Ragnar átti von á mótframboði Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. febrúar 2019 07:00 Ragnar Þór Ingólfsson. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Ég hef alltaf verið óhræddur við að setja mín störf í dóm félagsmanna og átti reyndar von á mótframboði. Um leið og ég fagna því að fá að halda áfram næstu tvö árin tekst ég á við það með mikilli auðmýkt og gleði,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Í gær rann út framboðsfrestur vegna formanns- og stjórnarkjörs í félaginu. Þar sem framboð Ragnars Þórs til formanns var það eina sem barst verður hann sjálfkjörinn formaður til næstu tveggja ára. „Ég bauð fram mína starfskrafta í formannskjörinu síðast og vann afgerandi sigur. Ég vil meina að ég hafi gert nákvæmlega það sem ég sagðist ætla að gera.“ Aðspurður segir hann að svo virðist sem andstaðan við störf sín innan félagsins risti ekki dýpra en þetta. „Við erum með stórt og fjölbreytt félag og það er viðbúið að það sé einhver ágreiningur um stefnur og strauma. Félagsmenn voru allavega sammála um að það væri enginn tilbúinn til þess að bjóða sig fram með eitthvað annað en ég hef verið að leggja áherslu á.“ Varðandi framhald kjaraviðræðna segir Ragnar að stjórnvöld séu farin að gefa því gaum hversu mikils sé til að vinna að ná að lenda lengri samningi. „Ég reikna með að í þessari eða næstu viku muni skýrast hvort þessar viðræður við stjórnvöld beri árangur. Ég leyfi mér að vera bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu úr þeim viðræðum, þangað til annað kemur í ljós.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
„Ég hef alltaf verið óhræddur við að setja mín störf í dóm félagsmanna og átti reyndar von á mótframboði. Um leið og ég fagna því að fá að halda áfram næstu tvö árin tekst ég á við það með mikilli auðmýkt og gleði,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Í gær rann út framboðsfrestur vegna formanns- og stjórnarkjörs í félaginu. Þar sem framboð Ragnars Þórs til formanns var það eina sem barst verður hann sjálfkjörinn formaður til næstu tveggja ára. „Ég bauð fram mína starfskrafta í formannskjörinu síðast og vann afgerandi sigur. Ég vil meina að ég hafi gert nákvæmlega það sem ég sagðist ætla að gera.“ Aðspurður segir hann að svo virðist sem andstaðan við störf sín innan félagsins risti ekki dýpra en þetta. „Við erum með stórt og fjölbreytt félag og það er viðbúið að það sé einhver ágreiningur um stefnur og strauma. Félagsmenn voru allavega sammála um að það væri enginn tilbúinn til þess að bjóða sig fram með eitthvað annað en ég hef verið að leggja áherslu á.“ Varðandi framhald kjaraviðræðna segir Ragnar að stjórnvöld séu farin að gefa því gaum hversu mikils sé til að vinna að ná að lenda lengri samningi. „Ég reikna með að í þessari eða næstu viku muni skýrast hvort þessar viðræður við stjórnvöld beri árangur. Ég leyfi mér að vera bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu úr þeim viðræðum, þangað til annað kemur í ljós.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira