Seinni bylgjan: Óþolandi að þurfa að horfa á svona menn sem virðast ekki nenna þessu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2019 11:00 Viðureign Stjörnunnar og FH var til umfjöllunar í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi, eins og aðrir leikir síðustu umferðar í Olís-deild karla. FH vann öruggan sigur á Stjörnunni, þrátt fyrir að fimm mikilvægir leikmenn væru fjarverandi. Þurftu þeir lítið að hafa fyrir sigrinum en frammistaða Stjörnumanna afar máttlaus. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, var ósáttur við frammistöðu sinna manna eftir leik og óttaðist að liðið væri að sogast niður í fallbarátu. Gunnar Berg Viktorsson þekkir vel til í Garðabænum og hann sagði frammistöðuna hafa verið arfaslaka í leiknum gegn FH. „Stjarnan var ótrúlega léleg. Alveg ótrúlega staðir, það mætir enginn á boltann til að fara í árásina. Menn fá boltann alltaf í kyrrstöðu, stinga niður og leggja svo af stað,“ sagði hann meðal annars. „Af hverju fær boltinn ekki að fljóta og menn reyna að finna færin? Þetta var ótrúlega lélegt.“ Sebastian Alexandersson tók undir þetta og bætti við: „Það eru vond skilaboð til annarra liða í deildinni að menn ætli að bakka þegar það er spilað aðeins fast á þá. Það eru ekki góð skilaboð.“ Gunnar Berg hélt svo áfram og sagði að karaktersleysi hefði einkennt Stjörnumenn í leiknum. „Hausinn er niður í bringu, það vantar allan kraft og samheldni í liðið. Þetta skín af þeim, algerlega. Það er óþolandi að þurfa að horfa upp á svona menn sem virðast ekki nenna þessu,“ sagði Gunnar Berg sem var ekki búinn. „Maður spyr sig, æfðu þeir ekkert í fríinu [í janúar]. Hvaða hraði er á leiknum? Mér fannst þeir vera þreyttir eftir 5-10 mínútur,“ sagði hann. Allt innslagið má sjá hér efst í fréttinni. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 20-28 | Máttlausir Stjörnumenn engin fyrirstaða FH heldur áfram á góðri siglingu í Olísdeild karla eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Garðbæingar eru að sogast niður í botnbaráttu deildarinnar. 10. febrúar 2019 22:30 Rúnar: Þurfum að gyrða okkur í brók ef ekki á illa að fara Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sínir menn séu að spila allt of hægan sóknarleik. Það hafi orðið liðinu að falli gegn FH í dag. 10. febrúar 2019 22:13 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Viðureign Stjörnunnar og FH var til umfjöllunar í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi, eins og aðrir leikir síðustu umferðar í Olís-deild karla. FH vann öruggan sigur á Stjörnunni, þrátt fyrir að fimm mikilvægir leikmenn væru fjarverandi. Þurftu þeir lítið að hafa fyrir sigrinum en frammistaða Stjörnumanna afar máttlaus. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, var ósáttur við frammistöðu sinna manna eftir leik og óttaðist að liðið væri að sogast niður í fallbarátu. Gunnar Berg Viktorsson þekkir vel til í Garðabænum og hann sagði frammistöðuna hafa verið arfaslaka í leiknum gegn FH. „Stjarnan var ótrúlega léleg. Alveg ótrúlega staðir, það mætir enginn á boltann til að fara í árásina. Menn fá boltann alltaf í kyrrstöðu, stinga niður og leggja svo af stað,“ sagði hann meðal annars. „Af hverju fær boltinn ekki að fljóta og menn reyna að finna færin? Þetta var ótrúlega lélegt.“ Sebastian Alexandersson tók undir þetta og bætti við: „Það eru vond skilaboð til annarra liða í deildinni að menn ætli að bakka þegar það er spilað aðeins fast á þá. Það eru ekki góð skilaboð.“ Gunnar Berg hélt svo áfram og sagði að karaktersleysi hefði einkennt Stjörnumenn í leiknum. „Hausinn er niður í bringu, það vantar allan kraft og samheldni í liðið. Þetta skín af þeim, algerlega. Það er óþolandi að þurfa að horfa upp á svona menn sem virðast ekki nenna þessu,“ sagði Gunnar Berg sem var ekki búinn. „Maður spyr sig, æfðu þeir ekkert í fríinu [í janúar]. Hvaða hraði er á leiknum? Mér fannst þeir vera þreyttir eftir 5-10 mínútur,“ sagði hann. Allt innslagið má sjá hér efst í fréttinni.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 20-28 | Máttlausir Stjörnumenn engin fyrirstaða FH heldur áfram á góðri siglingu í Olísdeild karla eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Garðbæingar eru að sogast niður í botnbaráttu deildarinnar. 10. febrúar 2019 22:30 Rúnar: Þurfum að gyrða okkur í brók ef ekki á illa að fara Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sínir menn séu að spila allt of hægan sóknarleik. Það hafi orðið liðinu að falli gegn FH í dag. 10. febrúar 2019 22:13 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 20-28 | Máttlausir Stjörnumenn engin fyrirstaða FH heldur áfram á góðri siglingu í Olísdeild karla eftir sigur á Stjörnunni í kvöld. Garðbæingar eru að sogast niður í botnbaráttu deildarinnar. 10. febrúar 2019 22:30
Rúnar: Þurfum að gyrða okkur í brók ef ekki á illa að fara Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sínir menn séu að spila allt of hægan sóknarleik. Það hafi orðið liðinu að falli gegn FH í dag. 10. febrúar 2019 22:13