Forstjóri Bankasýslu ríkisins vill ekkert tjá sig um launahækkanir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 12. febrúar 2019 06:15 Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, aðspurður hvort hann hafi vitað af launahækkunum sem bankaráð Landsbankans ákvarðaði bankastjóra sínum. Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. Jón Gunnar kveðst ekki heldur vilja tjá sig um hvort hann hafi mótmæltþessari ákvörðun eða hvort hann taki undir með bankaráði Landsbankans að hækkunin, upp á alls 82 prósent, teljist hófleg aðgerð til að gera launakjör bankastjórans samkeppnishæf við önnur fjármálafyrirtæki. Fréttablaðið náði ekki í Helgu Björk Eiríksdóttur, formann bankaráðs Landsbankans, í gær þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur heldur ekki orðið við beiðni um viðbrögð síðan Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gagnrýndi launahækkunina sem óhóflega og tók um margt undir með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, sem var ómyrkur í máli varðandi hana í blaðinu í gær. Enginn tók þó dýpra í árinni en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sem á Facebook-síðu sinni sagði „þessar eilífu hækkanir forstjóra ríkis- fyrirtækja“ vera „óþolandi“. „Ríkisbankinn fremstur í flokki að hækka laun á sama tíma og aðrir eru varaðir við vegna kjarasamninga. Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans verða að sýna það í verki að þeim sé treystandi til að stýra fyrirtækjum í almannaeign. Ef ekki þá verða stjórnvöld að grípa inní með lagabreytingum. Í hreinskilni sagt þá fer þolinmæði mín þverrandi gagnvart þessu rugli.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, aðspurður hvort hann hafi vitað af launahækkunum sem bankaráð Landsbankans ákvarðaði bankastjóra sínum. Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í Landsbankanum, framfylgir eigendastefnu ríkisins og skipar bankaráð. Jón Gunnar kveðst ekki heldur vilja tjá sig um hvort hann hafi mótmæltþessari ákvörðun eða hvort hann taki undir með bankaráði Landsbankans að hækkunin, upp á alls 82 prósent, teljist hófleg aðgerð til að gera launakjör bankastjórans samkeppnishæf við önnur fjármálafyrirtæki. Fréttablaðið náði ekki í Helgu Björk Eiríksdóttur, formann bankaráðs Landsbankans, í gær þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur heldur ekki orðið við beiðni um viðbrögð síðan Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gagnrýndi launahækkunina sem óhóflega og tók um margt undir með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, sem var ómyrkur í máli varðandi hana í blaðinu í gær. Enginn tók þó dýpra í árinni en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, sem á Facebook-síðu sinni sagði „þessar eilífu hækkanir forstjóra ríkis- fyrirtækja“ vera „óþolandi“. „Ríkisbankinn fremstur í flokki að hækka laun á sama tíma og aðrir eru varaðir við vegna kjarasamninga. Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans verða að sýna það í verki að þeim sé treystandi til að stýra fyrirtækjum í almannaeign. Ef ekki þá verða stjórnvöld að grípa inní með lagabreytingum. Í hreinskilni sagt þá fer þolinmæði mín þverrandi gagnvart þessu rugli.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Kjaramál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent