagði Elvar. Mosfellingurinn hefur verið afar seinheppinn hvað meiðsli varðar á undanförnum árum. Elvar segist hafa gengist undir ítarlega læknisskoðun hjá Stuttgart og hún hafi komið vel út. „Þeir grandskoðuðu mig, tóku mynd af hnénu þar sem ég sleit krossband og ökklanum sem brotnaði. Það leit allt vel út,“ sagði Elvar. Fyrir rúmu ári fótbrotnaði hann í jólatréssöfnun handknattleiksdeildar Aftureldingar. Hann lét söfnunina vera í ár. „Ég fékk hvíld frá henni,“ sagði hann hlæjandi. Elvar, sem er 24 ára, hefur verið lykilmaður í liði Aftureldingar undanfarin ár og er markahæsti leikmaður þess í Olís-deildinni í vetur með 77 mörk í 15 leikjum. Mosfellingar hafa verið nálægt því að vinna titla síðustu ár en aldrei tekið stóra skrefið. Afturelding tapaði fyrir Haukum í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn 2015 og 2016 og fyrir Val í bikarúrslitum 2017. Elvar vill kveðja félagið sitt með titli. „Ég er glaður að þetta sé frágengið og nú get ég einbeitt mér að því að vinna titla með uppeldisfélaginu. Við lítum stórt á okkur og finnst við vera með ógeðslega gott lið. Markmiðin eru skýr; að berjast um alla titla sem í boði eru. Draumurinn er að kveðja Aftureldingu með titli,“ sagði Elvar en Afturelding er í 5. sæti Olís-deildarinnar og komið í 8-liða úrslit Coca-Cola-bikarsins þar sem liðið mætir FH eftir viku. Olís-deild karla Tengdar fréttir Elvar: Var alltaf inni í myndinni en lokasvarið tafðist Elvar Ásgeirsson var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður þýska félagsins Stuttgart. Hann segist ánægður með að samningurinn sé loksins kominn í höfn. 11. febrúar 2019 19:00 Elvar kemur í stað Mimi Kraus hjá Stuttgart Þýska úrvalsdeildarfélagið TVB Stuttgart tilkynnti í dag að félagið væri búið að semja við Elvar Ásgeirsson, leikmann Aftureldingar. 11. febrúar 2019 10:30 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
„Ég kíkti til þeirra í nóvember og aftur í desember. Síðan hefur þetta verið í ferli. Ég hef verið þolinmóður og leyft þeim að taka ákvörðun. Þeir voru að klára að púsla liðinu saman fyrir næsta tímabil,“ sagði Elvar Ásgeirsson í samtali við Fréttablaðið um aðdraganda félagaskipta hans til þýska úrvalsdeildarliðsins Stuttgart. Elvar klárar tímabilið með Aftureldingu en heldur svo til Þýskalands í sumar. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Stuttgart sem er á sínu fjórða tímabili í þýsku úrvalsdeildinni. Þegar þetta er skrifað er liðið í 12. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 20 umferðir. „Aðstaðan þarna er í hæsta gæðaflokki. Mér líst vel á allt, bæði verðandi liðsfélaga og þjálfarann [Jürgen Schweikardt]. Það er fjölskyldustemning í félaginu sem ég er vanur,“ sagði Elvar. Að hans sögn var Stuttgart alltaf fyrsti kostur eftir að félagið byrjaði að sýna honum áhuga. „Mér leist mjög vel á það sem þeir höfðu upp á að bjóða. Þýska deildin var ekkert endilega fyrsti kostur en Stuttgart var klárlega efst á blaði.“ Á þessu tímabili hefur Elvar mestmegnis verið notaður sem skytta en honum er ætlað að spila sem leikstjórnandi hjá Stuttgart. Þar mun hann m.a. fylla skarð Michaels Kraus, fyrrverandi heimsmeistara með þýska landsliðinu. „Ég mun deila leikstjórnandastöðunni með öðrum leikmanni og samkeppnin verður hörð. Tilfinningin sem ég fæ er að ég fái að spila mikið en svo fer það bara eftir því hvernig maður stendur sig,“ sagði Elvar. Mosfellingurinn hefur verið afar seinheppinn hvað meiðsli varðar á undanförnum árum. Elvar segist hafa gengist undir ítarlega læknisskoðun hjá Stuttgart og hún hafi komið vel út. „Þeir grandskoðuðu mig, tóku mynd af hnénu þar sem ég sleit krossband og ökklanum sem brotnaði. Það leit allt vel út,“ sagði Elvar. Fyrir rúmu ári fótbrotnaði hann í jólatréssöfnun handknattleiksdeildar Aftureldingar. Hann lét söfnunina vera í ár. „Ég fékk hvíld frá henni,“ sagði hann hlæjandi. Elvar, sem er 24 ára, hefur verið lykilmaður í liði Aftureldingar undanfarin ár og er markahæsti leikmaður þess í Olís-deildinni í vetur með 77 mörk í 15 leikjum. Mosfellingar hafa verið nálægt því að vinna titla síðustu ár en aldrei tekið stóra skrefið. Afturelding tapaði fyrir Haukum í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn 2015 og 2016 og fyrir Val í bikarúrslitum 2017. Elvar vill kveðja félagið sitt með titli. „Ég er glaður að þetta sé frágengið og nú get ég einbeitt mér að því að vinna titla með uppeldisfélaginu. Við lítum stórt á okkur og finnst við vera með ógeðslega gott lið. Markmiðin eru skýr; að berjast um alla titla sem í boði eru. Draumurinn er að kveðja Aftureldingu með titli,“ sagði Elvar en Afturelding er í 5. sæti Olís-deildarinnar og komið í 8-liða úrslit Coca-Cola-bikarsins þar sem liðið mætir FH eftir viku.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Elvar: Var alltaf inni í myndinni en lokasvarið tafðist Elvar Ásgeirsson var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður þýska félagsins Stuttgart. Hann segist ánægður með að samningurinn sé loksins kominn í höfn. 11. febrúar 2019 19:00 Elvar kemur í stað Mimi Kraus hjá Stuttgart Þýska úrvalsdeildarfélagið TVB Stuttgart tilkynnti í dag að félagið væri búið að semja við Elvar Ásgeirsson, leikmann Aftureldingar. 11. febrúar 2019 10:30 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Elvar: Var alltaf inni í myndinni en lokasvarið tafðist Elvar Ásgeirsson var í dag tilkynntur sem nýr leikmaður þýska félagsins Stuttgart. Hann segist ánægður með að samningurinn sé loksins kominn í höfn. 11. febrúar 2019 19:00
Elvar kemur í stað Mimi Kraus hjá Stuttgart Þýska úrvalsdeildarfélagið TVB Stuttgart tilkynnti í dag að félagið væri búið að semja við Elvar Ásgeirsson, leikmann Aftureldingar. 11. febrúar 2019 10:30