Varasamt sé að leyfa þungunarrof of lengi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. febrúar 2019 06:15 Þungunarrofsfrumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra er til meðferðar í velferðarnefnd Alþingis um þessar mundir. Fréttablaðið/ERNIR Siðfræðistofnun Háskóla Íslands telur varasamt að heimila þungunarrof allt til 22. viku. Þetta kemur fram í umsögn stofnunarinnar við frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Umsögnin hverfist að mestu um þá fyrirætlan að færa óskilyrta heimild til þungunarrofs úr 12 vikum og upp í 22 og þau siðferðilegu álitamál sem hafa þurfi í huga við ákvörðun um hvaða tímamörk eigi að vera á heimild til þungunarrofs. Í umsögninni er vísað til þess að flestir telji að fóstur sem komið er með getu til að lifa sjálfstæðu lífi utan líkama móður sinnar eigi rétt til verndar óháð vilja móðurinnar. „Í þeim tilvikum sé litið svo á að fóstrið (barnið) þiggi ekki siðferðilegt gildi sitt frá vilja móður eða annarra sem að því standa heldur hafi það eigið gildi og eigi þar með sjálfstæðan rétt til lífs,“ segir í umsögninni. Að mati stofnunarinnar byggist ákvörðun um þungunarrof eftir sextándu viku yfirleitt á upplýsingum um eiginleika fósturs sem fást við fósturskimun, en ekki á því að konan vilji ekki eignast barn. Upplýsingarnar úr fósturgreiningu sem bendi til fötlunar eða sjúkdóms taki hins vegar ekki eingöngu til þeirra fóstra sem eigi ekki lífsvon heldur einnig til þeirra sem geta lifað með fötlunina. Stofnunin vísar í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem gerir ráð fyrir jöfnum rétti til lífs og þeirri túlkun á ákvæðum hans að ekki megi mismuna fóstrum vegna fötlunar. „Þetta þýðir að sú siðferðilega verndarlína sem fóstrið hefur á meðgöngu skuli dregin á sama stað fyrir öll fóstur, óháð skerðingu þeirra,“ segir í umsögninni. Að mati stofnunarinnar er heillavænlegra að færa línuna neðar, til dæmis við 18. viku. „Þá þrengjum við vissulega kosti kvenna til að velja þungunarrof. Sú þrenging er á hinn bóginn afleiðing mannréttindasáttmála fatlaðs fólks sem Ísland hefur innleitt. 10. gr. þess sáttmála miðar að því að vernda fóstur sem eru með skerðingar og rétt þeirra til lífs, færa stöðu þeirra til jafns við önnur fóstur. Frá siðferðilegu sjónarmiði er þetta meginþungi átakalínunnar sem við stöndum frammi fyrir í þessu frumvarpi,“ segir í umsögninni. Lögð er áhersla á að afgreiðslu frumvarpsins verði ekki flýtt um of vegna grundvallarspurninga og siðferðilegra álitamála sem þarfnist djúprar og upplýstrar umræðu í samfélaginu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þungunarrof Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Siðfræðistofnun Háskóla Íslands telur varasamt að heimila þungunarrof allt til 22. viku. Þetta kemur fram í umsögn stofnunarinnar við frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Umsögnin hverfist að mestu um þá fyrirætlan að færa óskilyrta heimild til þungunarrofs úr 12 vikum og upp í 22 og þau siðferðilegu álitamál sem hafa þurfi í huga við ákvörðun um hvaða tímamörk eigi að vera á heimild til þungunarrofs. Í umsögninni er vísað til þess að flestir telji að fóstur sem komið er með getu til að lifa sjálfstæðu lífi utan líkama móður sinnar eigi rétt til verndar óháð vilja móðurinnar. „Í þeim tilvikum sé litið svo á að fóstrið (barnið) þiggi ekki siðferðilegt gildi sitt frá vilja móður eða annarra sem að því standa heldur hafi það eigið gildi og eigi þar með sjálfstæðan rétt til lífs,“ segir í umsögninni. Að mati stofnunarinnar byggist ákvörðun um þungunarrof eftir sextándu viku yfirleitt á upplýsingum um eiginleika fósturs sem fást við fósturskimun, en ekki á því að konan vilji ekki eignast barn. Upplýsingarnar úr fósturgreiningu sem bendi til fötlunar eða sjúkdóms taki hins vegar ekki eingöngu til þeirra fóstra sem eigi ekki lífsvon heldur einnig til þeirra sem geta lifað með fötlunina. Stofnunin vísar í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem gerir ráð fyrir jöfnum rétti til lífs og þeirri túlkun á ákvæðum hans að ekki megi mismuna fóstrum vegna fötlunar. „Þetta þýðir að sú siðferðilega verndarlína sem fóstrið hefur á meðgöngu skuli dregin á sama stað fyrir öll fóstur, óháð skerðingu þeirra,“ segir í umsögninni. Að mati stofnunarinnar er heillavænlegra að færa línuna neðar, til dæmis við 18. viku. „Þá þrengjum við vissulega kosti kvenna til að velja þungunarrof. Sú þrenging er á hinn bóginn afleiðing mannréttindasáttmála fatlaðs fólks sem Ísland hefur innleitt. 10. gr. þess sáttmála miðar að því að vernda fóstur sem eru með skerðingar og rétt þeirra til lífs, færa stöðu þeirra til jafns við önnur fóstur. Frá siðferðilegu sjónarmiði er þetta meginþungi átakalínunnar sem við stöndum frammi fyrir í þessu frumvarpi,“ segir í umsögninni. Lögð er áhersla á að afgreiðslu frumvarpsins verði ekki flýtt um of vegna grundvallarspurninga og siðferðilegra álitamála sem þarfnist djúprar og upplýstrar umræðu í samfélaginu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þungunarrof Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira