Mun líklegri til að finna fyrir þunglyndi og kvíða Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2019 14:30 Ólína G. Viðarsdóttir, fyrrverandi landsilðskona í fótbolta, hefur glímt við eftirköst heilahristings. Vísir/Daníel Fyrstu niðurstöður víðtækrar íslenskrar rannsóknar á afleiðingum höfuðmeisla hjá íslenskum íþróttakonum sýna að þær sem fá heilahristing eru mun líklegri til að finna fyrir þunglyndi og kvíða. Þetta kom fram í máli Hafrúnar Kristjánsdóttur, lektor við HR, á Rás 2 í morgun. Hafrún segir í viðtalinu að þær íþróttakonur sem hafi fengið heilahristing séu þrisvar sinnum líklegri til að vera yfir klínískum viðmiðum af þunglyndi og að þær finni fyrir meiri kvíða en þær sem ekki hafa fengið heilahristing. Reynt var að ná til allra kvenna hér á landi sem eru undir 45 ára og hafa stundað fótbolta, handbolta, körfubolta, íshokkí, júdó, karate og aðrar íþróttir þar sem höfuðmeiðsli eru algeng. 500 konur svöruðu og af þeim höfðum 300 fengið heilahristing minnst einu sinni. Umræðan um höfuðmeiðsli í íþróttum hefur verið meiri á undanförnum árum en í síðustu viku stóðu ÍSÍ og KSÍ fyrir súpufundi um málefnið. Meðal þess sem þar kom fram og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun er mikilvægi þess að koma í veg fyrir annan heilahristing á meðan einkenni þess fyrri eru enn til staðar. „Að fá annan heilahristing á meðan einkenni fyrri heilahristings eru enn til staðar getur valdið því að viðkomandi einstaklingur verði mun lengur að jafna sig,“ sagði Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen við Fréttablaðið. „Við upptröppun á álagi er mikilvægt að fara eftir einkennum því ef fólk harkar af sér og er með mikil einkenni getur það líka lengt bataferlið. Langflestir sem fá heilahristing jafna sig á nokkrum dögum eða vikum en hjá um 10-20% vara einkenni lengur,“ sagði hún. Íþróttir Tengdar fréttir Einkennin geta verið lúmsk Heilahristingur vegna iðkunar íþrótta og tómstunda er algengari en flestir halda. Mikilvægt er að bregðast fljótt við og hvílast fyrstu dagana eftir heilahristing og auka svo álagið smám saman. 12. febrúar 2019 09:30 Höfuðmeiðsli ekki fengið næga athygli Höfuðmeiðsli í íþróttum eru algeng og draga oft dilk á eftir sér. Slík meiðsli ber að taka alvarlega segir fyrrverandi knattspyrnumaður í meistaraflokki sem sjálfur lenti í röð höfuðhögga. Starfar nú sem aðstoðarskólastjóri í Garðinum. 16. maí 2018 06:00 Skortur á úrræðum og fræðslu varðandi höfuðhögg íþróttafólks hér á landi Fyrrverandi landsliðskona í fótbolta sem hefur á síðustu mánuðum glímt við slæmar afleiðingar eftir höfuðhögg segir nauðsynlegt að setja á fót úrræði fyrir íþróttafólk í hennar stöðu. 10. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Sjá meira
Fyrstu niðurstöður víðtækrar íslenskrar rannsóknar á afleiðingum höfuðmeisla hjá íslenskum íþróttakonum sýna að þær sem fá heilahristing eru mun líklegri til að finna fyrir þunglyndi og kvíða. Þetta kom fram í máli Hafrúnar Kristjánsdóttur, lektor við HR, á Rás 2 í morgun. Hafrún segir í viðtalinu að þær íþróttakonur sem hafi fengið heilahristing séu þrisvar sinnum líklegri til að vera yfir klínískum viðmiðum af þunglyndi og að þær finni fyrir meiri kvíða en þær sem ekki hafa fengið heilahristing. Reynt var að ná til allra kvenna hér á landi sem eru undir 45 ára og hafa stundað fótbolta, handbolta, körfubolta, íshokkí, júdó, karate og aðrar íþróttir þar sem höfuðmeiðsli eru algeng. 500 konur svöruðu og af þeim höfðum 300 fengið heilahristing minnst einu sinni. Umræðan um höfuðmeiðsli í íþróttum hefur verið meiri á undanförnum árum en í síðustu viku stóðu ÍSÍ og KSÍ fyrir súpufundi um málefnið. Meðal þess sem þar kom fram og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun er mikilvægi þess að koma í veg fyrir annan heilahristing á meðan einkenni þess fyrri eru enn til staðar. „Að fá annan heilahristing á meðan einkenni fyrri heilahristings eru enn til staðar getur valdið því að viðkomandi einstaklingur verði mun lengur að jafna sig,“ sagði Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen við Fréttablaðið. „Við upptröppun á álagi er mikilvægt að fara eftir einkennum því ef fólk harkar af sér og er með mikil einkenni getur það líka lengt bataferlið. Langflestir sem fá heilahristing jafna sig á nokkrum dögum eða vikum en hjá um 10-20% vara einkenni lengur,“ sagði hún.
Íþróttir Tengdar fréttir Einkennin geta verið lúmsk Heilahristingur vegna iðkunar íþrótta og tómstunda er algengari en flestir halda. Mikilvægt er að bregðast fljótt við og hvílast fyrstu dagana eftir heilahristing og auka svo álagið smám saman. 12. febrúar 2019 09:30 Höfuðmeiðsli ekki fengið næga athygli Höfuðmeiðsli í íþróttum eru algeng og draga oft dilk á eftir sér. Slík meiðsli ber að taka alvarlega segir fyrrverandi knattspyrnumaður í meistaraflokki sem sjálfur lenti í röð höfuðhögga. Starfar nú sem aðstoðarskólastjóri í Garðinum. 16. maí 2018 06:00 Skortur á úrræðum og fræðslu varðandi höfuðhögg íþróttafólks hér á landi Fyrrverandi landsliðskona í fótbolta sem hefur á síðustu mánuðum glímt við slæmar afleiðingar eftir höfuðhögg segir nauðsynlegt að setja á fót úrræði fyrir íþróttafólk í hennar stöðu. 10. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Sjá meira
Einkennin geta verið lúmsk Heilahristingur vegna iðkunar íþrótta og tómstunda er algengari en flestir halda. Mikilvægt er að bregðast fljótt við og hvílast fyrstu dagana eftir heilahristing og auka svo álagið smám saman. 12. febrúar 2019 09:30
Höfuðmeiðsli ekki fengið næga athygli Höfuðmeiðsli í íþróttum eru algeng og draga oft dilk á eftir sér. Slík meiðsli ber að taka alvarlega segir fyrrverandi knattspyrnumaður í meistaraflokki sem sjálfur lenti í röð höfuðhögga. Starfar nú sem aðstoðarskólastjóri í Garðinum. 16. maí 2018 06:00
Skortur á úrræðum og fræðslu varðandi höfuðhögg íþróttafólks hér á landi Fyrrverandi landsliðskona í fótbolta sem hefur á síðustu mánuðum glímt við slæmar afleiðingar eftir höfuðhögg segir nauðsynlegt að setja á fót úrræði fyrir íþróttafólk í hennar stöðu. 10. nóvember 2017 23:30